Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1954, Qupperneq 9

Æskan - 01.11.1954, Qupperneq 9
Jólablað Æskunnar 1954 eftir þér — og — og svo er aðfangadagurinn á morgun. Eitt augnablik var eins og maðurinn væri á báðum áttum og væri að því kominn að slíta félagsskapinn og fylgja syni sínum. Hinir biðu spenntir. Einn liló dálítið, og það réði víst úrslit- unum, þegar hann sagði: — Það er eklci gamán að hafa konuríki, Johan- sen. — Farðu heim, Bjarni, — ég kem fljótlega — sagði pabbi. Og síðan fór hann með félögum sínum inn í lcrána. Bjarni stóð eftir á götunni. Hann kreppti hnef- ana, og hann sveið i augun. Tárin vildu brjótast fram. Hann fann ekki til stormsins eða hríðar- innar, sem lamdi andlit hans. Álengdar á götunni sá hann ganila Pedersen, sem seldi jólatré. Hann hafði séð litla, fallega greniliríslu þar í glugganum í dag og liafði hugsað-----------en nú stóð víst noklcurn veginn .á sama um, hvað hann hugsaði. Allt var jafn vonlaust. Hann stakk höndum í buxna- vasa, fölur og úrræðalaus, og ranglaði yfir götuna. Hann hafði ekki kjark til að fara heim og mæla vonleysinu í augum móður sinnar og sjá vonbrigði litlu systkinanna. Ilann snökti nokkrum sinnum og slrauk burt tár sín með liandarbakinu. Snjó- kornin og stormurinn bitu vanga bans, en annars var nærri því auð jörð. Og allt í einu varð honum litið á grjótlirúgu, sem var nolckru neðar við götuna og honum flaug dálítið djarft í bug — og um leið hitnaði honum öllum frá hvirfli til ilja. Ef liann fengi liina drengina í lið með sér — þeir gætu leikið stríðsleik og brotið sem flestar rúður hjá frú Hansen. Þá yrði kalt þar inni. Það yrði uppistand — og pabbi hans og félagar lians gætu ekki setið þar áfram. Hann flýtti sér á fund þeirra Hinriks, Jólianns og Leifs, leilcbræðranna og sagði þeim áform sitt. — Við fáum kannski ekkert að borða um jólin, pabbar ykkar eru líka þar inni, Jóhann og Hinrik. Drengirnir hlustuðu á hann. Þeim leizt ekki á blikuna í fyrstu. — En ef lögregluþjónninn nær í okkur, sagði Jóhann hugsandi. — Hann getur þá tekið mig, svaraði Bjarni, það lendir á mér, því að ég er upphafsmaðurinn. Hún frú Hansen er ekki ofgóð til þess að borga nokkrar rúður, það eru ekki svo litlir peningar, sem hún fær frá pabba mínum og öðrum. Drengirnir störðu á Bjarna, nærri því með að- dáun. Hann var svo ákveðinn og stærstur þeirra. Hann var foringinn, og þeir fylgdu honum. *J* «£**£**£**£**£**§*«£*4£*«£*«§*«§*«£*«£*«£**£»*£*«§*«£*«£* •£*•£**£•*§»«§»«§••£♦•£••£•♦§•«£••£••£••£•«£•«£• *§»«§l Stássmeyjar. — Hverrar þjóðar eru þærí \****\*'**tt*\*,l*\**l,*l**s\**l**i**t+\*+s\**l* *!*%**♦♦ v •!*•!**♦* *!**♦* *♦*♦«* •♦*%*%,*I*%**/*I* ♦I**t*****»**» Þeir náðu sér í smásteina í grjótdyngjunni og fylltu vasa sína og siðan byrjaði árásin. Bjarni kastaði fyrstur. Ein rúða brast í sundur. Fimm eða sex steinvölur flugu inn um gluggana hjá frú Hansen. Það brakaði í glerinu, gluggatjöld voru dregin upp. Bjarni tók ekki eftir þvi fyrr en Lund, lögregluþjónninn, stóð við hlið lians. —• Hvað er hér um að vera — kallaði hann byrstur og greip um leið föstu taki um linakka Bjarna. — Ertu genginn af vitinu drengur? Hugrekki Bjarna var þrotið. Hann sá, að liinir drengirnir voru horfnir, höfðu forðað sér og tekið til fótanna. Lögregluþjónninn hélt honum eins og í skrúf- stylcki. Gestirnir þustu út úr kránni, og frú Hansen kom veinandi á hæla þeim. 109

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.