Æskan - 01.11.1954, Side 14
Jólablað Æskunnar 1954
neinn konungsbragur á þessu um-
hverfi.
BALTHASAR: En hingað beindi
stjarnan okkur svo greinilega.
KASPAR: Þetta sýnist vera
þokkalegt gistihús. Eigum við ekki
að knýja á dyr í þeirri von, að upp
verði lokið, þó að komið sé fram
yfir miðnætti?
MELKIOR: Við munum ekki
hvílast fyrr en augu okkar hafa
séð hinn mikla konung.
KASPAR: Hvar er stjarnan?
Hvort hafa óveðursskýin hulið hana
sjónum enn á ný?
MELKIOR: Þú horfir ekki í rétta
átt, bróðir. (Bendir.) Þarna skín
stjarnan í allri sinni dýrð.
BALTHASAR: Lofaður sé drott-
inn. En hvílíkt undur, bræður mín-
ir. Ljómi stjörnunnar umlykur
þetta óásjálega gripahús.
KASPAR: Er þetta þá allt saman
blekking og skynvilla?
MELKIOR (fellur á kné í Ijóma
stjörnunnar og talar eins og upp
úr svefni): Konungur konunganna
er í heiminn borinn. Hann, sem
ríkir um aldur og ævi, og allur lýð-
urinn mun leita svölunar í lindum
hjálpræðisins. Dagur réttlætisins,
dagur hinna fátæku og nauðstöddu
er í nánd.
GESTGJAFINN (opnar i hálfa
gátt og gægist út ásamt konu
sinni): Hvað er hér á seyði? Hver
dirfist að gera ónæði um hánótt?
HÚSFREYJA: Farðu varlega,
maður. Þetta geta verið einhverjir
illræðismenn.
BALTHASAR: Óttist ekki. Við
leitum hins nýfædda konungs.
GESTGJAFI: Hins nýfædda kon-
ungs? Mér er ekki kunnugt um
annan konung en Heródes, og hann
er sannarlega ekki fæddur í gær.
MELKIOR: Takið frarn gigjurn-
ar. Syngið og leikið fagnaðarsöngva.
Dagur hjálpræðisins er upprunn-
inn.
HÚSFREYJA: Eru þessir menn
drukknir af víni, eða mæla þeir af
villu hugans?
KASPAR: Er ekki hægt að fá
næturgistingu hérna? Við höfum
ekki sofið undir þaki í óralangan
tima.
114
GESTGJAFI: Hús mitt er yfir-
fullt, eða hafið þið nokkuð til þess
að greiða með næturgistingu?
BALTHASAR: Við höfum ekki
annað en gjafir þær, sem ætlaðar
eru hinum nýfædda konungi.
GESTGJAFI: Hugsast gæti, að
þær væru gjaldgengar upp í nætur-
greiðann.
HÚSFREYJA: Er ekki varasamt
að hleypa þessum mönnum inn i
húsið?
GESTGJAFI: Vertu róleg kona.
Ég sé við þeim.
MIRIAM (smggur út fram hjá
foreldrum sínum): Það er einhver
ljómandi björt stjarna á himnin-
um. Ég sé hana skina inn um
gluggann minn.
HÚSFREYJA: Hvað er barnið að
rugla? Ekki sé ég neina stjörnu.
MIRIAM: Sjáið þið ekki stjörn-
una þarna beint uppi yfir gripa-
kofanum?
MELKIOR: Byrgið ekki eyrun
fyrir röddum barnanna. Af þeirra
munni mun sannleikurinn fram
ganga. (Gripakofinn opnast, og
Ijómandi birtu leggur út um dyrn-
ar.)
MIRIAM (gægist inn i kofann):
Gestirnir mínir sofa, og konan hef-
ur lítið barn i faðminum.
GESTGJAFI: Hvaða gesti getur
telpan verið að tala um?
MIRIAM: Barnið er með geisla-
baug um höfuðið, og nú réttir það
hendurnar á móti mér (krijpur á
kné).
MELKIOR: Þetta er hinn ný-
fæddi konungur konunganna.
(Vitrinaarnir krjúpa á kné.)
KASPAR: Ég fæ ofbirtu í augun
í þessuin Ijóma.
BALTHASAR: Við skulum biðia
litlu stúlkuna að leggia gjafir okk-
ar að fóturn konungsins.
(Vitringarnir taka uvp qjafirnar
oq Miriam réttir fram báðar hend-
urnar.)
GESTGJAFINN (huessir auqun,
þeqar hann sér qullið): Hver undur
eru hér á ferðinni?
HÚSFREYJA: Siáðu dóttur okk-
ar. Hún Ivftir unn hægri hendinni.
GESTG.TAFI: Lofaður sé drottinn
fyrir hans miklu náð.
Skrítfur.
Kennari: — Af hverju kemurðu
svona seint, Stjáni?
Stjáni: — Mamma færði mig í bux-
urnar öfugar, svo að ég varð að ganga
aftur á bak.
0O0
Maja litla: — Ó, mamma, má ég fá
bara eina köku enn, bara ef ég bið
ekki um hana?
0O0
Kennarinn: Hvaða tennur fáum við
siðast?
Gulli: Búðartennurnar.
0O0
Bangsi gamli á Bakka var listasmiður
sveitarinnar, smíðaði jafnt hestajárn
sem hnakka og húsgögn og gerði við
skilvindur og klukkur. Einu sinni kom
Dani gamli í Ási inn til hans að sækja
gömlu klukkuna, sem Bangsi hafði ver-
ið að gera við og hreinsa.
— Ja, hún er komin i sæmilegt lag.
Ég þvoði allan skít af hjólunum lags-
maður, og ef liún vill ekki ganga,
skaltu bæta i hana þessu hjóli. Það
gekk af, þegar ég setti hana saman.
0O0
Frænka: — Ósköp ertu væn, Gréta
mín, að vera alltaf að bjóða mér meiri
súpu. En segðu mér, af hverju langar
þig svo mikið til að ég borði meira
af henni?
Gréta: — Svo að þú borðir ekki eins
mikið af kjötbollunum.
MIRIAM (stendur undrandi með
gjafirnar i höndunumj: Mér er
batnað. Höndin mín er heilbrigð.
HÚSFREYJA: Nú sé ég stjörn-
una. Hvílik birta.
GESTGJAFI: Ljóminn nær líka
til okkar. (Þau krji'ipa bæði á kné.)
KAUPMAÐUR (kemur út nudd-
andi stírurnar úr auqunum): Hvað
er hér um að vera? Það er hart að
hafa ekki svefnfrið um hánótt.
(Þaqnar skgndilega og litur nndr-
andi i krinqnm sig.)
MELKIOR: Syngið lofsöng, syng-
ið allir lýðir.
Látið gleðióp gjalla. Ljós er upp-
runnið, sem lýsa mun til endimarka
veraldar.
(Gestirnir smátínast út úr hús-
inu oq standa i þöqulli undrun.
Hvitklæddu verurnar Jcoma svif-
andi inn og dansa eftir jólalögum.)