Æskan - 01.11.1954, Page 15
Jólablað Æskunnar 1954
Kanntu að spá?
Öllum þykir gaman að kunna og geta eitthvað,
sem aðrir geta ekki. Og flestum finnst kitlandi og
spennandi að skyggnast eitthvað inn í ókominn
tíma, og margir vilja gjarnan trúa því, að það sé
hægt. Hvort sem svo er eða ekki, þá er hægt að
leika spámann eða spákonu, fara eftir reglum, sem
viðstaddir kunna elcki, og láta athöfnina líta út
sem allt sé „ekta“.
Hérna kemur mjög liandhæg aðferð og auðlærð,
mátulega dularfull fyrir þá, sem kunna hana ekki,
og alveg örugg til að velcja kátínu og gaman.
Fyrst af öllu lætur þú þann, sem þú ætlar að
spá fyrir, velja sér einhverja hinna 8 spurninga,
sem feitlelraðar eru hér á eftir. Hugsum okkur, að
liann velji t. d. 4. spurningu: Hvaða álit hefur fólk
á mér — flesta langar lil að vita það. Næst segir
þú honum að draga tvö spil úr spilastokk, sem þú
liefur við hendina, og lílur á, livaða liti hann dró.
Segjum að hann hafi dregið hjarta og spaða. Þú
lítur á viðeigandi kafla í svörunum, þann, sem er
merktur hjarta og spaði, svar nr. 4: Allir hafa gott
álit á þér.
Og svo getur hann freistað gæfunnar og valið
sér einhverja aðra spurningu, og aðferð þín að
finna spámannlegt svar er hin sama og áður.
1. Verður heitasta ósk mín uppfyllt?
2. Verð ég ríkur?
3. Fer ég í ferðalag?
4. Hvaða álit hefur fólk á mér?
5. Hver er helzti galli á mér?
6. Hvað vantar mig til hess að geta verið ánægður?
7. Hvernig á ég að fara að því að verða heims-
frægur?
8. Hvaða málsháttur á bezt við mig?
♦ * .
1. Já, en þú verður að sigrast á miklum erfiðleikum.
2. Aðeins ef þú venur þig í tæka tíð á að s^íara.
3. Já, og þegar þig varir sízt.
4. Öllum geðjast vel að þinni glöðu og léttu lund.
5. Það veizt þú vel sjálfur — og ég segi ekki meira.
6. Tækifæri til að gera það, sem þig langar mest til.
7. Smíðaðu eilífðarvél.
8. Morgunstund gefur gull í mund.
♦ ♦
1. Nei, en þú færð annað enn betra.
2. Já, ef þú vinnur stærsta vinninginn í liapp-
drættinu.
3. Já, suður eða norður, ekki austur né vestur.
4. Flestir eru á einu máli um, að enginn geti
staðizt þig.
5. Einmitt sá, sem þú ásakar flesta aðra fyrir.
6. Eina milljón króna.
7. Notaðu hæfileika þína til hins ítrasta, þá muntu
verða frægur.
8. Hæst bylur í tómum tunnum.
* *
1. Já, vertu rólegur. Bráðum brosir gæfan við þér.
2. Þú verður að leggja þig allan fram, annars verður
ekki neitt úr neinu.
3. Áður en árið er úti muntu ferðast langa leið yfir
land og liaf.
4. Öllum þykir i raun og veru vænt um þig, en hafa
gaman af að erta þig dálítið.
5. Sá, sem þú stríðir mest við að venja þig af.
6. Að vera glaður og í góðu skapi á morgnana.
7. Fljúgðu til tunglsins á svifflugu, og reyndu að
koma aftur.
8. Ekki er allt gull, sem glóir.
' ♦ ♦
1. Já, með aðstoð góðs vinar.
2. Nei, en þú munt aldrei þurfa að þola skort.
3. Þú munt fá að flakka svo mikið, að þú vex-ður
leiður á þvi.
4. Ýmsir halda, að þú sért heimskari en þú lítur út
fyrir, en það er misskilningur.
5. Að þú ert of gefinn fyrir að setja út á aðra.
6. Enginn er alveg ánægður. En reyndu að taka
sjálfum þér fram.
7. Farðu gangandi til Kína.
8. Hver er sjálfum sér næstur.
♦ ¥
1. Þegar uppfylling óskar þinnar er í nánd, muntu
vera hættur að kæra þig um hana.
2. Þú ert rílcur. Gerðu þig ánægðan með það, sem
þú hefur.
115