Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 22

Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 22
Jólablað Æskunnar 1954 Voldugt musteri. Á síðastliðnu sumri störfuðu margir menn að því að grafa upp og rannsaka leifar fornra kirkju- bygginga i Skálholti, og munu allir hafa lievrt þess getið. Eins er liitt öllum kunnugt, að Skálholt er elzta höfuðból kristinnar kirkju á Islandi, og var gefið til þess, að þar væri biskupsetur meðan kristni helzt á Islandi. Yið uppgröftinn fundust margir merkilegir lilutir, sem ýmist hafa verið lagðir í gröf með látnum mönnum eða slæðzt og týnzt. Rannsókna- mennirnir lögðu mikla stund á að finna undir- stöður liinna fornu kirkna, sem reistar hafa verið, og varð vel ágengt í því. Meðal annars fundu þeir undirstöðu kirkju, sem talið er að Klængur biskup Þorsteinsson liafi látið byggja seint á 12. öld. Kirkja þessi mun hafa verið stærri en nokkur önnur, sem síðan hefur verið reist á íslandi. En því miður var hún gerð úr timbri, eins og allar aðrar kirkjur, sem reistar voru hér á landi lengi fram eftir öldum. Þess vegna gátu þær ekki enzt nema tiltölulega skamman tíma. Þær hrörnuðu og fúnuðu niður, ef þær urðu ekki eldi að bráð. ís- lendingar kunnu þá lítið til steinsmiða, og viða er erfitt að fá hentugt og auðunnið grjót. Af þessum ástæðum standa nú engar byggingar liér á landi frá þessum fornu tímum, því miður. Aðeins rústir og undirstöður gefa liugmynd um stærð þeirra og lögun. En á sama tíma og löngu fyrr höfðu víðs vegar úti i löndum verið reistar stórfenglegar stein- kirkjur, dýrðleg musteri, og standa ýmsar þeirra enn i dag. Myndin sýnir inn i eina þeirra, dóm- kirkjuna í Köln i Þýzlcalandi. Hún er meðal merk- ustu hyggiuga í lieimi og ber snilligáfu smiðanna fagurt vitni. Hornsteinn þessarar miklu kirkju var lagður árið 1248 með mikilli viðhöfn að viðstöddum fulltrúa páfa og alls konar stórmenni. En slik bygging verður ekki reist á skömmum tíma. Áratug eftir áratug og öld eftir öld var unnið að byggingunni, hafa lesið áður um Helenu Keller, amerísku kon- una, sem hefur orðið að þola sömu raun og þetta litla barn, sem við sáum þarna. Henni tókst fyrir óþreytandi elju og fórnfýsi kennara síns að læra, blind og heyrnarlaus, að neyta hæfileika sinna á horð við þá, sem njóta bæði sjónar og heyrnar, og lauk að lolcum háskólanámi með lofsamlegum vitnisburði. En samt sem áður býst ég við, að okkur verði minnisstæðari þessi litla telpa og hinn óum- ræðanlega heillandi fögnuður hennar yfir því að vera komin í samfélag við mennina og geta talað við þá. Getum við annars gert okkur fulla grein fyrir lifi og líðan manns, sem hvorki hefur sjón né heyrn? Varla. Hve óendanlega er það margt, sem hann 122 fer á mis. Hann fær aldrei að njóta fegurðar blóm- anna, fuglasöngsins, bláma fjallanna eða dýrðar sólarlagsins. Og erum við, sem fáum að njóta allrar þeirrar dýrðar, sem berst að augum okkar og eyrum, nógu þakklát fyrir það? Heimsókn okkar var lokið. Við kvöddum og gengum út grundina, þangað sem bílar biðu okkar. Degi var tekið að lialla. Langa skugga lagði af trjánum, en geislar kvöldsólarinnar lirisluðust gegn- um þúsundlitar laufkrónurnar. Kliður af fuglasöng, áfeng angan litskrúðugra hlóma, Indíánasumar i allri sinni seiðandi fegurð. En við vorum fámál fyrsta sprettinn á lieim- leiðinni. G. G.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.