Æskan - 01.11.1954, Page 32
Jólablað Æskunnar 1954
Oskjuþrautir.
Það er ágætt verkefni að fást við
öskjuþrautir. Það reynir þó nokkuð á
handlagni og vandvirkni að búa öskj-
urnar til, og alveg tilvalin æfing i
þolinmæði. Þær reyna ekkert á hug-
vit eða kunnáttu, heldur aðeins á hand-
styrk, rósemi og þolinmæði.
Öskjurnar geta verið nokkuð mis-
stórar, eftir þvi sem hver vill, en
heppileg stærð er 8—10 crn á hvorn
veg. Ágætt er að nota vindlakassafjalir
í þær. Eins má nota þunnan krossvið
eða jafnvel stinnan pappa eins og bók-
bindarar nota í spjöld i bækur. Efnið
í hliðarnar er bezt að skera eða saga
af í einni lengju, 2—2,5 cm á breidd,
og það þarf að vera alveg jafnbreitt
og brúnirnar sléttar.
Þegar búið er að skera botninn til,
hornréttan og jafnan á báða vegu, eru
hliðarnar skornar af lengjunni, mátu-
lega langar og endarnir hornréttir. Ef
askjan er úr tré, má negla hana saman
með smáum pinnum. Ef hún er höfð
úr pappa, má líma hana saman með
límböndum og fóðra svo utan og innan
með pappir. Flestir verða að fá gler-
lokið skorið til fyrir sig, og það verður'
að vera alveg mátulegt, annars fer það
illa. Bezt er að bafa gróp í hliðunum,
sem glerið fellur ofan í. Þegar á að
festa það á, skal taka glært limband,
leggja það á rönd glersins á alla vegu,
svo að það nái 3—4 mm inn á það, og
þrýsta því vel niður. Siðan er glerið
sett á sinn stað og limbandið lagt niður
á hliðar öskjunnar og strokið þétt og
vel, svo að það festist.
Ef eitthvað þarf að festa á botninn,
er sjálfsagt að teikna það allt á hann
áður en askjan er sett saman.
Kálfarnir á básana.
Viðfangsefnið er að koma kálfunum
á básana.
Askjan á að vera 10x10 cm og gerð
eins og áður er lýst. Básarnir eru festir
132
á botninn áður en askjan er sett saman,
og gerðir úr 5 mm breiðum listum úr
vindlakassafjölum. Bezt er að líma Jist-
ana á sinn stað með túbulimi, sem
harðnar strax.
En svo vandast málið, þegar kemur
að þvi að skapa kálfana. Bezt er að
verða sér út um glerskálpa undan inn-
spýtingarlyfi (t. d. einhverju fjörefni).
Þetta er víða til, því að margir nota
slík lyf. Gott er að láta sitt blýhaglið
i livern skálp og loka þeim svo með
lími eða lakki. Ef þrautin á að vera
sérstaklega erfið, má mála básana sinn
með hverjum lit og kálfana eins lita.
Þegar þessu öllu er lokið, eru kálf-
arnir látnir ofan i öskjuna og glerlok-
ið fest á með límbandi.
Næst er svo að koma kálfunum á
básana.
Kúlnaþraut.
Askjan er gerð eins og lýst hefur
verið.
Tveir pípustúfar eru lagðir á hliðina
á botn öskjunnar og einhvers konar
loki komið á annan enda þeirra, eins
og myndin sýnir. Ágætt er að nota tóm
riffilskothylki. Þessu má festa með
lakki eða lími við botninn. Þá þarf
sex kúlur, helzt stálkúlur, en bjargast
má við blýhögl. Kúlurnar mega ekki
vera stærri en svo, að þær komist niður
i pípurnar.
Viðfangsefnið er að koma kúlunum i
pípurnar með þvi að halla öskjunni til
á ýmsa vegu.
Leyniletur.
Nýlega barst Æskunni bréf það, sem
hér fer á eftir. Ef það er ekki á ein-
hverju ókennilegu tungumáli, þá er það
skrifað með einhverju leyniletri. Ef
einhver lesendanna skyldi geta ráðið
það, þá væri vel gert að senda blað-
inu ráðninguna í pósthólf 42, Ilafn-
arfirði.
Bréfið er svona:
Unie innis í ramus kkef ge ða aór
Talnakarl. —
Hve gamall er hann?
Gamlar gátur.
1.
Systkin erum tvö,
samt ólik næsta,
hún systir er dökk,
en sólbjartur ég.
Ilún þykir lielköld,
ég heitur næsta,
bæði þjáum við
brautfarendur.
Hvort okkar flýr
fyrir hinu,
henni ég fylgi
hún mig eltir,
erum þess vegna
aldrei bæði
undir sama
seggja þaki.
2.
Fjórir bræður standa á einni þúfu
og skjóta hvítum pílum frá sér.
3.
Einu sinni svarta gyltu
sá ég vaga.
Hærra bar á hné en maga.
4.
Iivenær er heimskinginn hyggnastur?
ðem abbap á innullirt snah. Ðiv mu-
róf tgnal tú í aólf, go ðirðev rav tlæd-
ni. Ðiv muðuksif lev, ge órd uguttut
go attá aksif, ne ibbap uítxes go uín.
Ge altæ ða aðrev irójtspiks, rageþ ge
re nniðro róts.
Illak,