Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1954, Qupperneq 33

Æskan - 01.11.1954, Qupperneq 33
Jólablað Æskunnar 1954 Skrítlur. Alli: — Hefurðu heyrt söguna um manninn, sem var svo sterkur, að hann gat ekki gengiÖ fyrir kröftum? Kalli: — Jájá, en hefur þú heyrt um manninn í Ameríku, sem er svo hár, að hann verður að fara upp í stiga til þess að geta tekið af sér hattinn? 0O0 Fljót veðrabrigði. Ameríkumaður: — Frost! Kallið þið þetta frost? Blessuð verið þið, ef ykk- ur langar til að koma út i ærlegt frost, þá komið þið til Ameriku. Ég var einu sirihi á gangi þar á götu að vetrarlagi. Þá vildi svo til, að vatnsleiðsla sprakk i götunni rétt undir fótunum á mér. Á augabragði gaus upp margra metra há vatnssúla og ég stóð auðvitað á toppnum á henni. En þá var ég heppinn. 1 einu vet- fangi breytti um veður og gerði hörku frost. Já, og það var nú frost um að tala. Vatnssúlan fraus á augabragði og varð að issúlu. Ég bara kraup niður, tólc utan um súluna og renndi mér niður. Allt í himnalagi, lasm. 0O0 Kennari: — Hvað heldurðu, Eiríkur minn, að pabbi þinn segi um það, að þú ert alltaf neðstur i bekknum þin- um. Eiríkur: — Hann segir, að ég hljóti að hafa ósköp ónýtan kennara, úr þvi að mér fer ekki meira fram. 0O0 Námsstjórinn kom í heimsókn i skól- ann og hlustaði á reikningskennslu. Kennarinn þurfti að bregða sér frá, og námsstjórinn tók við kennslunni á meðan. Hann bað einn drengjanna að nefna tveggja stafa tölu. — 74 sagði drcngurinn. Kennarinn skrifaði tölustafina á töfluna, en sneri þeim við af ásettu ráði og skrifaði 47 og vonaðist eftir athugasemd frá bekknum. En það var steinþögn. Þá bað hann annan dreng að nefna tveggja stafa tölu. — 53 sagði hann. Námsstjórinn skrifaði 35. Engin at- hugasemd enn. Og enn hað hann þriðja drenginn um tölu, lítinn, skýrlegan hnokka. — 66 sagði hann. Það hljótið þér þó að geta skrifað rétt. oOo — Anna, komdu strax upp til að þvo þér, kallaði mamma ofan af lofti. — Ég vil ekki þvo mér, svaraði Anna, fjögurra ára linyðra. HRÓI HÖTTUR á veiðum. Reyndu ad finna é mynd- inni fugl, kött, gris, tann- bursta, fisk, Ijósaperu, gul- rót, mannshöfuá og strék. Leitadu nú vel. — Lofaðu henni að þvo sér hérna niðri hjá mér, sagði amma. Það er alveg sama. — Nei, sagði mamma ákveðin. Hún á að læra að lilýða og koma upp, þegar ég segi henni það. Anna fetaði upp stigann og var þungt hugsandi, kom beint til mömmu og spurði: — Átt þú ekki lika að hlýða mömmu þinni? oOo Kennari: — Alli minn, þú segir í stílnum þínum, að gíraffinn sé ákaf- lega niðurlút skepna. Hvað áttu við? Alli: — Gíraffinn er svo hár, að hann verður að líta niður á allar aðrar skepnur, og þá er hann niðurlútur. oOo ÓIi litli: — Mamma, af hverju þarf ég alltaf að fara að liátta, þó að ég sé ekki syfjaður, og fara á fætur, þegar ég er syfjaður? oOo —• Var ckki ógurlega heitt þarna suður á Spáni, þegar þú varst þar i sumarleyfinu? — Alveg ægilega. Og það voru engin tré lieldur, þar sem við vorum, svo að við urðum að skiptast á að sitja i skugganum livert af öðru. Mamma: — Góði Tóti minn, hvernig getur þér dottið í hug að fara að glamra á pianóið svona skítugur á liöndunum! Tóti: — Það gerir ekkert til, mamma, ég spila bara á svörtu nóturnar. oOo Kennari: — Hvað er beinagrind, Kalli? Kalli: — Það er maður, þegar búið er að taka innyflin úr lionum og snúa rangliverfunni út. oOo Mamma: — Hvernig í ósköpunum stendur á þessu, allur rjóminn horfinn úr skálinni! Ási: — É—é—ég veit það ekki, mamma, en ég sá, að liún kisa alveg kafroðnaði, þegar ég kom inn. oOo Kennari: — Dóra min, manstu, hve lengi Adam og Eva voru í Paradís? Dóra: — Þau voru þar þangað til um haustið. Kennari: — Nú, hvernig veiztu það? Dóra: — Eplin eru ekki þroskuð fyrr. oOo — Óttalega er hann lítill hann bróðir þinn! — Já, en hann er heldur ekki nema hálfbróðir minn. 133

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.