Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 34

Æskan - 01.11.1954, Blaðsíða 34
Jólablað Æskunnar 1954 Sitt af hverju. Meðmæli. Þessi auglýsing stóð i blaði einu: — Eldhússtúlku vantar. Afbragðs út- sýni úr eldhúsglugganum yfir fjöl- farna götu með ös og árekstrum og alls konar smáslysum allan daginn og fleiru skemmtilegu. Slæmur kvilli. Eiginkona: — Herra læknir, eru engin ráð til að lækna manninn minn? Hann talar svo mikið upp úr svefni, en það er allt svo óskýrt og þvoglu- legt, að það er engin leið að skilja hann. f þriðja skipti. Frúin: — Þú kemur of seint. Heyrð- irðu ekki, að ég var að kalla á þig? Stúlkan: — Ég heyrði það ekki fyrr en í þriðja skipti. Hjálpsemi. Kennari: — Ekkert skil ég, hvernig einn maður getur komið svona mörgum villum fyrir í einum smástíl, Siggi minn. Siggi: — Ég gerði það ekki einn, pabbi hjálpaði mér. Enn við sama. Pési: — Kennari, má ég fá fri, af þvi að amma er dáin? Kennari: — Nú, þú baðst um frí fyrir viku og sagðir þá, að amma þin væri dáin. Pési: — Já, og hún er dáin enn. Það var ekki von. Jónsi: — Heldurðu, að það sé áreið- anlegt, mamma, að litli bróðir hafi komið ofan af himnum? Mamma: — Já, Jónas minn. Jónas (eftir nokkra umhugsun): — Hann grenjar svo vargalega, að það er ekki von, að englarnir vildu hafa hann. Þeir hafa ekki getað sofið fyrir honum. Ljóta eitrið. Háskólakennari i efnafræði sýnir nemendum sinum fidla flösku og segir: —■ Þetta er svo baneitrað, að einn droni á kattartungu nægir tU.að drepa filhraustan mann. Verndarinn. Ási: — Hvað er stjórnmálamaður, pabbi? Pabbi: —• Það er sá, sem fær peninga hjá ríkum mönnum og atkvæði hjá fá- tæklingum fyrjr að lofa að vernda þá hvora fyrir öðrum. Rétt bókun. Prestur i Suður-Ameríku hafði svert- ingja i þjónustu sinni. Einn sunnudag, þegar prestur var að messa, varð hon- um litið út í horn í kirkjunni, þar sem Surtur sat. Hafði liann blað og blýant og páraði allt hvað af tók. Presti þótti þetta kynlegt, þvi að hann vissi, að Surtur var hvorki læs né skrifandi, þekkti engan staf. Eftir messu spurði prestur hann, hvað hann hefði verið að gera um messutímann. —• Ég var að skrifa upp úr ræðunni, sagði Surtur. Það gerir hreppstjórinn. — I.áttu mig sjá það, sem þú skrif- aðir, sagði prestur. Surtur sótti blöðin og sýndi presti. Hann athugaði krotið á blöðunum og segir: — Já, en þetta er allt eintóm vitleysa frá upphafi til enda. —■ Ja, það var nú líka einmitt það, sem mér fannst alltaf, á meðan þér vor- uð að flytja það, sagði Surtur. Það var rétt. Kennari: — Er buxur eintala eða fleirtala? Gunna (eftir langa umhugsun): — Þær eru i eintölu að ofan og fleirtölu að neðan. Hvað á að halda? Jón litli: — Verpir kisa eggjum? Mamma: — Nei. Jón litli: — En hundarnir, verpa þeir eggjum? Mamma: — Nei, engin skepna verpir eggjum nema fuglarnir, sem hafa vængi. Jón litli: — En englarnir þá, þeir hafa vængi, verpa þeir þá eggjum? Þeir hittust, frændurnir. Það var einu sinni íri, sem var á rölti á götu i stórborg. Sá hann þá Englending, sem stóð á götuhorni með hund sinn i handi. írinn var dýravinur, og af því að hann kom ekki fyrir sig, af hvaða hundakyni seppi var, vék hann sér að eigandanum og spurði hann um það. Englendingnum fannst það frekja af ókunnum manni að spyrja þessa og svaraði snúðugt: Eitt bréfið enn um Letingjaland. (Hér segir Álfur auli frá ferð sinni þangað og afrekum sinum þar.) Ég fór á skiðum i Letingjalandi i gær, og það var nú grín, maður. Þar verður enginn þreyttur, þvi að allir vegir þar eru stuttir, eiginlega þvi styttri sem þeir eru lengri, enda er hver kílómetri þar ekki nema fimm metra langur. Þess vegna hoppaði ég rúma 4 km og fékk fyrstu verðlaun, þó að allir hinir strákarnir hoppuðu lengra en ég. Þetta gekk allt i hvínandi fart, enda eru ekki nema fimm mínútur i klukkustund þar. Þegar kom að mér og ég lagði af stað upp í brekkuna fyrir ofan stökkpallinn, sá ég, að þarna cru engar brekkur upp i móti heldur allar niður í móti. Ekki var mér kalt, þó að mælirinn sýndi 30 stiga frost, því að snjórinn var kramur á móti sól, enda skein hún glatt, þó að loftið væri kafskýjað. Þegar ég fór að finna til sultar, flaug steikt rjúpa upp i mig, og á eftir rigndi þessari indælu sætsúpu. Á heimleiðinni var ég hræddur um, að bíllinn mundi velta, cn svo sá ég, að það gerði ekkert til, þvi að auk hjól- anna undir honum voru aukahjól á hliðum og þaki. Og viti menn, við ókum dálítinn sprett á hvolfi, en hver maður sat i sinu sæti og haggaðist elcki. Ef einhver varð þyrstur, opnaði bíl- stjórinn benzíngeyminn og lofaði öll- um að drekka, sem vildu, en það var óvart ekki benzin í honum, heldur is- kalt appelsín. Þeir nota það fyrir benzín i Letingjalandi. Þegar bilstjór- inn stanzaði við dyrnar heima, fékk hann mér 10 krónur fyrir það, að ég vildi aka með lionum. — Svona er allt þar. Já, það er gott land, Letingjaland. Álfur auli. Ráðning á gátum. 1. Dagur og nótt. 2. Spenar. 3. Kónguló. 4. Þegar hann þegir. — Ég er ekki alvcg viss um það, en eftir því sem ég hef komizt næst, er hann blendingur af apa og tra. — Jæja, svaraði írinn. Hann er þá frændi okkar beggja, greyið. 134

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.