Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.11.1954, Qupperneq 46

Æskan - 01.11.1954, Qupperneq 46
ÆSKAN Lítið til fuglanna i loftinu. / Bréfaviðskipti. 1 Fuglarnir hafa frá náttúrunnar hendi verið skapaðir til þess að hag- nýta sér vindinn, og þeir hafa á marg- an hátt verið fyrirmynd mannsins í baráttu hans til að.ieggja undir sig loftleiðirnar. Það voru fuglarnir, sem byrjuðu á því að fljúga, og brautryðj- endur fluglistarinnar tóku þá til fyrir- myndar. Radíófálmarinn (radar) var fundinn upp fyrir nokkrum árum og grundvallaðist á þekkingu, sem feng- in var með nákvœmri eftirtekt á háttalagi sumra fugla. Aðailega mun leðurblakan vera fyrirmyndin. Hún notfærir sér eÖlilegan radíófálmara til þess að forðast árekstur við tré eða aðrar hindranir á næturflugi sínu. Leðurblakan gefur frá sérháhljóð.sem endurkastast og vara hana við hætt- um. Það er ástæða til að ætla, að margt megi enn þá læra af fuglunum við- víkjandi flugi, sérstaklega, á hvern hátt þeir fara að þvi að notfæra sér vindinn. Því að þekkingin á leiðum loftsins gerir fuglunum mögulegt að ferðast undraverðar vegalengdir með lágmarksáreynslu. Ef ekki væri um neinn vind að ræða, þá væri flugið algerlega vélrænt. Þá væri ekki annað en að stefna flugvélinni beint á á- kvörðunarstaðinn og lenda þar eftir fyrirfram útreiknaðan tíma. En vegna þess að vindurinn hrekur flugvélina af réttri leið, hefur myndazt heil fræðigrein í sambandi við flugið, sem gengur út á staðarákvarðanir við at- hugun himinhnatta, radíómiðanir o. fl. En þetta bendir til þess, að engin lifandi vera veit jafnmikið um vind- inn og fuglar himinsins. Vindurinn er aðalviðfangsefnið i lífi þeirra. Feröalög þeirra og flestar venjur tak- markast að miklu leyti af þvi, hvern- ig þeir geta notfært sér vindinn. Það er til dæmis augljóst mál, að bygg- ing og sköpulag fuglsins ræður mestu um það, að hve miklu leyti hann er fær um að notfæra sér vindinn. Hlut- fallið milli vængjahafs og þunga, hlut- fallið milli lengdar og breiddar, vængjaþykktin og vængjalagið, allt er þetta atriði, sem flugvélateiknarinn verður að stríða við. Með þvi að at- huga flughæfni hinna mismunandi tegunda fugla má mikið læra um öll þessi atriði. Sá fugl, sem ekki hefur sköpulag eða fjaðrir til þess að nota sér vindinn, getur ekki orðið lang- förull. En sá fugl, sem getur haldið sér uppi með hægu móti, reikar um allan hnöttinn. Því styttri sem blöðin eru á skrúfu flugvélar, því hraðara verða þau að snúast til þess að knýja flugvélin áfram með sama hraða. Hið sama gildir um skrúfublöð fugl- anna, nefnilega vængina. Kolibrífugl- inn hreyfir vængina 600 til 1000 sinn- um á mínútu, flugan 330 sinnum á sekúndu. En albatrosar og gammar með vængjahaf frá 11 til 15 fet, nota vængina ekki sem skrúfu, heldur líða oft á tíðum áfram likt og svifflugur. Ilinir sívölu vængir og sterku vöðvar villiandarinnar gera það að verkum, að hún hagar sér likt og stuttvængjuð orustuflugvél. En hið mikla vængja- yfirborð músafálkans, svarar fremur til sprengjuflugvélar, dregur úr hrað- anum, en heldur uppi meiri þunga. Akurhænan hefur sig til flugs með liraða eldiflugvélar. Hún hefur þó ekki afl til að fljúgja þannig lengi. Hún er fljót að ná sér í vissa hæð og svífur síðan á/ram, lielzt niður á móti. Hún flýgur aðeins stutt í einu vegna vængjanna, og fer aldrei langt frá heimkynnum sínum. Dúfan flýgur ekki eins hratt og hefur ekki eins inikið fyrir fluginu, en hún verður að bera vængina ótt til þess að halda sér á lofti. Þótt hún fljúgi lengra en akurhænan, kemst hún ekki i hálf- kvisti við fugla, sem hafa vel lagaða vængi til þess að bera uppi þunga án mikillar áreynslu. En hinir lang- fleygu fuglar, sem hafa þar til gerða vængi, haga ferðum sínum með hlið- sjón af vindinum og að þvi er virð- ist eru þeir vel heima um allt, sem þeim má að gagni verða. Skrítla. Hópur skólapilta beið eftir þvi á strætisvagnastæðinu, að vagninn, sem þeir ætluðu með, yrði tilbúinn. Það var gamall bíll, skallaður skrjóður, og strákarnir létu fjúka um hann ýmsar háðglósur. Bílstjórinn var eitthvað að athuga vélina og lét athugasemdir drengjanna eins og vind um eyrun þjóta. Loks leit liann upp og lagði lokið yfir vélina. —• Hvenær fer þessi hundakofi að dragnast af stað? gall i einum strákn- um. — Þegar búið er að lileypa hvolp- unum inn, svaraði bilstjórinn rólega. Pessir óska eflir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á þeim aldri, sem tilfœrður er í svigum við nöfnin: Ólafur Snjólfsson, Eyri, Ingólfsfirði, Strandasýslu, (11—13 ára drengi); Ingibjörg G. Jósafatsdóttir, Ilólavegi 14, Sauðárkróki, (13—15>; Sigrún Grimsdóttir, Saurbæ, Vatnsdal (10— 12); Ásdís Árnadóttir, Norðurgötu 31, Akureyri (12—14); Unnur Kjartans- dóttir, Mógili, Svalbarðsströnd (12— 14); Herbert Guðmundsson, Einars- nesi, Blönduósi (hefur áhuga á fri- merkjum); Laufey Guðlaugsdóttir, Sólbakka, Hellissandi, Snæfellsnesi (16—18); Líneik Guðlaugsd., sama stað, (15—17); Sæbergur Guðlaugs- son, sama stað, (13—15); Ilelga Her- mannsdóttir, Miðhúsum, Hellissandi, (16—18); Heimir B. Gislason, Fagur- lióli, Hellissandi (14—16); Ásdís R. Guðmannsdóttir, Dysjum, Garðahverfi við Hafnarfjörð (13—15); Guðbjörg Kristjánsdóttir, Heiðmörk 56, Hvera- gerði (13—16); Baldur A. Bjarnason, Sandhólum, Tjörnesi, S.-Þing. (12— 14); Kristjana Guðmundsdóttir, Höfða, j Vatnsleysuströnd, Gullbringusýslu (14 4 —16); Ingibjörg Hafliðadóttir, Skíða- ^ braut 7, Dalvík (12—14); Hannev Árnadóttir, Grundargötu 15, Dalvík ( (12—14); Filipía Jónsdóttir, Böggvi- stöðum, Dalvik, (12—14); Kristín ^ Friðriksdóttir, Grundargötu 7, Dalvik, (12—14); Sæunn Steindórsd., Karls- . braut 3, Dalvík (12—14); Klara Arn- björnsdóttir, Karls-rauðatorgi 20, Dal- vík (12—14); Guðmundur Valgeirsson, Gemlufalli, Dýrafirði (10—12); Frið- rik H. Valgeirsson, sama stað (12 — 14); Elísabet Valgeirsdóttir, s. st. (16 —18); Guðrún B. Jónsdóttir, Múla, Hvammstanga, (13—16); Svandís Jóns- dóttir, sama stað, (10—12); Sveindís Helgadóttir, Neðri-Brekku, Saurbæ, Dalasýslu, (17—25); Margrét S. Þórar- insdóttir, Sólheimum, Reyðarfirði; Sig- riður Þórarinsdóttir, s. st.; Kristbjörg Guðmundsdóttir, Vatnsdal við Petreks- fjörð, V.-Barð., (16—19); Erlendur Guðmundsson, s. st., (14—15); Ólína Guðmundsdóttir, s. st., (11—14); Hall- dóra Guðbjartsdóttir, Staðarfelli, Fells- strönd, Dalasýslu, (16—18). 146

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.