Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 8
NORRÆNA HUSIÐ Norræna húsið í Reykjavík var vígt þann 24. ágúst 1968. Þar með var opnuð fyrsta sameiginlega menningarmið- stöð sinnar tegundar á Norðurlöndum. Norræna húsið er sjálfseignarstofnun, húsið er reist og rekið af öllum Norð- urlöndunum í sameiningu. Norræna húsið lánar öllum þeim, er hug hafa á, norrænt bókasafn, lestrarsal og vinnu- herbergi. i safninu eru tæknirit og bókmenntir, auk þess eru þar norræn timarit, segulbönd og hljómplötusafn. Norræna húsið mun á komandi timum efna til námskeiða og móta, efna til hljómleika, fyrirlestra, umræðufunda, bókmennta- kynninga og sýninga, það mun miðla upplýsingum til ís- lenzkra stofnana, skóla, atvinnustétta svo og til blaða og útvarps og einnig miðla upplýsingum og áhrifum frá islandi til hinna Norðurlandanna, bæði með hjálp fjölmiðlunartækja og eftir öðrum þeim leiðum, er hentugar þykja. Forstöðu- maður hússins er Norðmaðurinn ivar Eskeland. að á botni kassans lægju aðeins nokkr- ar fjaðrir úr stokkandarvængjum, vot- ar og hálf hraktar. Þó mun blágræni liturinn á þeim liafa hrifið þessa litlu, sakleysislegu stúlku. Þetta var þá fjársjóður litlu stúlkunnar með kassann. Þegar hún hafði lagað hettu sína, tók hún aftur við kassanum, með jafnmikilli varfærni og áður, og segir með grátstafinn í hálsinum: „Þakka þér fyrir.“ Þessi einföldu þakkarorð fyrir það, sem svo lítið var, sögð eins og á stóð af svo ungu barni, snertu mig djúpt — komu mér mjög á óvart. Ég fann, að í þessum þakkarorðum lá öll hennar sál. Og mér varð á að láta mér detta í hug, hve mörg börn á aldri litlu stúlkunnar, liefðu, eins og á stóð fyr- ir henni, þakkað með þessum fornu íslenzku orðum það, sem gert væri fyrir þau, og það í svona litlu, sem mér fannst ég gera í þessu tilfelli. lietur að þau væru sem flest. — Ég held, að fullþroska maður, sem fær svona eða svipuð orð, frá hreinni og óspilltri barnssál, og finni engan yl í hjarta sínu, „sé úr skrítnum steini“. Og ég fór að hugsa um lleira, t. d. um verðmæti kassans, því sýnilegt var, að litla stúlkan bar mikla umhyggju fyrir honum. Þar hygg ég, að fyrst og fremst hafi ráðið fegurðartilfinning hennar, þrátt .fyrir að litur fjaðranna væri mjög farinn að fölna. Þetta smá- vægilega atvik, sem margir myndu telja, færði mér þó enn sönnur á forna málsháttinn, að „lítið er ungs manns gaman“, sem ég hélt að nútím- inn væri að mestu búinn að afmá. Vel má segja mér, að í litlu stúlk- unni nreð kassann — með hinum hröktu fjöðrum — búi, ef henni gefst líf og heilsa, náttúruskoðari, því ekki efast ég um, að hún færi heilshugar, og mjúkurn höndum, um náttúru landsins, hvort heldur væri hin svo- nefnda dauða náttúra eða lifandi. Og gangan hélt áfram upp Suður- götuna. Á þeirri litlu með kerruna var að sjá, sem henni kæmu þessi af- skipti mín ekkert við. Ég lagði því ekki í að bjóða henni að ýta kerrunni. Mér virtist sem hún hefði tekið það að sér og ætlaði sér að Ijúka því starfi. Nú má vera, að hér hafi verið um samkomulag að ræða, — eða, að inni- hald kassans hafi í augum þessara sak- lausu barna verið svo mikilvægt, að þeim yngri væri ekki trúandi fyrir því. Og skrúðgangan þokaðist áfram, því sönn skrúðganga var þetta, að mér frátöldum. Um kassann og innihald hans hef ég myndað mér þá skoðun, að litlu stúlkurnar hafi farið ofan að Tjörn og haft eitthvað í kassanum tif að gefa fuglunum. Svo hafi þær gengið á reka með tjörninni og tínt úr flóð- farinu fjaðrir, sem endur tjarnarinnar voru þá sem óðast að fella. Þetta er hugmynd mín, en ekki með öllu ólík- leg. Sennilegt er, að því miður sjái ég ekki aftur þessar litlu telpur, svo að cg þekki þær. Ég hef skrifað niður þessar minningar frá þessari, má ég segja, augnabliks kynningu minni og litlu stúlkunnar með kassann, til að minna mig á, að ennþá finnst þó barn, sem tekur á rnóti með Ijúfu, en lát- lausu þakklæti, fyrir það, sem það íinnur að fyrir það er gert af góðum hug, þótt smátt megi virðast í augum fjöldans. Vona ég svo að litlu stúlk- urnar, sem um getur hér að framan, rnegi varðveita sína skyfdurækni, nær- i'ærni og umhyggju lyrir því, sem þeim verður trúað fyrir í lífinu. Og þá ósk á ég bezta til handa öllum börnum þessa lands. — Lifið heilar litlu stúlk- ur. Skrifað 1965. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.