Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 21
Ný framhaldssaga. ^ Fylgizt með frá upphafi.
TARZAN dpdbró&ir.
Nóttina eftir viðureignina við apann íæddist lítill
drengur í kofanum. Saman við grát ungbarnsins bfand-
aðist öskur ljónsins og garg smáapanna í trjánum. Alice
náði sér aldrei til fulls eftir hinn hræðiiega atburð, er hún
varð að skjóta apann til að bjarga manni sínum. Hún
lifði sem í öðrum heimi og lagði nú alla sál sína í að ala
upp litla drenginn þeirra. — Stundum spurði hún mann
sinn, þegar öskur villidýranna glumdu við að næturlagi:
„Hvaða hávaði er þetta góði minn, maður fær varla
svefnfrið?" eða: „Hvers vegna sjást þjónarnir okkar
aldrei?“
Maður hennar gerði engar tilraunir til að dylja hana
sannleikans um }rað hvar þau voru og"hvernig ástæð-
urnar væru í raun og veru, en þrátt fyrir það, fannst
henni oftast, að þau væru stödd heima á Englandi. Clay-
ton þótti það að sumu leyti gott, að kona hans gerði sér
ekki fulla grein fyrir hvernig liögum þeirra var háttað,
því að þrátt fyrir allt var hún hamingjusöm og gleði
hennar yfir barninu mikil. Eigi að síður vissi hann, að
lieilsa hennar lék á blá-strái. Eina von hans var, að
skip kæmi að bjarga þeim og varð þó sú von veikari
með hverjum deginum sem leið.
í raun og veru var það þó svo, að enska stjórnin hafði
sent skip út á þessar slóðir til leitar að skipinu „Fuwalda."
Flak þess fannst fljótlega, en mannlaust með öllu. Var
því talið, að allir hefðu farizt og leitinni hætt við svo búið.
Clayton eyddi tímanum við það, að endurbæta húsið.
Hann hafði nú lokið við að þi 1 ja það í hólf og gólf og
feldir af pardusdýrum þöktu gólfið. Að utan þétti hann
allar rifur með sérstakri tegund af leir, sem hann fann
skammt frá ströndinni. Gluggatjöldin voru úr grasflétt-
um og bambus og margar hillur og skápa hafði hann
sett upp á veggina. Stöðugt hafði Clayton í huga árásir
Lífið í skóginum.
stóru apanna og annarra villidýra, og því gerði hann
allt sem traustast, bæði glugga- og dyraumbúnað. Lengi
glímdi hann við að smíða haganlega loku á hurðina og
tókst það svo vel, að sjálfur varð hann undrandi yfir því.
í hillurnar á kofaveggjunum raðaði hann bókum þeirn,
er þau hjón höfðu haft með sér. Þar á meðal voru barna-
bækur og stafrófskver, því að þau vissu að barnið þeirra
mundi ef til vill verða komið á þann aldur, að þurfa
þeirra með, áður en þau sneru heimleiðis.
Oft las hann hátt f’yrir konu sína úr bókunum þegar
kvöld var komið. Að vissu leyti voru þau hamingjusöm
þarna í einverunni, þrátt fyrir allt, og þegar þau horfðu
á litla drenginn sinn velta sér á pardusfeldinum á gólfinu,
gleymdu þau oft stað og stund. Bráðum færi hann að
læra að ganga.
Oft var Clayton að reyna að gera sér grein fyrir hvar
þau væru niðurkomin. Helzt gizkaði hann á, að þessi
staður væri einhvers staðar á vesturströnd Afríku, nálægt
miðjarðarlínu. Regntími fór í hönd, en stóð stutt og það
gladdi þau lijónin, að kofinn þeirra reyndist vel og lak
ekki dropa. Oft varð Clayton var við stóru mannapana
í skóginum kringum húsið, en hann gætti þess vel nú orð-
ið, að fara aldrei byssulaus frá heimilinu og Alice hélt
sig að mestu inni hjá barninu. Stóru villidýrin voru líka
farin að sneiða hjá þessu undarlega kofahreysi, sem sendi
þrumur út frá sér, ef þau nálguðust.
Það var tæpu ári eftir að drengurinn fæddist, að móðir
hans dó. Hún leið út af að næturlagi eins og Ijós og
Clayton var lengi að átta sig á því, er skeð hafði. Hann
klæddist og gekk út. Sólin var að rísa yfir trjátoppana,
en hann sá það varla. Hann gekk inn aftur og gleymdi að
loka hurðinni á eftir sér aldrei þessu vant. Clayton settist
við borðið, sem hann hafði smíðað á sínum tíma, en þar
lá dagbókin hans, sem hann þó jafnan geymdi í járn-
kassanum litla. Þessa dagbók hafði liann skrifað í eitt ár
og til þess að verja hana raka frumskógarins hafði hann
hana jafnan í þétturn járnkassa. Hann hafði af rælni
skrifað hana á frönsku og kemur þessi bók síðar við sögu.
Og sem hann sat þarna við borðið sitt í morgunsárinu, er
17