Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 38

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 38
vitið það öll, að sögurnar um forfeður okkar eru kallaðar ís- lendingasögur. Þáer segja frá því, þeg- ar forfeðurnir hurfu frá átthögum sínum í Noregi og víðar, fluttust til íslands og námu þar land. Þeir voru harðfengir menn, aldir upp við vopnaburð og sjómennsku. Þeir voru heiðnir og þekktu ekki kristna trú. Samt voru flestir jreirra drenglyndir menn og heiðarlegir. En trú þeirra var að mörgu leyti misk- unnarlaus og þeir töldu það yfirleitt skyldu sína að hefna grimmilega fyrir misgjörðir. Þó var þeim ekki öllum þannig far- ið. Og nú skal ég segja ykkur sögu af einum fornmanni, sem ekki vildi að sín yrði hefnt. Maður hét Ingimundur og var kall- aður hinn gamli. Hann var fæddur í Noregi og var í bardögum, þegar hann var ungur. Seinna fluttist hann til ís- lands og nam land í Vatnsdal í Húna- vatnssýslu. Það er fallegur dalur, gyrt- ur tígulegum fjöllum. Bær Ingi- mundar hét Hof. Ingimundur var mikill höfðingi, góður og friðsamur. Synir hans voru gervilegir menn, en kappsamir. Fóstbróðir Ingimundar hét Sæ- mundur og átti heima í Skagafirði. Bróðursonur Sæmundar hét Hrolleif- ur hinn mikli. Ljót hét móðir hans. Þau voru bæði mesta vandræðafólk, en Sæmundur hélt verndarhendi yfir Hrolleifi meðan hann sá sér fært, og gerði hann það vegna írændseminnar, en fornmenn voru mjög frændræknir. En svo fór að lokum, að Hrolleifur kom sér svo illa í Skagafirðinum, að hann var rekinn úr héraðinu. Sæ- mundur fór þá til Ingimundar fóst- bróður síns og bað hann taka við þeim mæðginum. Ingimundur var tregur til, en gat þó ekki neitað fóst- bróður sínum um þetta. Nú fóru þau að Hofi, en þau komu sér þar svo illa við heimilisfólkið, sérstaklega syni Ingimundar, að hann neyddist til að vísa þeim burt og setti þau niður á næsta bæ. Þeir Hrolleifur og synir Ingimund- ar stunduðu hvorir tveggja laxveiðar í Vatnsdalsá. Hrolleifur vildi aldrei þoka fyrir þeim úr ánni, og þótti þeim það illt. Eitt sinn komu húskarlar Ingi- mundar til árinnar og báðu Hrolleif að rýma fyrir þeim. Hrolleifur svaraði illu til. Þeir sögðu liann gera illa, eins vel og Ingimundur hefði reynzt hon- um. Þá varð Hrolleifur reiður og kastaði steini í einn þeirra, svo að hann féll í rot. Húskarlarnir komu heim að Hofi, þegar aðrir menn sátu að máltíð. Ingi- mundur spurði, livers vegna þeir færu svo óðslega. Þeir sögðust vera reknir úr ánni með meiðingum og illum orð- um af Hrolleiíi. Jökull Ingimundar- son var stórlyndur og bráður, enda varð hann bálreiður við þessa frétt. Ingimundur reyndi að stilla hann, en Jökull'hljóp út í skyndi og til árinn- ar. Ingimundur bað Þorstein, elzta son sinn, að fara með bræðrum sín- um, Jm að hann treysti honum bezt að stilla til friðar. Þeir Jökull og Hrolleifur skiptust fyrst á stóryrðum og skömmum og börðust síðan, og börðust bræður Jök- ids með honum. Nú kom maður heim til Hofs hlaupandi og sagði Ingimundi, að í óefni væri komið, og þeir berðust um ána þvera. Ingimundur bað að leggja á hest sinn og kvaðst mundu ríða að ánni. Hann var J>á gamall og nær blindur. Drengur var látinn fylgja honurn. Ingimundur var í blárri kápu. Dreng- urinn teymdi hestinn undir honum, og J^egar þeir koma á árbakkann, þá sjá synir hans hann. Þorsteinn bað bræður sína, eink- um Jökul, að láta undan síga, því að föður þeirra mu-ndi geðjast illa að bardaganum. Ingimundur reið fram í á og mælti: „Gakk úr ánni Hrolleifur, og hygg að livað þér hæfir.“ Og er Hrolleil'ur sá hann, skaut hann til hans með spjóti, sem kom á hann miðjan. Þegar Ingimundur fékk spjótslagið, reið hánn aftur að bakkanum og mælti: „Þú, sveinn, fylgdu mér heim!“ Hann hitti ekki sonu sína, og er Jieir komu heim var mjög liðið á kvöldið. Og Jnegar Ingimundur ætlaði af baki, þá mælti hann: 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.