Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 7
Ólafur Þorvaldsson: Litla stúlkan með kassann. ■Rk/ITér finnst ég mega til, að segja nokkur orð um litlu stúlkuna með kassann. Ég varð andvaka í nótt vegna þess að ég gerði það ekki í gær. Þótt það, sem ég ætla að segja hér frá, muni vera frá flestra sjónarmiði bæði lítið og langt frá því að vera merkilegt, þá er þó eitthvað sem kall- ar, og það kall kemur, að mér finnst, innan frá innstu og viðkvæmustu lind- um sálar rninnar. Það var í gær, sem litla stúlkan með kassann varð á vegi mínum, — eða ég á vegi hennar, þar eð hún á ekki minni rétt á veginum heldur en ég. Ég var á heimleið. Veður var hrá- slagalegt, stormur, sem gekk á með stórdropóttum krapaskúrum. Þegar ég beygði úr Vonarstræti inn á eystri gangstétt Suðurgötu, sá ég, þar eð umferð var lítil, á vestari gang- stéttinni, nokkru sunnar lieldur en ég var, tvær litlar stúlkur, og ýtti sú minni, á að gizka 4—5 ára, kerru sem barn var í, li/í,—2ja ára. Eldri telpan, að ég ætla 6—7 ára, gekk á undan kerrunni, og hélt með báðum höndum á dálitlum pappakassa. Kassa þenn- an bar litla stúlkan af svo miklum settleik og varfærni, að í honum hlaut að vera, jafnvel eitthvað nokkuð þungt, — eða þá mjög brothætt og vandmeðfarið. Þar eð ég var heldur sporadrýgri en litlu stúlkurnar, dró ég þær nokk- uð uppi, en áður en ég væri alveg á móts við þær, rak litla stúlkan með kassann upp sárt vein og grát mikinn. Ég hraðaði mér yfir götuna til þeirra, og var þá kominn smá stanz á ferða- lagið. Litla stúlkan með kassann kom þá aftur með kerrunni, lotin af sárs- auka og grét sáran. Ég sneri mér til hennar og spurði: „Meiddir þú þig?“ Hún reyndi að svara mér, þótt hún gæti það varla fyrir gráti: „Hún keyrði ofan á fótinn á mér." Þá segir sú litla, sem kerrunni ýtti, og virtist hin harðasta: „Þú þurftir ekki að vera fyrir,“ og hélt áfram að ýta sinni kerru. Ég athugaði hinn veika fót telpunnar og sá á sokknum að kerruhjólið hafði komið á hásin og hæl hennar, og skildi vel sársauka hennar. Ég reyndi að segja nokkur hughreystingarorð við liana. Og hers- ingin seig áfram á ný. Gegnum þetta áfall mætti ætla, að litla stúlkan hefði við meiðslin fleygt frá sér kassanum, í það minnsta lagt hann niður og farið að nudda meiðsl- ið. Ég hugsa, að mörgum á hennar aldri hefði orðið það á, jafnvel livað sem í kassanum hefði verið. Nei, litla stúlkan gerði það ekki, heldur hélt ávallt á kassanum af sömu varfærn- inn og sleppti aldrei af lionum liönd- um. Þetta sannfærði mig enn betur en áður um, að hér væri um eitthvað það að ræða, er hvað sem fyrir kæmi yrði að varðveita. Áður en ég skildi við telpurnar fóru aftur að falla úr loftinu stórar og kaldar rigningarslettur. Allar voru þessar telpur (eða börn, þar eð ég veit ekki hvort heldur var stúlka eða drengur í kerrunni, þó frekar telpa) vel klæddar, úlpur þeirra hlýjar og hreinar, svo og öll föt sem ég sá. Þeg- ar fyrstu stóru droparnir fóru að detta, sá ég á tilburðiun litlu stúlk- unnar með kassann, að hún vildi laga hettuna á úlpu sinni, sem hafði við allt þetta dregizt nokkuð ofan af liöfði liennar. — En hér virtist ekki vera hægt urn vik, því ég sá að hún vildi lielzt ekki sleppa, þótt ekki væri nema annarri hendi af hinum dýr- mæta kassa. Ég spyr hana því, hvort hún vilji ekki að ég haldi á kassanum, svo liún geti dregið hettu sína vel upp yfir höfuðið, og hún réttir mér kass- ann orðalaust. Ég tók mjög varlega við kassanum, því að ennþá hugði ég hann geyma nokkuð það, sem varlega yrði með að fara. Þetta var einn þess- ara venjulegu umbúðakassa, sem koma í verzlanir, um ýmsan smávarn- ing, varla meira en 10—12 þuml. á lengd, en dýpt og vídd nokkru minni. — En hvað var þetta? Mér fannst kass- inn vera tómur. Lokspeldin slöptu nokkuð niður í kassann, svo ég sá til botns. Mér varð litið betur ofan í kassann. Nei, hann var ekki alveg tórnur. Hvað lialdið þið svo að hafi verið í kassanum, sem verðskuldaði alla þá varfærni og umhyggju, sem litla stúlkan, sem bar hann, sýndi í öllu atferli sínu gagnvart honum? Mér hefði seinast komið til hugar 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.