Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 18

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 18
Eflir því sem konungurinn hafði fleiri störfum að sinna og varð mikil- vægari fyrir samfélagið, varð hann að hafa fleiri þjónustumenn sér til að- stoðar. í fyrstu voru ekki til neinir peningar svo bændurnir urðu að greiða skatta sína til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins með korni, mat- vælum eða nautpeningi. Konungurinn varð að halda nokk- urs kopar birgðaskrár yfir það sem safnaðist fyrir í ríkisfjárgeymslunni, og hann þurfti einnig að koma ýms- um skilaboðum til þegna sinna. Ef til vill hafa þessar þarfir orðið til þess að skrifletur myndaðist. Fyrst í stað var skriftin táknmál með litlum myndum. Síðar fengu þessar myndir víðtækara gildi. T. d. mynd af fót- leggjum gat þýtt fætur, eða mann á ferð, hlaupandi eða í kyrrstöðu. Smátt og smátt þróaðist myndatáknmálið yfir í merkjakerfi fyrir margvísleg orð. Á mynd á blaðsíðu 13 sést skrifari að starfi. Hann notar beittan hnífs- odd til þess að rista merki í mjúka leirtöflu. Töflurnar voru síðan þurrk- aðar í sólinni og afhentar sendiboð- um konungs. Hvernig er slökkt í brennandi olíu? Ef eldurinn er ekki mjög umfangs- mikill, er bezt að kæfa hann með votri dulu eða ábreiðu, liún kæfir og bægir loftinu frá, svo að eldurinn dofnar, og verður þá auðveldara að slökkva hann alveg. í handslökkvi- tækjum eru venjulega tvö efni, er blandast saman, þegar tækið er notað. Við það myndast froða, er orkar á svipaðan hátt og vota dulan: bægir loftinu frá eldinum, þannig að hann dreþst úr súrefnisskorti. Hvernig stendur á bláleita logan- um, sem stundum sést yfir glæðum? Þessi logi er brennandi kolsýringur. Innan í glæðunum er lítið um súr- efni, og myndast því kolsýringur við brunann. Hann er heitur og leitar upp á við, en í andrúmsloftinu er nóg súrefni, og þessu súrefni samein- ast hann, þegar hann kemur upp úr glæðunum: sýringurinn brennur og myndar kolsýru. ▼ Getur eldur kviknað „af sjálfum sér?“ Já, það getur hæglega gerzt. Skil- yrði eru þau, að efnið, sem um ræðir, Myndin sýnir innréttingu húsa þeirra, sem búið var í. Að þeim lá opinn garður og á svölum voru dyr til íbúðarherbergja. hafi lágan íkveikjuhita og að samein- ing þess við súrefni loftsins eigi sér stað í einhverjum rnæli við þann liita, sem er í því. Tuskur, sem vættar eru í olíu, eru varasamar að þessu leyti. Kolefnið og vetnið í olíunni eru gjörn á að sameinast súrefni loftsins, svo að sú sameining á sér að einhverju stað við venjulegan stofuhita. Að vísu fer hún afar hægt og leysir því ekki nema lítinn varma, en tuskurnar ein- angra vel, svo að hitinn liækkar smám saman og kemst að Jokum upp í íkveikjuhita, og þá er ekki að sökum að spyrja. Af þessari ástæðu er hættu- legt að skilja olíutusku eftir í hrúgu, og hafa stundum orðið slys af þeim sökum. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.