Æskan - 01.01.1969, Side 18
Eflir því sem konungurinn hafði
fleiri störfum að sinna og varð mikil-
vægari fyrir samfélagið, varð hann að
hafa fleiri þjónustumenn sér til að-
stoðar. í fyrstu voru ekki til neinir
peningar svo bændurnir urðu að
greiða skatta sína til sameiginlegra
þarfa þjóðfélagsins með korni, mat-
vælum eða nautpeningi.
Konungurinn varð að halda nokk-
urs kopar birgðaskrár yfir það sem
safnaðist fyrir í ríkisfjárgeymslunni,
og hann þurfti einnig að koma ýms-
um skilaboðum til þegna sinna.
Ef til vill hafa þessar þarfir orðið
til þess að skrifletur myndaðist. Fyrst
í stað var skriftin táknmál með litlum
myndum. Síðar fengu þessar myndir
víðtækara gildi. T. d. mynd af fót-
leggjum gat þýtt fætur, eða mann á
ferð, hlaupandi eða í kyrrstöðu. Smátt
og smátt þróaðist myndatáknmálið
yfir í merkjakerfi fyrir margvísleg orð.
Á mynd á blaðsíðu 13 sést skrifari
að starfi. Hann notar beittan hnífs-
odd til þess að rista merki í mjúka
leirtöflu. Töflurnar voru síðan þurrk-
aðar í sólinni og afhentar sendiboð-
um konungs.
Hvernig er slökkt í brennandi olíu?
Ef eldurinn er ekki mjög umfangs-
mikill, er bezt að kæfa hann með
votri dulu eða ábreiðu, liún kæfir og
bægir loftinu frá, svo að eldurinn
dofnar, og verður þá auðveldara að
slökkva hann alveg. í handslökkvi-
tækjum eru venjulega tvö efni, er
blandast saman, þegar tækið er notað.
Við það myndast froða, er orkar á
svipaðan hátt og vota dulan: bægir
loftinu frá eldinum, þannig að hann
dreþst úr súrefnisskorti.
Hvernig stendur á bláleita logan-
um, sem stundum sést yfir glæðum?
Þessi logi er brennandi kolsýringur.
Innan í glæðunum er lítið um súr-
efni, og myndast því kolsýringur við
brunann. Hann er heitur og leitar
upp á við, en í andrúmsloftinu er
nóg súrefni, og þessu súrefni samein-
ast hann, þegar hann kemur upp úr
glæðunum: sýringurinn brennur og
myndar kolsýru.
▼
Getur eldur kviknað „af sjálfum
sér?“ Já, það getur hæglega gerzt. Skil-
yrði eru þau, að efnið, sem um ræðir,
Myndin sýnir innréttingu húsa þeirra, sem
búið var í. Að þeim lá opinn garður og á
svölum voru dyr til íbúðarherbergja.
hafi lágan íkveikjuhita og að samein-
ing þess við súrefni loftsins eigi sér
stað í einhverjum rnæli við þann liita,
sem er í því. Tuskur, sem vættar eru
í olíu, eru varasamar að þessu leyti.
Kolefnið og vetnið í olíunni eru gjörn
á að sameinast súrefni loftsins, svo
að sú sameining á sér að einhverju
stað við venjulegan stofuhita. Að vísu
fer hún afar hægt og leysir því ekki
nema lítinn varma, en tuskurnar ein-
angra vel, svo að hitinn liækkar smám
saman og kemst að Jokum upp í
íkveikjuhita, og þá er ekki að sökum
að spyrja. Af þessari ástæðu er hættu-
legt að skilja olíutusku eftir í hrúgu,
og hafa stundum orðið slys af þeim
sökum.
14