Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 15

Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 15
með litla leðurtösku, læsta, sem þeir bártt undir vinstri hendi og lá burðarólin yfir hægri öxl. Áratugum saman voru bréfin í þessum töskum landpóstanna sjaldan fleiri en 30—40 í mesta lagi upp undir hundrað milli póststöðva. En er árin liðu og menn komust upp á lagið með að nota sér póstþjónustuna, fóru þó sumir póstanna að nota tvær töskur, sína undir hvorri hönd. Þá er allsnemma farið að tala um póstpoka. Má vel vera, að þeir hafi líka verið bornir í fyrstu, því að í þann tíð var ekki hlífzt við að treysta á burðarþol manna. Báru sumir póstar 50—60 pund langar leiðir. Smám saman óx svo póstflutningurinn það mikið, að notuð var ein skrína. Má ætla, að hún hafi fremur verið flutt á hesti en borin á bakinu. Og vafalaust hefur þurft áburðarhest og þá einnig reiðhest, eftir að skrínurnar urðu tvær. Má álíta að einn áburðarhestur hafi nægt til fleslra ferðanna á aðalleiðum nokkuð langt fram á 19. öldina. En með fengnu frelsi og stjórnarskrá 1874, fjölgun námsbóka og aukinni útgáfu blaða, tíðinda og skýrslna um og eftir 1880 óx mjög flutningurinn, svo að nær árlega varð að lengja póstlestina. Þegar leið að alda- mótum nægði ekki minna en 6—12 hestar í lest á lengstu póstleiðunum. Alþingistíðindin urðu fljótt „þyngsti bagg- inn“ og allt að 19 liesta í lest hafði Hannes póstur á austurleið, þegar flestir voru. Póstskrínurnar voru vel og vandlega smíðaðar og vatns- heldar þurftu þær að vera, því að oft var farið yfir djúpar ár. Þær tóku um 20 kg af pósti. Fyrsti póstvagninn, sem hér var notaður, var fjórhjólað- ur, en með mjóum gjörðum, sem skárust ofan í misjafna vegi, þótt léttur væri í drætti á góðum og hörðum vegi. Yfirbyggður var hann með blæjum til skjóls og rúmaði hann 4—5 menn ásamt allmiklum farangri. Fyrir honum gengu tveir hestar í senn og var skipt um hesta í Ölfusinu. Þorsteinn J. Davíðsson átti þennan fyrsta póstvagn og fór hann fyrstu ferðina frá Reykjavík austur um sveitir 17. júní árið 1900. Var þá liægt að aka austur að Ægissíðu. Fargjald þangað var þá kr. 5,00 fyrir manninn. Þegar síðasti landpósturinn hætti ferðum sínum á þess- ari leið austur fyrir fjall, voru vagnarnir orðnir 4 eða 5 talsins. Þá var komið fram um 1920 og bílaöldin að renna upp. Nokkur ár enn héldu þó landpóstar áfrarn ferðum, einkum að vetrarlagi, þegar bílar áttu erfitt með ferðir vegna snjóalaga. Síðast komu svo flugvélarnar inn á vett- vang póstflulninganna. Ný frímerki. Nýtt íslenzkt frímerki var gefið út 1. desember s. I. í til- efni þess að hálf öld var þá liðin frá því að ísland varð fullvalda ríki. Frímerkið er í tveimur vcrðgildum, fjögurra króna og er það merki rautt og 50 króna ínerki sem er í brún- um lit. 1.DESEM BER 1918 A c > JÓN MAGNUSSON™ ÍSLAND 50kr Frímerki ]>að, sem nú kemur út, er gefið út i tilefni þcss, að hálf öld er liðin frá því ísland varð fullvalda riki. Hinn 1. desemher 1918 gengu sambandslögin i gildi, en sam- kvæmt þeim varð ísland frjálst og fullvalda ríki i konungssam- bandi við Danmörku, en sú skipan hélzt til 1944 er landið varð lýðveldi. Myndin á frimerkinu er af Jóni Magnússyni, sem var for- sætisráðherra þegar samhands- lögin voru sett og átti manna mestan þátt i að samkomulag náðist um þau milli Dana og íslendinga. Jón Magnússon fæddisl 16. janúar 1859. Hann lauk laga- prófi 1891 og var sama ár skip- aður sýslumaður í Vestmanna- eyjum. Hann varð skrifstofu- stjóri í Stjórnarráðinu 1904 og bæjarfógeti i Reykjavik 1908. Forsætis- dóms- og kirkjumála- ráðlierra var hann 1917 til 1922 og aftur 1924 til dauðadags 23. júní 1926. Alþingismaður var hann 1902 —1919 og 1922—1926. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.