Æskan - 01.01.1969, Blaðsíða 51
ÞRJÁR NÝJAR
BARNASTÚKUR
STOFNAÐAR
Síðari hluta októbermánaSar l'erðaðist
Eiríkur Sigui’ðsson, erindreki Stórstúku
íslands, um Vestfirði. Hafði hann bindind-
isfræðslu í 14 skólum, heimsótti 10 barna-
stúkur og endurvakti sumar þeirra. Þá
mætti hann á umdæmisstúkuþingi á ísa-
firði og fiutti þar erindi.
Eftirtaldar barnastúkur, sem störfuðu
ekki reglulcga siðastliðið ár, taka nú aft-
ur til starfa í vetur, sumar með nýjum
gæzlumönnum: Haustrós nr. 123, Hnífsdal,
Harpa nr. 67, Flateyri, og Eyrarlilja nr.
30, Þingeyri.
Þá endurvakti erindrekinn eftirtaldar
þrjár barnastúkur með nýjum gæzlumönn-
um: Vorboðann nr. 108, Bíldudal, Geisla
nr. 104, Tálknafirði, og Björgu nr. 70,
Patreksfirði.
f nóvembermánuði fcrðaðist erindrek-
inn töluvert um Norðurland. Hafði hann
þar bindindisfræðslu i 12 skólum og heim-
sótti margar barnastúkur. Tókst honum i
þeirri ferð að endurvekja þrjár barnastúk-
ur með nýjum gæzlumönnum, en það cru
stúkurnar Norðurljósið nr. 115, Raufar-
höfn, Vetrarblómið nr. 121, Hvammstanga,
og Maíblómið nr. 154, Blönduósi. Tvær
þeirra, stúkurnar á Hvammstanga og Rauf-
arhöfn, iiafa eklti starfað reglulega siðast-
liðin tvö ár. en stúkan á Blönduósi hefur
verið starfslaus mun lengur.
Rómar erindrekinn mjög alúðlegar mót-
tökur Vestfirðinga og Norðlendinga.
Þá höfum við einnig þær ánægjulegu
fregnir að færa, að stórgæzlumaður, Sig-
urður Gunnarsson, stofnaði þrjár nýjar
barnastúkur í nóvember.
Sú fyrsta var stofnuð i Miðbæjarskólan-
um í Reykjavik. Gæzlumenn liennar eru
kennararnir Hjálmar Guðmundsson og
Margrét Guömundsdóttir.
Önnur stúkan var stofnuð i Álftamýrar-
skólanum i Reykjavik og eru gæzlumenn
hennar kennararnir Freyja Jóhannsdóttir
og Sigríður Ragna Sigurðardóttir.
Þriðja stúkan var stofnuð i barnaskól-
anum á Hellu i Rangárvallasýslu. Fyrsti
gæzlumaður liennar er Ólöf Jónsdóttir,
kennari og prestsfrú i Odda. Björn Stcf-
ánsson, erindreki, undirbjó stofnun þeirr-
ar stúku.
Allar hafa þessar stúkur fasta fundar-
staði í skólunum mcð vinsamlegu sám-
þykki viðkomandi skólastjóra.
Við bjóðum hinar nýju stúkur innilega
velkomnar til starfa undir merkjum Ungl-
ingareglunnar og flytjum þeim hjartan-
legar framtiðaróskir.
Frá Reykjavík.
Ef þú leggur andvirði eins
sígarettupakka á dag inn í bankabók,
þá átt þú næga peninga fyrir ferð
til útlanda, jafnvel fyrir tvo, eftir
eitt ár, eða nýjum bíl
eftir 10 ár.
3teíMS3IE>S
1
47
snáie