Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1969, Qupperneq 5

Æskan - 01.03.1969, Qupperneq 5
Þorkell, Reidar Lunde, ritstjóri „Aftenposten" og Emil. Noregur kvaddur á flugvellinum í Osló. stóíSst mcð prýði átökin við hafis og óveður heimskauta- svæðanna. Síðar notuðu heimskautafararnir Roald Amund- sen og Otto Sverdrup Fram til heimskautaferða. Niðri í skipinu eru áhöld og tæki, sem þeir Nansen og skipsmenn hans notuðu í hinni frækilegu ferð norður í liöf. Á þeim tímum er ferðin var farin, var ekki loftskeytatækni fyrir að fara og enginn vissi um skipið frá því það fór frá Nor- egi þar til það skilaði sér aftur að löngum tíma liðnum. Drengirnir fóru niður i forðageymslu skipsins og niður í vélarrúm, en að því húnu kvöddu þeir Fram og liéldu á vit nýrra ævintýra. Næst fóru þeir á Norska sjóminja- safnið. Þarna gaf að lita ýmsa hluti frá norskri siglinga- sögu, en eins og allir vita eru Norðmenn miklir sæfarar og liafa verið frá þvi sögur hófust. Þó flestir teldu fyrir- hugaða ferð Thor Heyerdalils og félaga hans á fleka yfir Kyrrahaf liið mesta glapræði og feigðarför, sem ekki gæti endað með öðru en ósköpum, létu Tlior og menn hans ekki liugfallast. Þeir söfnuðu balsaviði í skógum Perú og fluttu til strandar. Tlior Heyerdahl, sem sjálfur er forn- leifafræðingur og mannfræðingur, hafði liomizt á þá skoð- un, að Kyrrahafseyjar hefðu. liyggzt frá Suður-Ameriku og fólkið siglt þangað á frumstæðum flekum. Hann skipu- lagði jiessa ferð og fór liana til þess að sanna kenningu sína. Flekinn, sem hlaut nafnið Kon-Tiki, var smiðaður og úthúinn að öllu leyti eins og Tlior Heyerdalil liafði komizt að með rannsóknum að slikir flekar hefðu litið út í fornöld. För Kon-Tiki ]>vert yfir Kyrrahaf þótti af- rek ekki ósvipað því, er Nansen sigldi Fram norður i höl'. Þeir Þorkell og Emil urðu furðu lostnir, er þeir komu inn í Kon-Tiki safnið. Þeir sáu flekann, scm flutlur hafði verið heim til Noregs í heiiu lagi og komið þar fyrir, og þeir sáu allan útbúnaðinn, sem þar var um horð. Undir flekanum er komið fyrir sýningu á flestum þeim fisk- tegundum er Heyerdahl og menn hans urðu varir við á leiðinni yfir Kyrrahafið, og þar ber mest á risahákarli, sem lengi vel fylgdi þeim eftir. Þarna voru einnig margar ljósmyndir. Þær sögðu sina sögu allt frá því að fleka- smíðin iiófst þár til komið var að landi á suðurliafseyju liandan Kyrrahafs. Þeir sáu einnig daghók Thor Heyer- dalils, sem er færð á ensku. Bókin stendur opin þannig að opna, sem skráð er i landtaka eftir langa sjóferð yfir þvert Kyrrahaf, blasir við augum. Þeir Þorkell og Emil hétu þvi háðir að útvega sér hókina Kon-Tiki og lesa vandlega eftir að þeir kæmu heim til ísiands. Ýmislegt var fleira að sjá á Bygdöy, meðal annars gömlu vikinga- skipin. Því miður var sá safnskáli ekki opinn, en þeir sáu Ásubergsskipið, það heillcgasta, sem fundizt liefur. Talið er, að þessi skip séu frá niundu öld. Þeir fjórmenningarnir ákváðu nú eftir að hafa séð skip og fleka að fara sjóleiðina inn lil borgarinnar. Rétt við Fram-húsið var hryggja og þangað héldu þeir, enda leið ekki á löngu þar til fcrjan kom. Á leiðinni upp i Peter- víkina, en þar stendur liið fræga Ráðhús Oslóarborgar, sögðu Sveinn og Grímur piltunum ýmislegt um skipin og um það, sem þeir sáu frá liöfninni, og þeim fannst báts- ferðin allt of stutt. Brátt var lagzt að bryggju og þeir hröðuðu sér upp að járnbrautarstöðinni til að ná sér í híl. Þeir voru komnir hálfa leið upp eftir, er á móti þeim kom maður mikill á velli. Þeim til hinnar mestu undrunar og jafnframt gleði hittu þeir þarna aftur Reidar Lunde ritstjóra Aftenposten. Hann sagði þeim, að þau lijónin hefðu farið út úr borginni kvöldið áður til að lialda upp á afmæli frúarinnar og nú var hann sem sagt á leið til skrifstofunnar. Þarna uiðu fagnaðarfundir svo sem geta má nærri, og Reidar Lunde þurfti margs að spyrja úr ferðinni til Voss. Nú var komið að kvöldi síðasta dagsins í Osló og að- eins eftir að fara í búðir og luiupa sér eittlivað til minn- ingar um ferðina. Það gekk hæði fijótt og vel, því margt var á hoðstóium og endirinn varð sá, að háðir drengirnir keyptu seglskip auk annars, er þeir ætluðu að gefa syst- kinum, frændum og vinum, er heim kæmi. Þessi ævintýra- lega ferð lil Noregs og um Noreg var á enda. Þotan Gull- faxi skilaði þeim lieim til íslands á lítið lengri tíma en það tók að fljúga til Noregs á útleiðinni, og heim komu ferðalangarnir glaðir og ánægðir en dálitið þreyttir eftir ævintýraferð, sem myndi geymast i hugskoti þeirra ævi- Sveinn Sæmundsson. 121

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.