Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1969, Blaðsíða 32

Æskan - 01.03.1969, Blaðsíða 32
Steinunn Karlsdóttir: IiStína Jer tiL 8. KAFLI Daginn eítir var veðrið jafnvel ennþá fallegra en dag- inn áður. Það hafði rignt um nóttina og nú glitruðu daggardroparnir í grænu birkilaufinu. Stúlkurnar byrj- uðu daginn með því að fá sér bað í volgu vatninu. „Ó, hvað þetta er hressandi,“ kallaði Lísa til hinna, sem voru rétt að skreiðast út úr tjaldinu. Skömmu seinna voru þær líka komnar út í vatnið. Þær fóru í kappsund yfir vatnið og bar Stína sigur úr býtum. Því brá Karli heklur en ekki, þegar hann stuttu seinna staidaðist hálf- sofandi út úr tjaldinu og sá stúlkurnar vera að sóla sig hinum megin við vatnið. Hann kallaði til þeirra, en þær heyrðu víst ekki til hans, því að þær gengu inn í skóginn. Eftir stundarfjórðung syntu þær yfir aftur, og þá barst að vitum þeirra ilmandi kókólykt. Þær stóðu þarna svo hríðskjálfandi, að Ámunda varð dauðskelkuð og dreif þær inn í tjaldið og niður í svefnpokana, og síðan fengu þær brennheitt kókó til að ylja sér við. Eftir hádegið var lagt af stað. í þetta sinn var förinni heitið til Hastings, sem er nokkru stærri en Folkstone. I>ar var höfð stutt viðdvöl, en síðan var haldið til Brigh- ton. Þangað var þriggja stunda akstur, en þar ætluðu þau að eyða deginum og halda síðan til London um kvöldið. Klukkan var orðin þrjú, þegar þau komu til Brighton. Svo heppilega vildi til, að sirkusflokkur var staddur í bænum um þessar mundir, og stúlkurnar vildu óðar og uppvægar fara þangað. Það varð úr, að stúlkurnar fóru á sýninguna, en þau Karl og Ámunda fóru að hitta kunningja sína. María keypti miða fyrir þær á fyrsta bekk og settust þær þar fullar eftirvæntingar. Þarna voru mörg skemmtileg atriði, en skemmtilegast af þeim öllum voru þó trúðarnir. Þeir léku alls konar skrípalæti, steyptu sér kollhnís og þvældust hver fyrir öðrum. Stína grét af hlátri og sama gerðu þær María og Lísa. Áður en næsta atriði byrjaði, var Lísa búin að ákveða að verða trúður, er hún yrði stór. Tilkomumesta atriðið, að dómi Stínu, voru fílarnir. Þessar stóru skepnur þrömmuðu inn á sviðið, svo að allt lék á reiðiskjálfi, þeir stóðu upp á framfæturna, gengu á mjóum slám og sitthvað fleira. Þegar sýningunni var lokið, fannst Lísa hvergi. „Hún hlýtur að hafa farið að kaupa sér eitthvað sæl- gæti, hún er svo mikill sælkeri,“ sagði María. „Ég vona það,“ mælti Stína. Þær fóru til sælgætisbúð- arinnar, sem var rétt utan við sirkustjöldin, en ekki var hún þar. „Við skulum fara til mömrnu og pabba og gá, hvort hún hefur ekki komið þangað," sagði María. „Annars þykir mér ólíklegt, að hún hafi farið án þess að láta okkur vita.“ Þær hlupu þangað sem Ámunda og Karl voru, en ekki hafði Lísa sézt þar, þær fóru því aftur til sirkustjald- anna og spurðust fyrir um hana, allir hristu höfuðið og svöruðu neitandi nerna lítil stúlka, sem varð á vegi þeirra. Hún benti í áttina að einum vagninum og sagði, að stúlka hefði farið inn í þennan vagn. Þetta var auðsjáan- lega vagn trúðanna, því að stór mynd af trúði var fest utan á hann. Stúlkurnar flýttu sér að vagninum, því að þær voru orðnar mjög áhyggjufullar út af Lísu. Þær gægðust inn um gluggann og sáu nokkra menn sitja á stólum, en einn mannanna virtist vera miklu minni en hinir og þar að auki var hann í trúðabúningi og stóð fyrir framan spegilinn og athugaði sig gaumgæfilega. María barði á dyrnar, og þá var kallað til hennar að koma bara beint inn. Stúlkurnar opnuðu dyrnar og litu í kringum sig, en ekki sáu þær Lísu. Þeim fannst þó trúðurinn eitthvað undarlegur. Þær spurðu mennina, hvort þeir hefðu séð stúlku og lýstu henni nákvæmlega. Mennirnir litu hver til annars og kímdu. Síðan horfðu þeir á trúðinn, sem var eitthvað grunsamlegur og leit niður fyrir sig. María þreif af honum hattinn. „Lísa!“ hrópaði hún. „Hvað ertu eiginlega að gera liér og það í þessum búningi?" Lísa gat ekki stillt sig lengur og fór að hágráta. „É-ég ætlaði að fara með þeim og gerast trúður," snökti hún. „Og hvað með okkur hin? Hugsaðu um mömrnu og pabba, hvað þau hefðu orðið hrædd um þig.“ „Ég hugsaði ekkert út í það, en ég ætlaði að skrifa þeim, þegar vagnarnir væru komnir af stað,“ sagði Lísa og saug upp í nefið. „En lofið mér því nú að segja ekki mömmu og pabba frá þessu.“ „Við skulum ekki segja þeim neitt, en þú verður að lofa að gera þetta ekki aftur,“ sagði María og var nú dálítið mildari. „En nú eru pabbi og mamma örugglega farin að bíða eftir okkur og við skulurn flýta okkur heirn." Lísa kvaddi alla mennina með handabandi og leit á 148
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.