Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1969, Qupperneq 6

Æskan - 01.03.1969, Qupperneq 6
Fyrsta sjóferð SINDBAÐS Þegar kalífinn Harún al-Rashid ríkti í Bag- dað-borg, bjó þar fátækur daglaunamaður, Hindbað að nafni. Hann vann daginn út og dag- inn inn við alls konar störf, og oft var hann ör- þreyttur að loknu dagsverki. Eitt sinn, þegar hann var að bera þunga byrði frá einum borgarhluta til annars, hvíldi hann sig nálægt húsi einu, skraut- lega byggðu. Og sem hann sat þarna í skugganum og lét þreytuna líða úr bakinu, fann hann ilmandi steikarlykt leggja út um glugga hússins, og þar að auki heyrði hann óm af fögrum hljóðfæraslætti. Hindbað varð nú forvitinn og langaði til þess að vita, hvaða höfðingi byggi í þessu ríkmannlega húsi. Hann gekk upp að útidyrunum og spurði þjón einn, sem þar var, hver væri húseigandinn. „Hvað er þetta!" sagði þjónninn. „Ert þú ekki Bagdaðbúi? Ég hélt nú, að allir þekktu hann Sind- bað sæfara, sem siglt hefur um öll heimsins höf og ratað í hin ótrúlegustu ævintýri." Jú, nú rann upp ljós fyrir daglaunamanninum. Víst hafði hann heyrt Sindbaðs getið og allra þeirra auðæfa, sem hann hafði komið með heim til Bag- dað úr ferðum sínum. Hann gekk hægt til baka að bagga sínum. Hugur hans var í uppnámi. Hann bar saman kjör sín og Sindbaðs, þessa ríka manns, sem baðaði í rósum. Hann stappaði niður fótum sínum og reif í klæði sín og hrópaði: „Skapari minn góður! Hvers á ég að gjalda, að slíkur munur þurfi að vera á kjörum mínum og þessa auðmanns?" Eitthvað fleira hrópaði daglaunamaðurinn þarna í öngum sínum, en þá kom til hans vel búinn þjónn úr húsi Sindbaðs og sagði honum, að hús- bóndinn vildi finna hann. Síðan fylgdi þjónninn honum inn í stóran forsal, en þar sátu margir menn við stórt velbúið matborð, og í öndvegi sat virðulegur eldri maður með hvítt alskegg. Að baki honum stóðu nokkrir þjónar reiðubúnir að hlýða öllum hans óskum. Hindbað daglaunamaður varð feiminn mitt í allri þessari dýrð, en Sindbað gaf honum bendingu um að koma til sín og bauð honum að setjast við hlið sér við matborðið. „Ég lieyrði allt, sem þú talaðir þarna úti á göt- unni,“ sagði hann. „En það er misskilningur hjá þér, ef þú heldur, að Guð hafi lagt allan þennan auð upp í hendur mér, án þess að ég hafi þurft nokkuð fyrir því að hafa. Og nú skal ég segja þér ágrip af sögu minni: 122 j

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.