Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1969, Side 8

Æskan - 01.03.1969, Side 8
VILLI ferðalangur og fíllinn hans. Þegar Miguel hafði sýnt Villa og Hannibal það mark- verðasta í borginni La Paz, bauðst hann til þess að keyra þá yfir bólivísku landamærin yfir í nágranna- landið Chile. Snemma næsta morgun fóru Miguel og Villi á stúf- ana að kaupa nýja ávexti og matvörur á markaðstorg- inu, og eftir að þeir höfðu komið Hannibal litla vel og örugglega fyrir aftan á bílnum, var lagt af stað í ferðina til Chile. Nokkrum mílum fyrir utan borgina komu þeir út af steinsteyptu vegunum og urðu nú að aka um holótta og grýtta stíga, svo að Miguel varð að viðhafa mikla aðgæzlu á veginum til þess að skemma ekki bílinn. ,,Það er mikið af vegunum í Bólivíu sem ekki eru steinsteyptir," sagði Miguel við Villa meðan hann var að sneiða framhjá djúpum holum í veginum. „Þetta á einkum við um fjallvegina, þar sem mikið regn og jarðskriður valda því að erfitt er að halda vegunum í góðu lagi.“ En Villa fannst þeir fara sæmilega hratt yfir, þrátt fyrir allan hristinginn og vonaði bara að vel færi um Hannibal. Þeir fóru í gegnum mörg þorp á leiðinni, þar sem börnin veifuðu þeim og bentu á Hannibal með undrun, en hann sat hinn kátasti og veifaði á móti til barnanna með rananum. Um hádegisbilið stanzaði Miguel bílinn, til þess að þeir gætu fengið sér eitthvað að snæða. Meðan á því stóð veitti Villi því athygli að margar bólivískar kon- ur voru við erfiðisvinnu úti á byggakri. Þær hjuggu kornstönglanna með stórri sigð og þegar þær höfðu tekið fangið fullt af byggstönglunum báru þær þá til hliðar til þurrkunar í sólskininu. „Þegar kornið hefur verið þreskt, held ég að bænd- urnir noti stráin til þess að leggja á húsþökin hjá sér til hlýinda,“ sagði Miguel. Villi og Miguel veifuðu til einnar konunnar, en Hannibal hafði allan hugann við ávaxtakassann sem Miguel var að opna. Honum fannst að vinir hans ættu að sýna matnum meiri áhuga en umhverfinu, — ekkert væri eins mikilvægt eins og að fá sér að borða! „Við megum ekki tefja lengi,“ sagði Miguel. „Leiðin frá La Paz til Arica er yfir 300 mílur, og við eigum langan veg eftir.“ > Villi og Miguel veifuðu til konunnar sem var að vinna á akrinum, en Hannibal beindi öllum áhuga sínum aö nýju ávöxtunum. 124

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.