Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1969, Page 10

Æskan - 01.03.1969, Page 10
♦ JEvintýri og sögur, frá ýmsum löndum. ♦ Það var einu sinni prinsessa. Hún var svo fríð, að hundarnir á götunni ætluðu alveg að horfa úr sér augun, þegar hún fór fram hjá, og gamli presturinn, sem ekki þótti sérlega næmur fyrir kvenlegri fegurð, fór meira að segja að þurrka gleraugun sín og sagði: „Hvert þó í heitasta!" Því miður vissi prinsessan vel, hve fríð hún var. í níu stundir sat hún dag hvern fyrir framan spegilinn og horfði og horfði og horfði, svo að flestum ofbauð. Hinn tímann notaði hún til að skipta um föt. Sífellt var hún að fá sér ný föt, þótt til væru 136 kjólar og 1278 hattar og svo mikið af skóm, að byggja varð sérstaka skógeymslu við höllina. Þetta var orðið skelfilegt ástand og foreldrarnir mjög áhyggjufullir út af því. „Ósköp er þetta orðið hégómlegt," sagði konungurinn. „Við verðum að gera eitthvað." „Talaðu við hana,“ stundi drottningin. Konungurinn fór þvi upp til dóttur sinnar. Þar sat hún með allt fullt af grænum höttum í kringum sig, sem hún var þá að máta. „Og siturðu enn fyrir framan spegilinn?" spurði konungurinn. „Ég verð að velja mér fallegan, grænan hatt,“ sagði prinsessan, „en allir þessir grænu litir eru ljótir. Ég finn ekki rétta græna litinn, sem mig vantar.“ „Barnið mitt,“ sagði konungurinn, „hættu nú þessu hattatilstandi. Taktu heldur í slaghörpuna eða leystu úr nokkrum reikningsdæmum. Gerðu að minnsta kosti eitthvað gagnlegt." „Ég má ekki vera að því, ég verð að fá hattana fyrst," sagði prinsessan. Þá varð konungurinn fokvondur, fleygði speglinum í gólfið, svo að hann mölbrotnaði, og hrópaði: „Svona, farðu nú út og fáðu þér klukkustundar göngu út í skóginn. Engan mótþróa, út með þig strax!“ Nú þorði prinsessan fríða ekki að mótmæla lengur, en fór út hrædd og niðurlút. Hún fór út í skóginn þangað til hún kom að dálítilli tjörn. Þar stanzaði hún. „Hæ!“ hrópaði prinsessan. „Vatn! Nú hef ég aftur spegil.“ Hún beygði sig áfram til að sjá sig í vatninu, en froskarnir í því ýfðu svo yfirborðið, að ekki var hægt að spegla sig í því. Annie M, Smidt: ^f-roókcL- kóngurinn. Fyrir dyrum stendur nú gift- j ing hinnar írægu Nancy Sinatra. í Þetta mun verða í annað skipti, 1 sem hún gengur í hjónaband. I Væntaniegur eiginmaður er j kvikmyndastjórinn Jack Haley j í Hollywood. »J«—uu—uii—mi—un—iiii—iiii—iiii—iiii—iiii—nii—mii——nn—H» « Guli kafbáturinn Nýjasta kvikmynd Bítlanna ber sama nafn og velþekkt lag, sem þeir hafa samið og sungið inn á plötu, það er „Guli kaf- báturinn." Um síðustu áramót hófust sýningar á þessari mynd í kvikmyndahúsum í Kaup- mannahöfn, og hlaut myndin mjög góða dóma í flestum blöð- um borgarinnar. Gagnrýnendur segja, að þessi kvikmynd sé mjög góð dægrastytting í heimi, þar sem ekki er of mikið af glaðværð, því myndin sé ævin- týramynd og hljóti því að vera kærkomin öllum þeim, sem kunna að njóta skemmtilegra ævintýra. Hingað til lands mun myndin koma næsta haust. 126

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.