Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1969, Side 12

Æskan - 01.03.1969, Side 12
Hún hélt út í skóg til tjarnarinnar og kallaði: „Froskakóngur!" En hún fékk ekkert svar. Allir froskar földu sig og kóngurinn líka. „Góði Froskakóngur, vertu nú svo góður að gera mig aftur eðlilega,“ bað prinsessan af öllu hjarta. Ekkert svar. „Breyttu mér þá heldur alveg í lrosk,“ bað hún enn grátandi. „Heldur alveg í frosk en stúlku að hálfu.“ Þannig kveinaði hún við tjörnina, en allt var þögult og kyrrt, svo að hún sá sjálfa sig mjög vel í vatninu. Það var ekki um að villast, hún var komin með stórt, grænt froskshöfuð. Hún sneri svo örvæntingarful! við og hélt á brott. Ekki vildi hún fara aftur heim, en liélt eitthvað út í óvissuna, unz hún kom til borgarinnar. Þar fór hún inn í brauðsölubúð og ætlaði að fá sér brauðsnúð, en bakarinn varð hræddur og flýði bak við hurð, og þá kom bakarakonan með upp- reiddan dýnubankarann til að reka hana út. „Ekki muntu vilja lofa mér að vera hér og vinna óþrifalegustu verkin?“ spurði prinsessan. „Nei,“ sagði bakarakonan. „Ég vil ekki sjá froska í eldhúsinu mínu. Svona, burt með þig núl“ Alls staðar var veslings froskprinsessan burt hrakin og alltaf varð hún Ijótari og óásjálegri, því að kjóllinn liennar var orðinn óhreinn og rifinn. Loksins kom hún til alókunnugs lands og fór til konungshallarinnar. Þar þokaði hún sér inn að hurðarbaki og spurði, hvort ekki væri eitthvert verk- efni fyrir sig. „Ég er tilbúin að gera hvað sem til fellur,“ sagði hún. „Ef til vill gæti ég borið út skarn eða prjónað sokka í dimmu skoti?“ „Heyrðu, froskaungfrú," sagði forustumaðurinn, sem hafði talað við hana. „Við höfum hér ekkert skarn og göngum ekki í ullarsokkum. Því er nú verr og miður. Vertu sæl!“ Prinsessan varð að liverfa frá, sorgmædd og niðurdregin, en þá kallaði maðurinn aftur í hana og hvíslaði: „Bíddu andartak, skeð getur, að ég viti um eitthvað handa þér. Konungssonurinn hérna er blindur, og það verður að lesa fyrir hann allan daginn. Þú hefur undurfagra rödd og auðvitað getur hann ekki séð þig. Komdu þá, en fyrst í steypibað og svo geturðu farið að lesa upphátt.“ Á þenrian liátt komst froskaprinsessan inn í höll blinda prinsins. Hann sat í turnherbergi fullu af ævintýrabókum, sem hún varð að lesa fyrir hann. Hún gerði þetta svo vel og röddin var svo ástúðleg og mjúk, að prinsinn gat ekki án hennar verið nokkra stund. Hún varð að borða með honum og sofa í litlu herbergi beint upp af herbergi hans á næturnar. „Leiðinlegt er að geta ekki séð þig, þú ert svo indæl,“ sagði prinsinn stundum, og þá þagði froskprinsessan. Einu sinni, þegar hún var að lesa fyrir hann, heyrðist mikill hávaði úti. „Hvað er þar.um að vera?“ spurði prinsinn. Hún leit út um gluggann og sagði: „En livað það er spaugilegt! Tvær hirðkonur í háarifrildi og draga hvor aðra á hárinu." „Hvaða vandræði að geta ekki séð þetta,“ andvarpaði prinsinn. Augun stóðu full af tárum, sent sjaldan kom þó fyrir. Þá vorkenndi hún prinsinum svo mikið, að henni datt nokkuð í hug og spurði, hvort hún mætti ekki fá tveggja daga Irí. „Tvo daga?“ æpt prinsinn. „Ætli ég geti lifað án þín í tvo daga?“ svo fallhlífarhermaður, og dag- inn fyrir innrásina miklu í Nor- mandi var hann einn þeirra fallhlífarhermanna, sem voru settir þar á land. Hann lék fyrst í kvikmynd í Englandi, en þótti takast svo vel, að hann ákvað að freista gæfunnar og fór því til Hollywood, þar sem hann sló í gegn fyrir alvöru í myndum Walts Disneys, Hrói höttur og Rob Roy. Stærsta kvikmynd, sem Richard Todd hefur leikið í, er „D-dagurinn“, kvikmynd um innrás banda- manna á meginlandið árið 1945 til að ráða niðurlögum i nazismans í Þýzkalandi. Þótt MARY HOPKINS sé ekki nema 18 ára að aldri, er hún nú þegar orðin heimsfræg dæg- urlagastjarna. 128

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.