Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1969, Síða 13

Æskan - 01.03.1969, Síða 13
•f Brezka leikkonan heims- fræga, Audrey Hepburn, gekk í hjónaband að nýju í janúar s.l. Sá hamingjusami er ítalskur geðlæknir, dr. Andreas Dotti að nafni. Mynd þessi var tekin af brúðhjónunum eftir hjóna- vígsluna, sem íór fram í grennd við Genf í Svisslandi. í beztu sæti! Veiðimaður einn í Afríku rakst einu sinni á fílsunga liti í skógi. Unginn var draghaltur og veiðimaðurinn sá, að stór þyrnir liafði stungizt upp i löppina á honum. Hann lyfti upp löppinni á fílsunganum og dró þyrniflísina ril með hinni mestu varkárni. Noklsrum árum seinna var veiðimaður þessi staddur á dýrasýningahúsi og sat þar i almennum sætum. Var j)á kom- ið með fii inn á ieiksviðið, j sem veiðimanninum fannst | hann kannast við og jjóttist ]jar ! þekkja filinn, sem hann liafði J hjálpað úti i frumskógum Afr- J iku. Og hann sannfærðist um s lietta, þegar fíllinn gekk til I hans, brá um hann rananum og lyfti honum upp í ]>eztu sæti! i „Þegar ég kem aftur, mun ég lesa ennþá betur,“ sagði prinsessan. Hún kvaddi svo og fór til föðurlands síns, til tjarnarinnar í skóginum. „Froskakóngur!“ kallaði hún. „Ég er hérna,“ sagði Froskakóngurinn. í raun og veru sat hann þarna á stóru laufblaði. „Komstu til þess að biðja mig að gera þig aftur fríða?“ spurði hann. „Nei, nei,“ svaraði prinsessan í flýti. „Ég veit vel, að þú munt ekki gera það. Ég kem fyrir blinda prinsinn hér í næsta landi. Getur þú gefið honum sjónina aftur?“ „Vorrrk," sagði Froskakóngurinn. „Ég mundi víst geta það, en liefurðu hugleitt afleiðingarnar fyrir þig, að þú mundir ekki hafa gott af því? Hann mundi hræðast þig, stúlka mín. Hann mundi láta þig fara burtu.“ „Já, ég hef hugleitt það allt, en það skiptir engu,“ sagði prinsessan. „Jæja, þá er það gott,“ sagði Froskakóngurinn. „Farðu aftur til hans, ég geri hvað ég get.“ Prinsessan flýtti sér rnjög hamingjusöm aftur til nágrannalandsins. Þegar hún nálgaðist höllina, sá hún þjónustuliðið standa fyrir framan liallardyrnar og hrópa: „Kraftaverk hefur gerzt, prinsinn hefur fengið sjónina!" „Hvar er hann?“ spurði prinsessan. „Hann gengur um í garðinum," sagði þjónustufólkið. „Hann skoðar allt fólkið, skepnurnar og blómin, og nú er hann einmitt að horfa á hirð- konurnar, sem aftur eru farnar að rífast.“ „Gott,“ sagði prinsessan. Hún skauzt óséð upp hringstigann, upp í liring- laga litla herbergið sitt til þess að taka saman í dálítinn klút þetta lítilræði, sem hún átti. Þegar hún var tilbúin, ætlaði hún sömu leið til baka, svo lítið bæri á og hverfa úr höllinni fyrir fullt og allt. En einmitt þegar hún var að fara út, kom kammerherra og sagði: „Prinsinn vill fá að sjá þig strax.“ „Ó!“ sagði prinsessan hálfringluð. „Hann er í herberginu sínu,“ sagði kammerherrann. „Hann biður þig að koma strax." „Já,“ sagði prinsessan. Hún skimaði í kringum sig, hvort hún ætti ekki einlrverja útgönguleið, en ómögulegt var að komast óséð í burtu. Hún greip því litla tjaldið frá glugganum sínum og kastaði því yfir höfuð sér. Þannig fór hún inn í lrerbergið til prinsins. „Jæja, loksins kenrur þú,“ sagði prinsinn. „Hvers vegna ertu með þetta tjald á höfðinu?" „Ég er alltaf með jrað,“ sagði prinsessan. „Taktu það af þér,“ sagði hann. „Nei,“ sagði hún. „Ég vil að þú gerir það,“ sagði prinsinn. Þá skildi hún, að ekki var um annað að ræða. Hún tók í hornið á tjaldinu og dró það af höfðinu. Þá lét hún aftur augun og stundi mæðulega. Dálítil stund leið án þess nokkuð gerðist. Djúp þögn ríkti í herberginu. Loks heyrði hún prinsinn draga andann aftur og segja: „Svona inryndaði ég mér aldrei að þú værir." „Nei, því bjóst ég líka við,“ sagði prinsessan dapurlega. „Líttu á mig,“ sagði hann. Hún leit upp og opnaði augun. Hún sá, að augu hans ljómuðu af að- dáun, er lrann lrorfði á hana. „Þú ert nriklu fríðari en ég gai nokkurn tlnra ínryndað mér,“ sagði hann. 129

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.