Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1969, Page 15

Æskan - 01.03.1969, Page 15
Frumskógabókin, hin fræga saga Rudyards Kiplings, varð efni í síðustu teiknikvikmynd Disneys. Þessi teiknikvikmynd mun nú bráðlega berast hingað til lands. Margir hlakka til að ferðast með Kipling og söguhetju hans um hin litríku ævintýralönd frumskóg- anna. Rudyard Kipling skrifaði þessa ævintýrabók sína í litlum kofa í Vermont í Bandaríkjunum. Það var vetur og á meðan snjóstormarnir hvinu um kofann sat Kip- ling og skrifaði um brennandi sólskin og hið fjölbreytta dýralíf og gróður hitabeltisins. Hann kallaði fram end- urminningar bernsku sinnar frá Indlandi og skrifaði og skrifaði eins og bergnuminn. — Frumskógabókin varð til. Dýrheimnr. Frumskógabókin er frásagnir af drengnum Movgli, Ntlu mannsbarni, sem hefur verið skilinn eftir úti í skógi og þar finnur úlfaflokkur hann. Þetta litla manns- barn elst síðan upp meðal dýranna, eða réttara sagt dýrin vernda það og ala það upp, svo Movgli geti lifað við allar þær hættur, sem frumskóginum fylgja, og Movgli litli varð bezti vinur úlfa, bjarna, tígrisdýra og fíla. Nú hefur verið gerð teiknimynd um þetta efni, og ber hún meistara sínum, Disney, fagurt vitni. Verkið var í mótun hjá Disney, þegar hann lézt árið 1966, en komið það langt áleiðis, að samstarfsfólk hans gat útfært hugmyndir og teikningar hans. Alls munu 250 starfsmenn fyrirtækis Disneys í Hollywood hafa tekið þátt í að skapa þessa teiknikvikmynd. í kvikmyndinni eru 322000 teiknimyndir. L. M. Ný teiknikvikmynd frá ‘tEWey. 131 L

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.