Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1969, Side 26

Æskan - 01.03.1969, Side 26
INGIBJÖRG ÞORBERGS: 99 Gítarinn minn“ Þegar vi5 veljum leikföng til gjafa, verða oft fyrir valinu bílar handa litlum strákum og brúður handa litlum stelpum. Þannig valdi ég núna; bílavísur fyrir ungu piltana, og brúðuvísur fyrir litlu stúlkurnar. Annars verð ég að segja, að ég er heldur mótfallin slíkri flokkun, hvort heldur viðkemur tónlist eða leikföngum. Drengir geta haft gaman af brúðum, að minnsta kosti þykir þeim mörgum vænt um bangsann sinn, og telpum getur þótt gaman að bílum. Sálarlíf hvers og eins er margjDætt, og einstaklingarnir ólíkir. Jafn hættu- legt getur því verið, að ofskipuleggja og stjórna háttum annarra, eins og að láta rótleysi og afskiptaleysi ráða ríkjum. Hinn gullni meðalvegur er víst alltaf vandfarinn. Þeir fullorðnu ættu því oft að varast að láta börnin álíta, að ýmsir góðir leikir og ýmis góð leik- föng væru fyrir neðan virðingu þeirra, og tilheyrðu aðeins hinu kyninu. Mér þætti ekki ólíklegt, að þeir, sem í bernsku hafa átt bangsa eða brúðu yrðu beztu pabbarnir, þegar þar að kemur. — Og þær, sem hafa átt bíla, þegar þær voru litlar, yrðu þá einnig prýðis bílstjórar og öruggar í umferðinni, þegar út í veruleikann væri komið! Ef við hugsum málið vandlega, finnst okkur áreiðanlega engin ástæða til að hafa sérstaka „stráka“- eða „stelputónlist", og einnig ástæðulaust að banna börnum að leika sér að þeim leik- föngum, sem þeim geðjast vel að, svo framarlega sem þau eru skaðlaus. Fyrst og fremst verða smekkur og löngun að ráða. Þá verður viðfangsefninu sýnd alúð. Þið getið því öll sungið og spilað eftir vild, bæði bílavísurnar og brúðuvísurnar, sem ég læt ykkur hafa gítargrip við núna. — En, ef ungu herrarnir eru í einhverjum vafa vegna virðingarsinnar, gætu þeir t.d. heyrt plötur með frægum söngvurum, heyrt hversu vel þeir syngja vögguvísur eins og „Sofðu, sofðu, litla barnið blíða“, „My curly headed baby“ o. fl. Og ekki er leitt að hlusta á erlendu drengjakórana syngja „Sonur minn sofðu í ró,“ vögguvísuna eftir Brahms, og svo mætti lengi telja. En nú skulum við athuga aðeins betur lögin, sem þið fáið gítar- grip við núna. „Brúðuvísurnar" eru í E-dúr. Ég merki hljómana inn á Ijóðið. Þið hafið fengið þá alla teiknaða áður. Svo útset ég það hér fyrir söngrödd með gítarundirleik, en sú útsetning er auðvitað fyrir þá, sem spila eftir nótum. Ljóðið („Brúðuvísurnar") er eftir Margréti Jónsdóttur, rithöfund, en hún var í mörg ár rit- stjóri ÆSKUNNAR, svo sem kunnugt er. Ég sagði ykkur í barnatímanum í vetur, þegar ég hafði nýlega samið þetta lag, að ég sendi sérstakar kveðjur með því til litlu stúlknanna í KFUK, sem við sáum í sjónvarpinu. Þær sátu allar stilltar og prúðbúnar með brúðurnar sínar f fanginu og sungu. Þær voru að halda upp á afmæli brúðanna. Enn sendi ég þeim sérstaklega kveðjur með þessu lagi, og vona, að þær syngi það fyrir brúðurnar sínar. Bílavísurnar, „Stíllinn, sem endaði aldrei“, vísurnar hans Stefáns Jónssonar við gamla lagið um hana Pálínu, er svo létt að spila, að þeir, sem eru rétt að byrja, geta æft sig á þeim alveg enda- laust, því að lagið heldur stöðugt áfram — og endar aldrei! Góðan árangur! Kærar kveðjur! INGIBJÖRG. Brúðuvísur Ljóð: MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Lag: INGIBJÖRG ÞORBERGS ☆ Sofðu, litla brúðan mín, H7 E sofðu, dillidó. Sauma eg þér silkikjól H7 E og silfurbrydda skó. A E Blunda þú nú, brúðan mín, A E brátt leggst nóttin á, H7 E en í draumsins undrahöll A H7 E er ótal margt að sjá. Þar dansa lítil brúðubörn H7 E og bregða sér í leik, og fallegustu leikíöngin, H7 E þau fara öll á kreik. A _ E Sofðu, litla brúðan mín, A E sofðu, korríró. - H7 E A morgun íærðu fötin ný A H7 E og fína silfurskó. 5* 142

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.