Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.03.1969, Qupperneq 43

Æskan - 01.03.1969, Qupperneq 43
ÍSBJÖRNINN Hafisinn liefur vei'ið allnær- göngull við landið okkar und- anfarna vetur og venjulega slæðast með lionuin óboðnir gestir, nefnilega isbirnirnir. í þetta sinn skulum við reyna að smiða isbjörn úr trjábút. Fura er ágætt efni og stærð- in á trékubbnum gæti verið svona 14 cm á lengd, 4 cm á þykkt og 7 cm á breidd. Kulili- urinn þarf að vera vel þurr og helzt kvistalaus. Þegar búið er að liefla kuhbinn, þarf að teikna umlínur (mynd) bjarn- arins á hliðina á trjábútnum og síðan saga nákvæmlega eft- ir þeim. Kannski þekkið þið einhvern á trésmíðaverkstæði, sem gæti þá sagað þetta fyrir ykkur í bandsöginni, þvi það er dálitið erfitt að saga 5 cm þykkt tré með laufsög, þótt það sé að vísu liægt með mik- illi aðgát. Þegar umlínur hafa verið sagaðar, þurfum við að nota rasp, þjalir og sandpappír til þess að hressa upp á útlit bjarnarins. Siðast mætti núa þjörninn með tusku, sem vætt hefur verið með litiausri teak- oliu. SELURINN er smíðaður á sama hátt og isbjörnirin. Stærðin á lionum er 14X5,5X4,5 cm og er þá þykktin talin siðust. Það er svo, að í háðum þessum dýr- um, isbirninum og selnum, koma æðarnar eða árliringirn- ir vel i Ijós í viðnum (sjá mynd), og getur það verið til prýði. Ef þið viljið leggja út í það að bera „kemiskt" vatnsbæs á gripina að lokum, þá er hægt að fá efnið í það í lyfjabúð- um, og er þá beðið um „Pyro- tekin“ 50 g, og því svo bland- að i einn lítra af vatni. Ef þið viljið liafa isbjörninn ljósari en selinn, þá þarf ekki nema 5 g af efninu í eirm lítra af vatni. Á eftir mætti svo nota „krómsúrt" kali, 20 g í einn lítra. Föndurbækur ÆSKUNNAR Þrjár bækur hafa komið úl í þessum vinsæla flokki til þessa. Þær eru: Pappamunir I., Papp- ír I. og Laufsögun I. Þetta eru góðar bækur um liin ýmsu tóm- stundastörf, og því mjög hand- hægar öllum þeim, sem áhuga hafa fyrir löndri. Þetta er bókaflokkur, sem mun eiga eft- ir að verða mjög vinsæll. I lausasölu kostar hver bók fyrir sig kr. 58.00. Til áskrif- enda ÆSKUNNAR kostar hver bók fyrir sig aðeins kr. 40.00. Hrókun heitir það í skák- málinu, þegar sá, sem teflir, lætur hrók sinn og kóng skipta um stöðu í cinum og sama leiknum. Þetta stangast að vísu á við þá meginreglu skák- arinnar, að aldrei megi flytja úr stað meira en einn manna sinna i liverjum leik. En þetta er lika oft afdrifarikur leikur, því að í einu vetlangi er kóng- urinn kominn i skjól við peða- röð sína, en hrókurinn, sem verið liefur óvirkur, er nú allt i einu kominn út i aðalorust- una á miðborðinu. Nú skulum við virða fyrir okkur þessar tvær stöðumynd- ir. Fyrri myndin sýnir skák- borð með tveimur kóngum, hvítum og svörlum i upphafs- stöðu, og einnig eru á borð- inu hvitur og svarlur hrók- ur, einnig á sinum upphaflegu reitum. Siðari myndin sýnir horðið, þegar hrókað hefur verið á báða bóga. Við sjáuin einnig, að það eru fleiri reitir milli svarta kóngsins og hróks hans, en á rnilli livíta ltóngs- ins og hvíta hróksins. Hrókun svarts lieitir í þessu tilviki löng hrókun og er skrifuð á skákmáli með tölunum 0—0—0 e.n lirókun hvita kóngsins er kölluð stutt hrókun og er merkt með tölunum 0—0. Ýms- ar reglur eru þó fyrir því, hvort yfirleitt má hróka eða ekki, og eru þær þessar: 1 Kóngurinn má ekki standa í skák. 2 Kóngur og hrókur mega ekki liafa verið færðir. 3 Enginn maður má standa á milli þeirra. 4 Ekki má standa skák á auðu reitunum milli kóngs og liróks. Athugasemd við þessar regl- ur er þá sú, að hrókun er leyfi- leg, þótt skák andstæðinga standi á reitina lil og b8. I báðum tilvikum er um langa hrókun að ræða, og þarf þá kóngurinn ekki að fara yfir reit, sem skák stendur á. Flest- ir telja það gullna lifsreglu í skák að liróka nokkuð snennna i skákinni og koma þar með kóngi sínum í örugga höfn og einnig liinni duglegu „lang- skyttu", liróknum, i leik. Hitt er svo að sjálfsögðu matsat- riði liverju sinni, livort liróka skal langt eða stutt. í liverri skák er hvoru liði leyfilegt að hróka aðeins einu sinni. Klíptu drenginn Ung skozk lijón fóru í kvik- myndahús og höfðu með sér son sinn þriggja ára gamlan. Þeim var sagt, að ef strákur- inn færi að gráta, þá yrðu þau að fara út aftur, enda skyldu ]iau þá fá peningana til haka. Þegar sýningin var hálfnuð, hvislar maðurinn að konunni: — Mabel, hvernig finnst þér myndin? — Hún er argasta vitleysa, sem ég hef nokkurn tima séð. — Það finnst mér líka. Klíptu drenginn fast. 159

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.