Æskan

Volume

Æskan - 01.03.1969, Page 45

Æskan - 01.03.1969, Page 45
ypurruncýar Plata ársins 1968 Svar til Aðalheiðar: Tvö dagblaðanna í lteykjavík, sem skrifa um liljómplötur, birtu í janúar s.l. lista yfir 7 hljómplötur, s m taldar voru beztar af þeim, cr út komu á árinu 1968. Að dómi þeirra var 12 laga plata Hljóma, sem út kom í nóvember, bezta l'lata ársins 1968. Næstu sex plötur voru: Sextctt Ólafs Gauks með plötu, sem út kom í júlí, varð í öðru sæti, Savannatrióið í þriðja sæti, en plata þess kom út i október, þá varð Flowers i fjórða sæti, fimmta sæti hlaut Sextett Ólafs Gauks, en sú plata kom á markaðinn i júni, sjötta sæti lilaut plata með Kristínu Þrír af efnilegustu lagahöfundum yngri kynslóðarinnar, Rúnar Gunnarsson (t. v.), Gunnar Pórðarson lagahöfundur ársins 1968 og Þórir Baldursson (t. h.). HLJÓMAR — Þeir gerðu beztu plötu ársins 1968. Ólafsdóttur, en hún kom út í nóvember, og í sjöunda sæti varð plata Hauks Mortliens, er kom út í desember. Alls mun 31 hljóm- plata hafa verið gefin út liér á landi á árinu 1968. Af þeim flokk- ast um 18 þeirra undir dægurlagaplötur. Á þessum 18 plötum eru 109 lög, 46 þeirra eru af erlendri rót en 63 íslenzk, sem skiptast niður á 26 höfunda. Gunnar Þórðarson hlaut nafnbótina Laga- höfundur ársins, en cftir iiann liggja 9 lög á 3 plötum. Hér er Ástralía. W James Cook. Svar til Gulla: James Cook skipstjóri fann Ástralíu árið 1770, gerði sjókort af austur- ströndinni og krafðist lands- ins fyrir brezku ltrúnuna. Landnámið hófst 26. janúar 1788, og þess vegna er 26. jan- úar þjóðhátíðardagur Ástralíu- búa. Ástralía er land fjöl- breytileikans. Með ströndum fram eru frjósöm svæði, þar sem alls konar akuryrkja er stunduð. í norðurhluta lands- ins eru hitabeltisfrumskógar. Þar er liægt að skjóta krókó- díla og rækta sykur, banana, ananas og alls konar melónur og aðra ávexti. í suðurhlutan- um eru fjöllin þakin snjó á veturna, og þangað fer margt fólk til að taka þátt í vetrar- íþróttum. Nokkuð langt inni í landi eru stór og þurr svæði með stórgripabúum, þar sem sauðfjárrækt er stunduð. í miðju landinu eru afarstórar eyðimerkur, þurrar, auðar og dauðar, en þó geysiauðugar af máimum. Landið er jarðfræði- lega mjög gamalt, og þar hafa varðveitzt alls konar einkenni- leg dýr og jurtir, eins og til dæmis breiðnefurinn, ltengúr- an og „grastréð". Sú þjóð, sem byggir Ástraliu er að langmestum iiluta af- komendur Englendinga, Skota og íra. Ástralia er sjálfstætt rílti og ræður öllum sínum Fáni Ástralíu. málum, bæði innanlands og út á við. Ástralía cr einnig, ásamt fleiri sjálfstæðum rikjum, með- limur i brezka samvcldinu, þar sem drottningin er samcining- artákn allra rikjanna, sein einnig eru tengd ýmsum sam- eiginlegum áhugamálum, sögu- legum tengslum og samvinnu- vilja um nauðsynjamál þjóð- anna. 161

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.