Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1973, Blaðsíða 14

Æskan - 01.11.1973, Blaðsíða 14
CHAPLIN um merkingu gervis síns: Litla yfirskeggið? Það er ímynd hégómleikans. Þröngi frakkinn, þessar hlægilega pokalegu og sniðlausu buxur? Þær eru skopmynd af sérvizku okkar, fíflsku okkar og klaufaskap. Hugmyndin um göngustafinn var ef til vill bezti innblástur minn, því að samstarf okkar tókst svo vel, að hann öðlaðist sjálfstæða skop- lega eiginleika. Oft hafði hann krækt um fæturna á einhverjum eða gripið í öxlina á honum, og á þann hátt kom ég fólki til að hlæja, þótt ég hefði sjálfur varla gert mér Ijósa hreyfinguna. Ég held, að ég hafi ekki gert mér þess fulla grein í upphafi, hversu mjög göngustafur festir spjátrungs-merkið á manni í aug- um milljóna einstaklinga. Þegar ég því vaggaði upp á sviðið með iitla göngustafinn minn, hátíðlegur á svip, gaf ég til kynna tilraun til virðuleika, en það var nákvæmlega ætlun mín. DRENGUR MEÐ KANÍNU í leikfðrinni með Sherlock Holmes vand- Ist ég við að vera einn míns liðs. En ég varð svo óvanur þvi að tala við aðra, að ég fór allur hjá mér, ef ég rakst á einhvern annan úr flokknum. Ég gat ekki komið fyrir mig orði til að svara vitlega, og ég er viss um, að fólkið óttaðist að ég væri farinn að ruglast i ríminu. — Ég hætti að hirða mig og vandist á ósiði. Á ferðalögum kom ég ævinlega of selnt á stöðina, illa til fara og flibbalaus — sem stöðugt var verið að skúta mig fyrir. Ég fékk mér kanlnu til félags og hafði hana með mér hvar sem ég bjó í trássi við húsráðendur. Hún var lítil og blíð, feldurinn svo hreinn og hvítur, að maður gleymdi óþefnum af hennl. Ég hafði hana I kassa undlr rúminu minu. Húsfreyja kom inn hress I bragði með morgunmatinn, en þeg- ar hún fann lyktina, forðaði hún sér fljót- lega með áhyggjusvip og utan við sig. Þegar hún var farin sína leið, ieysti ég kanínuna úr haldi, og hún skokkaði til og frá um herbergið. Áður en langt leið hafði ég kennt henni að skjótast í kassann í hvert skipti, sem barið var að dyrum. Ef það komst upp um okkur, lét ég kanínuna leika þessa list fyrir húsfreyju, ssm vanalega blíðkaði ^ í bragði. svo að hún umbar okkur V'hjS- á enda. En i Tonypandy í Wales I6( ^ freyjan sér nægja að brosa í kamp'nn sagði ekki orð. Þegar ég kom heirnhrjst) kvöldið. var kanínan horfin. Husfreyi3 ^ bara höfuðið, þegar ég spurði hana- f hlýtur að hafa skotizt burt. eða þá ein [la hefur stolið henni." Hún hafði leyst mál að sínum eigin hætti. FROSKURINN f EBBW VALE námui b®i' Frá Tonypandy fórum við til ag arins Ebbw Vale, þar sem við áttu Chartie Chaplin var mjög fallegur maður. 12

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.