Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1973, Blaðsíða 11

Æskan - 01.11.1973, Blaðsíða 11
annað að sjá, en að dauðinn hlytl að bíða mln I þessu botnlausa forardíkl. Nú víkur sögunni til fólkslns, þar sem það var að slá og raka spölkorn íyrlr vestan lllagil, en vegna leitis, sem 6 milli bar, hafði það ekkert getað séð til ferða okkar Mósa. En þá kom fyrir smávægilegt atvik, sem mér hefur slðan fundizt eins og yfirnáttúrleg bending frá einhverju ósýni- legu æðra valdi, eða forlagahöndum: Ein stúlkan varð fyrir Því óhappl að brjóta hrífuna sína. Hirtl húsbóndinn brotin og labbaði með þau upp að tjaldi engjafólksins, en það stóð ofar í brekkunum, og sá þaðan nokkurn veginn yfir mýrina. í tjaldinu voru geymd smíðatól og amboð, og ætlaði hann að sækja þangað nýja hrífu. Þegar bóndi sneri frá tjaldinu, varð honum litið niður á mýrina, og sá þá hvar Mósl sat á kafi í einu feninu, en mig sá hann ekki, sem varla var von; það var ekki svo mlkið upp úr af mér. Kallaði bóndi til kaupamanna sinna að bregðast fljótt við og koma á eftir sér með relpi, en sjálfur tók hann til fótanna og skundaði til okkar Mósa, en ekki varð ég hans var eða sá hann, fyrr en hann stóð svo að segja yfir okkur. I raun og veru var húsbóndi minn gæðadrengur, en ör- lyndur nokkuð og gat þá verið kaldur og ónotalegur ( orð- um. Og I þetta sinn gat hann ekkl stillt slg um að tala til mín nokkuð hryssingslega, áður en hann reyndi til að bjarga mér. En mér sárnaði við hann og flaug I hug, að gætnarl manni hefði farizt annan veg, ef hann hefði hitt barn svo hauðulega statt — hefði tæplega byrjað á því að ávíta mig °3 ausa yfir mig ókvæðisorðum þótt mér hefði orðið á I Þetta sinn að breyta frá þvl, sem fyrir mig hafði verið lagt. Síðan fór hann að bisa við að hjálpa mér, og tókst með all- mikilli áreynslu að tosa mér upp úr feninu. Ekki hreyfði Mósl slg á meðan á björgun minni stóð, og þá stund, sem Piltarnir voru að koma reipum undir hann, bærði hann ekkert 6 sér. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né slðar, séð neina skepnu sýna jafnmikla ró og stillingu undir llkum kringumstæðum. En þegar tekið var I böndin, brauzt hann rösklega um og sýndi þá bæði snerpu og afl I átökum slnum, enda skiptl það engum togum að hann rifi sig upp úr með hjálp mann- anna og kæmi fótum fyrir sig. Frýsaði hann þá hraustiega °9 hristi sig, en ekki þótti augað fallegt, sem hann renndi að þessum óhappastað um lelð og hann reyndi að fjarlægj- ®st hann. Ég ætla ekki að lýsa þvl, hvernig ég leit út eftir þetta íorarbað; það geta vlst flestir gert sér I hugarlund. Og af matnum er það að segja, að fatan, með þvi sem I henni var, týndist I botnlaust fenið og hefur aldrei fundizt sfðan. Kökuböggullinn, sem bundinn var við belti mitt, var það slna sem bjargaðist, en ekkl þóttu kökurnar lostætari á eftir. Ég man enn, að mér gleymdist að rétta húsbónda mln- um höndlna og þakka fyrir hjálplna, sem mér þó vissulega bar. Má vel vera, að ástæðan hafl verið sú, að mér var ðramt I geðl út af orðum þeim, sem hann hafðl til mln kastað. En ég gekk til Mósa gamla, hjúfraðl mig upp að bonum og klappaði honum; mér var Ijúft að þakka honum, ®nda hafðl hann sýnt mér meirl nærgætnl en húsbóndinn. Að vlsu var Mósl aðelns það, sem kallað er „skynlaus skepna“, en þó hafðl hann skllið hættuna og með slnnl dæmalausu ró og stlllingu átt drýgsta þáttinn I björgun Tóbakið er mikill skaðvaldur heilsu manna. Það hefur mikil áhrif á alla starfsemi llkamans. i tóbaki er mjög sterkt og hættulegt eitur, sem nefnist nikótln. Tóbakseitrið verkar á tauga- kerfi, hjarta og æðar. Það er algengt, að þeir, sem nota mikið tóbak, fál langvinna tóbakseitrun. Mjög margir læknar telja nú sannað, að reykingar eigi verulegan þátt I þvi, að lungna- krabbi fer ört vaxandi. Nákvæmar rann- sóknir hafa leitt I Ijós, að tóbaksnotkun bama og unglinga dregur mjög úr and- legum og llkamlegum þroska þeirra. Eina ráðið fyrir þann, sem þjáist af tóbakseitrun, er að hætta notkun þess. En það er ekki alltaf auðvelt, þegar likaminn er orðinn vanur eitrinu I tób- aklnu. Öruggast er þvi að venja slg ekki á notkun tóbaks. Olga Gísladóttir. okkar. En sjálfur hafði ég ekki skilið I hve mlkllll hættu ég var staddur, og varð það ekki Ijóst fyrr en á eftlr, er ég heyrði það berast I tal meðal heimilisfólksins. Á seinni árum hefur hugur minn oft staldrað við atvik þetta og minningunni um Mósa gamla þá skotið upp. Hlýjar sú minning mér betur en flestar aðrar, og Mósa mun ég aldrei gleyma, þó að runnið hafi hann æviskelð sitt fyrir tugum ára. Mlnning hans verður jafnan bundin við þetta litla brot úr ævisögu minni, og þá um leið mlnnzt rólyndis hans og þeirra frábæru vitsmuna, er hann sýndi á þessari örlagaríku stund. Hann tel ég i raun og vem Iffgjafa minn, þó að húsbóndinn framkvæmdi björgunina. Hins vegar finnst mér það ekki ómerkilegt atriði, að hrffan skyidi einmitt brotna í sama mund og við Mósl sukk- um I fenið. Hefði hrífan ekki brotnað og bóndi ekki gengið upp að tjaldlnu, er eins liklegt að eftir okkur hefði ekkl verið tekið, fyrr en það var um seinan. — Þess vegna hefur mér fundizt að allt þetta hafl veríð atvik og tildróg i hönd- um þess valds, sem við skynjum ekki, en virðist þó hafa líf mannanna i hendi sér og tefiir þvl fram á skákborðl Iffsins með ósýnilegum höndum og óskiljanlegum atvlkum. Guðm. K. Eiriksson.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.