Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1976, Qupperneq 5

Æskan - 01.10.1976, Qupperneq 5
í fiskahúsinu eru 11 fiskaker, sem taka samtals ^2 tonn af sjó og vatni. Lögð er áhersla á að hafa til sýnis á hverjum tíma sem flestar tegundir 'slenskra fiska. Þar eru að jafnaði um 25 tegundir ,iska til sýnis og auk þess nokkur fjöldi annarra s*dýra eins og krabbar, sniglar, skrápdýr og lindýr. Fjöldi tegunda er nokkuð mismunandi, því ^isjafnlega gengur að halda hinum ýmsu teg- undum lifandi í búrum. Sumir fiskar lifa til dæmis árurn saman í fiskabúrum, en aðrar tegundir aöeins í stuttan tíma. Sjór og vatn í miklu magni er nauðsynlegt til að hae9t sé að sýna fiska og önnur sædýr. Þetta réði að nokkru staðsetningu Sædýrasafnsins, því að auðvelt er að dæla sjó úr 50 metra djúpri borholu °9 upp f gegnum kerin. Vatn fæst úr 8 metra djúpri borholu, en nægt vatn rennur neðanjarðar á milli ^aunlaga til sjávar. Til að ætíð sé hreinn sjór og ,efskt vatn í fiskakerjunum, renna sífellt í gegnum kerin um það bil 30 tonn á klukkustund. Hór á eftir verður stuttlega gerð grein fyrir helstu ,e9undum fiska og dýra sem til sýnis eru í Sæ- ^frasafninu. Þorskurinn er tvímælalaust þýðingarmesta fisk- tegund okkar. íslenski fiskiðnaðurinn byggist að langmestu leyti á þorskinum, ef nefna á einstaká fisktegund annarri frekar. Það gengur yfirleitt vel að ala þorsk í fiska- söfnum, því að þorskurinn er ekki mjög viðkvæmur fiskur. Þorskurinn er gráðugur mjög og er hægt að ala hann á hvers konar fiskmeti. Heimkynni þorsksins eru norðanvert Atlantshaf og norðanvert Kyrrahaf, en fiskimiðin við fsland hafa talist til þýðingarmestu þorskmiða heims. Þorskurinn heldur sig mest við sjávarbotninn, en leitar einnig upp í sjóinn í ætisleit. Þorskurinn er mest á landgrunninu, en hefur veiðst á allt að 400 faðma dýpi, en á slíku dýpi geta hinir stærstu skut- togarar veitt. Þorskurinn hrygnir seinnihluta vetrar á 50—200 m dýpi og getur hrognafjöldinn verið frá 2—9 milljónir. Þorskurinn verður kynþroska 1—10 ára gamall, en slíkt er mismunandi eftir því við hver skilyrði fiskurinn hefur alist upp. Þorskurinn er geysilega gráöugur og étur hann allflesta við- 3

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.