Æskan - 01.10.1976, Síða 9
Hlnn ágætl leiðsögu-
Haður, Bertil Filabelli,
^samt þeim Ósk og
Rögnvaldl.
Svo búið. Börnin veltust um af hlátri, annað eins höfðu
tau aldrei séð.
Þá var auglýst eftir sjálfboðaliða til þess að láta raka
Sl9- Einn gaf sig fram, og þegar rakarinn kom var hann
hvorki meira né minna en stór fíll. Aðstoðarmaður hans
bar sápu í fötu og fíllinn hafði stóran málningarkúst í
rananum. Fíllinn deif kústinum niður í fötuna og byrjaði
sápa manninn í framan og það voru engar smáaðfarir.
Hann sápaði manninn í framan og langt niður á bringu,
Sv° að manngreyið leit út eins og hvítur hraukur. Síðan
9ekk fíllinn með stóran rakhníf að leðurræmu, þar sem
^ann hvatti hnífinn og tók síðan til við raksturinn. Ekki
v°ru börnin viss um að hnífurinn væri mjög beittur, en
bvað um það; fíllinn sinnti sínu rakarahlutverki með
^sstu prýði og fékk verðugt klapp að launum.
Eftir að sýningum í sirkusnum lauk héldu þau heim á
^ótel. Dagurinn var þegar orðinn langur því þau höfðu
far'ð á fætur kl. 5 að morgni í Reykjavík. Fararstjórinn
óauð þeim mjólk eða aðra hressingu fyrir háttinn, en
Þau voru bæði södd og vel haldin eftir hinn ágæta
^vóldverð hjá Dagens Nyheter. Þau fóru hvort til síns
^arbergis og sofnuðu brátt, enda orðin þreytt.
Þau vöknuðu morguninn eftir við að sólin skein glatt
og enn var hlýtt og notalegt úti, eitthvað 16—17 stig, en
nú var spáð kólnandi veðri næstu daga. Bertil hafði sagt
þeim að veðrið í Stokkhólmi hefði verið frábært í maí, en
júní yrði kaldur að sögn veðurfræðinga. Nú væri um að
gera að nota þetta sumar, meðan gæfist.
Ósk og Rögnvaldur fóru niður í matsalinn og snæddu
morgunverð og er þau flettu Dagens Nyheter, sáu þau
stóra mynd af sjálfum sér, sem tekin hafði verið úti á
flugvellinum. Þarna stóðu þau í glampandi sólskini og
þotan Gullfaxi í baksýn! Það voru ekki amalegar móttök-
ur í sænsku höfuðborginni: Hafa verið sótt á flugvöllinn
af heilli móttökunefnd og síðan mynd og umsögn í
stærsta morgunblaði Svíþjóðar. Sjálfur Kissinger, sem
líka var í Stokkhólmi um þessar mundir, hefði mátt öf-
unda þau af móttökunum. Einn munur var þar aðeins á.
Þau Ósk og Rögnvaldur þurftu ekki lögreglufylgd, en þar
Af þakl húss Dagens Nyheter var stórkostlegt útsýni. Þar var líka stór kfkir.
ÆSKAN - Skemmtileg leikrit við hæfi barna og unglinga.i
7