Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1976, Síða 11

Æskan - 01.10.1976, Síða 11
WW—BMM—BIIM FYRSTA FLUGFERÐ YFiR ATLANTSHAF Mörgum dettur Lindbergh í hug, þegar rætt er um fyrsta flug milli Ameríku og Evrópu og rétt er þaö, að Lindbergh er sá fyrsti sem flaug einn síns liðs þessa leið, en hins vegar urðu þeir félagar John Alcock og Arthur Whitten-Brown fyrstir til að fljúga án viðkomu nokkurs staðar milli Nýfundnalands og frlands árið 1919. — Þetta var 14. júní og þótt sumar væri á norðurhveli jarðar, var ekki hægt að segja að um fyrsta flokks flug- veður væri að ræða. Fljótlega lentu þeir félagar í stormi °9 síðar í þoku, en farkostur þeirra var gömul sprengju- flugvél af Vickers-gerð. Eftir um klukkutíma flug biluðu ©innig loftskeytatæki flugvélarinnar, svo að þeir áttu Þess engan kost að senda frá sér neyðarskeyti, þótt með Þyrfti. Þegar dimmdi af nóttu, fór flugvélin að láta illa að s'jórn einhverra hluta vegna, og um stund urðu þeir fé- ls9ar að fljúga á hvolfi eins og um listflug væri að ræða. þegar þeir þóttust vera búnir að rétta vélina við, komu Þeir út úr skýjabakkanum og séu þá aö þeir voru enn á Þvolfi í vélinni og það sem hættulegra var — aðeins *áeina metra yfir sjávarfletinum. í sex tíma stóðu þeir ^°hn og Arthur í þessu stímabraki í gegnum þoku og slyddu-veður og sex sinnum varð Arthúr að skríða út á vængina til þess að berja ísingu af vélinni. Loksins sáu þeir land framundan. Það var Clifden í Galway, írlandi. Þeir völdu sér flatt engi til þess að lenda á og tókst lendingin allvel, þótt nokkrar skemmdir yrðu á hjólabúnaði vélarinnar. — Ferð þessi — sú fyrsta í sögunni — tók 16 klukkustundir og 12 mínútur og báðir flugmennirnir heilir á húfi. — Másegja, að nokkur heppni hafi elt þá félaga. — En nú var ekki til setu boðið. Eftir að hafa skoðað skrifstofuna dálitla stund var haldið af stað út á Skansinn Undir leiðsögn Ólafs Friðfinnssonar. Þau fóru í járn- Þrautarlest upp á aðalhæðina og sfðan gengu þau um og skoðuðu. Hér var margt að sjá því Skansinn er eins og a**‘r vita gríðarlega stórt svæði. Þar er byggðasafn, skemmtistaður, dýragarður og svo mætti lengi telja. Þau skoðuðu fyrst gömul sænsk hús. Hér mátti sjá hvernig ^víar bjuggu í gamla daga, bæði á herragörðum og á ^inni bóndabýlum. Allt voru þetta bjálkahús sem stóðu á steinum eða á staurum. Þau tóku margar myndir börnin °9 gerðu sínar athugasemdir við byggingarlist Svía til f°rna. Rögnvaldur hafði orð á því að þessi hús væru sterkbyggð og það var ekki að sökum að spyrja. Hér voru ^'ka stafbúr eins og í Noregi enda ekki ótrúlegt, því margt er líkt með grönnum. Eftir að hafa skoðað nægju sína af húsum fóru þau í hýragarðinn. (sbirnimir voru heldur letilegir í hitanum en Þeif gátu svalað sér í köldu vatninu. Rögnvaldur og Ósk líka brúnbirni, bæði húna og birnu og svo fullvaxna lrni á öðrum stað. Þá sáu þau dýr sem enginn vissi hvað etu a íslensku og á sænsku hét það Lo eða Lodjur, en Lynx á latínu. Og úlfarnir skokkuðu þarna án við- st°ðu. Það er eins og þau dýr unni sér engrar hvíldar. pýragarðurinn á Skansinum er að því leyti fremri ^örgum öðrum að þarna lifa dýrin í nokkuð eðlilegu “ ^ESKAN - Flytur oft úrval af Ijóðum íslensku stórskáldanna. .... .....■■■■■.-.. Á SKANSINUM umhverfi og er mjög rúmt um þau. Það sem vakti kannski mesta athygli barnanna voru sauðnautin. Sauðnautin létu fara vel um sig í sólskininu og virtust una sér hið besta. ,,Það væri athugandi hvort ekki mætti flytja sauð- naut til fslands og koma þeim fyrir á Vestfjörðunum," sagði Ólafur Friðfinnsson og þau rifjuðu upp Gottuleiö- angurinn. Þá voru ekki til þau tæki sem nú þekkjast til þess að skjóta deyfilyfjum í dýrin. Síðan væri hægt að flytja þau með flugvélum til íslands. Áður fyrr varð að drepa firn af fullorðnum dýrum til að ná kálfunum því fullorðnu dýrin slá um þá skjaldborg. En fyrir eitt kg af sauðnautaull fást 1200 krónur sænskar, og þá getur hver og einn séð að slíkt er gott búsílag. Norður í Bodö rækta Norðmenn sauðnaut og þykir góður búskapur. Á skrlfstofu Flugfélags fslands og Loftleiða f Slokkhólml. Rögnvaldur, Katrín Karlsdóttlr, Ólafur Friðflnnsson og Ósk.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.