Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1976, Page 12

Æskan - 01.10.1976, Page 12
E inu sinni var konungur, sem lifði ásamt dóttur sinni í stórri höll norðarlega í Síberíu. Dóttir konungsins var forkunnarfögur, og þau bjuggu einnig í einhverri dýrlegustu höll sem fyrir fannst í öllum heimi. En sá böggull fylgdi skammrifi að konungurinn var dauð- hræddur um að einhvern góðan veðurdag mundu þau hvergi eiga heima, og nú viljið þið aö sjálfsögðu vita hvers vegna. Mjög kalt er í Síberíu og þess vegna var hin dýrlega höll þeirra feðginanna gerö úr ískristöllum. Kaldir vindar leika um landið og sér í lagi eru þeir Norðri og Austri ráðríkir. Þeir höfðu einmitt komið til konungsins og sagt: ,,Þú verður að segja okkur nýja sögu í hverri viku, ef við eigum að halda áfram að vera hér. Kristallsveggirnir i þinni dýrlegu höll bráðna ef við förum og þá eigið Þ'0 hvergi heima." Þetta var vissulega ærið áhyggjuefni fyrir konunginn, því hann var ekki mikill sögumaður. Hann sagði dóttur sinni frá áhyggjuefni sínu og þá reyndist hún jafn snjöll og hún var fögur. Hún sagði við föður sinn: „Láttu mig penna, blek, uglu og græna regnhlíf og þá skal ég segja þeim sögu." Konungurinn lét dóttur sína fá hlutina sem hún baó um. Þá settist hún á silkisessuna sína og spennti upP regnhlífina. Svo dýfði hún pennanum í blekið og stakk pennanum í nef uglunnar. Síðan sagði hún við ugluna- Elvis Presley eldist eins og aðrir. Nú er hann orðinn 41 árs. Á afmælisdaginn sinn var hann staddur í Sun Valley, vetraríþróttastaðnum fræga í Bandaríkjunum. Áður fyrr hafði Elvis aldrei sýnt áhuga á vetraríþróttum, en nú langaði hann að reyna að fara á skíði. Hann vildi ekki láta fólk þekkja sig og fékk sér skíða- húfu úr ull, nokkurs konar lambhúshettu, og sá þá rétt í augun á honum. En Elvis var svo óheppinn að fá útbrot ÆSKAN - Felumyndir, og ofnæmi af ullinni og stokkbólgnaði allur í framan. Það var sóttur til hans læknir þarna úr héraðinu, og var hann fljótur að ráða bót á meinum söngvarans, svo hann varð aftur sléttur og fínn í framan. Elvis var lækninum svo feginn fyrir hjálpina að hann gaf honum nýjan bíl með kæru þakklæti fyrir lækninguna. Sagt er að læknir þessi hafi aldrei áður fengið svona góða borgun fyrir að skrifa lyfseðil fyr'r einni túpu af smyrslum. skrítlur og krossgáta í hverju blaði. 10

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.