Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1976, Page 14

Æskan - 01.10.1976, Page 14
Ferðin byrjaði raunverulega á ísafiröi. Flugvélin var lent og fyrstu farþegarnir að ganga út. Mikil hefur eftir- væntingin verið því ég gleymdi alveg að líta niður fyrir fæturna á mér og skali kylliflöt á stéttina! En með það í huga að fall sé fararheill stóð ég upp aftur og hélt áfram inn í flugstöðvarbygginguna. Við vorum fjögur sem ætluðum að ferðast um Horn- strandir í nokkra daga: pabbi og mamma, bróðir minn 10 ára gamall og svo auðvitað ég. Ætlunin var að fá bát til þess að flytja okkur frá ísafirði til Hesteyrar. En svo virtist sem allir þátarnir væru annaðhvort nýfarnir út eöa þá rétt ókomnir inn og vonlaust að fá ferö að sinni, og var því ákveöið að við notuðum það sem eftir var dagsins til þess að skoða okkur um á ísafirði. Við héldum til rétt fyrir utan bæinn og fannst alveg tilvalið að byrja ferðalagið á því að ganga inn í bæinn. Eitthvað hefur það þótt undarleg skrúðganga sem gekk þarna í einfaldri röð, vegna um- ferðarinnar, þvífólk sneri sér við til þess að athuga okkur betur. Og svo leið nú sá dagurinn! Eftir að hafa þegiö mat og allar hugsanlegar góðgerðir hjá hinum gestrisnu ísfirðingum var farið að hvíla sig. En þá fréttist, að við mundum geta fengið far með báti sem væri að fara út, og áður en klukkutími var liðinn vorum við lögð af stað til Hesteyrar. Þó ekki gæti talist nein alda og bara gott sjóveður fannst mér öruggara að halda mig uppi við til þess að vera viðbúin ef innihald magans faeri að taka upp á einhverjum kúnstum. En það gleymdist fljótt og maður hafði allan hugann viö umhverfið og ferðina, m. a. þegar siglt var fram hjá Grænuhlíð þar sem svo margir bátar og skip hafa strandað. Það var orðið áliðið, þegar við gátum búið um okkur i húsi í gamla Hesteyrarþorpinu, sem eitt sinn var mesta myndarþorp en hefur nú verió í eyði í mörg ár, fyrir utan sumargesti sem þar gista. Ég gleymdi að taka það fram að nú vorum við orðin fimm, ein frænka bættist í hópinn a ísafirði. Við gengum og skoðuðum gömlu húsin og gömlu fiskvinnslustöðina sem stendur fyrir utan þorpið. Fra fiskvinnslustöðinni liggur eini vegurinn sem lagður hefur verið þarna um slóðir. Þessi vegur var lagður fyrir eina bílinn sem þangað kom og nú er vegurinn allur mosa- gróinn eins og fúlskeggjaður öldungur, — en bíllinn hefur verið gerður upp og er hægt að sjá hann a Byggðasafninu á Akranesi. Ekki þýðir að slóra. áfram skal halda og næst á dag- skrá er að láta flytja sig inn í botn á Hesteyrarfirði- Umhverfið þar er eins og svo víða á Vestfjörðum, snar- brött fjöll sem ná alveg niður í fjöru og gil með á fýrir miðju fjarðarins. Þessi sjón var ekki mikið uppörvand' fyrir óvana fjallagarpa, en við létum þetta ekki á okkur fa og lögöum af stað. Eftir stutta stund urðum við þess vor að við höfðum farið öfugu megin við gilið og urðum Þvl að fara yfir ána, ogxyfir hana stikluðum við eins og vængbrotnir labbakútar með bakpoka! Pabbi fór fyrstuf og fetaði sig varlega niður háan bakkann og virtist þurfa að taka mikið á til að halda jafnvæginu, vegna bakpok' ans þunga sem hann bar. En hann komst þetta klakk- laust og þegar við sáum hve ágætlega honum gek lögðum við í hann. Við fórum samt aðeins of geýst a stað, svo við gátum ekki stoppað okkur og fórum á haróa stökki niður bakkann. HOENSTRANDIR ÆSKAN - Minnið pabba og mömmu á gjald- daga blaðsins, sem er 1. apríl ár hvert. 12

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.