Æskan - 01.10.1976, Side 15
UPP — upp og upp — hærra og hærra. Bráðlega var
^ann farið að sundla því nauðsynlegt reyndist að ganga
nærri því á gilbarminum. Á leið okkar voru tveir stórir
Snjóskaflar sem höfðu ekki náð að bráðna í sólinni og
s|úttu fram á gilbarminn. Ekki voru skaflarnir neitt sér-
le9a glæsilegur vegur en hvað er hinum megin? Forvitni
hjálpaði mikið upp á sakirnar, — og við héldum óhikað út
a skaflana. En eitthvað var nú hópurinn þreytulegri þeg-
ar hann kom veltandi eða skríðandi á fjórum fótum síð-
asta spölinn á snjónum.
Áð þræða vörður er skemmtilegur ferðamáti, og alla
leið aö skarðinu vorum við í svarta þoku. En þegar
Vlð vorum orðin hrædd um að við værum búin að týna
leiðinni birti allt í einu upp og vorum við þá stödd á
háskarðinu.
Leiðin niður var mun léttari og eftir því sem neðar dró
Þeim
mun léttara varð skapið og þrátt fyrir þreytuna var
Slðasti áfangi þessa dags ánægjulegur og léttur.
Við vorum nú komin í Hlöðuvík og við gengum eftir
i0runni að Búðum en þar er skipbrotsmannaskýli. Góð-
0r matur og gott skap eru ágætir ferðafélagar og vegna
Pess að við höfðum nóg af þessu hvorutveggja leið okkur
alve9 Ijómandi vel þegar viö höfðum komið okkur fyrir og
°9ðumst til svefns. Flestir urðu að sofa á gólfinu, en
Parna voru samt örmjóir trébekkir sem ekki voru nema
yrir þá sem allra mjóstir voru og þó þurftu þeir að liggja á
löinni til þess að komast fyrir. Allir voru þreyttir og því
Varð ekki mikið um samræður.
í einu heyrðist bank! Það var bankað laust nokkr-
Prri sinnum og höggin virtust helst koma undan kofanum.
. n9inn bærði á sér. Allir steinþögðu og hlustuðu með
°nclina í hálsinum. Aftur heyrðist bankað, og enn þögðu
lr og bærðu ekki á sér. Alls konar draugasögur og
rar sagnir um hvers kyns illvætti þutu um hugann. Enn
r harið og nú hélt bankið áfram góða stund, — þá
°ðst pabbi ekki mátið, reis upp og fór að athuga málið.
Í ÆSKAN - Fastur
Að sjálfsögðu bjuggust allir við hinu versta, þótt enginn
segði orð, og við biðum í ofvæni. Þá heyrðum við —
okkur til mikillar undrunar — að pabbi fór að skellihlæja
og milli hláturshviðanna stundi hann því upp, að það
hefði hvesst svolítið, vindurinn blési inn í kabyssuna
gegnum reykrörið, en við það skelltist potturinn sem á
henni var í helluna og það var nú allur draugagangurinn,
— og nú gátu loks allir farið að sofa.
Svefnpokarnir okkar hafa víst ekki verið upp á sitt
besta því maður var allur þakinn hvítu kuski, þegar
vaknað var um morguninn, og þarna stóðum við eins og
fiðraðir ungar og skellihlógum.
Veðrið var alveg eins og áður — sól og blíða — þegar
lagt var af stað til Hælavíkur. Til þess að stytta okkur leið,
ætluðum við að ganga fjörurnar, ferðin gekk seint, því
fjaran var stórgrýtt og hál. Allt í einu komumst við ekki
lengra. Sjórinn flæddi alveg fast að berginu og þó háfjara
væri var of djúpt til að vaða. Eina úrræðið var að snúa við
og fara Skálakambinn, hrikalegan og snarbrattan fjalls-
kamb með örmjóum troðningi beina leið upp. Það tók
langan tíma að klöngrast upp en að lokum sátum við
dauðþreytt en sigri hrósandi á brúninni og dáðumst að
landslaginu.
Áframhaldið var fljótfarið og þegar farið var niður í
Hælavíkina var nærri því hægt að renna sér á rassinum
niður snarbrattar brekkurnar. í Hælavíkinni eyddum við
deginum í friði og ró innan um gamlar bæjarrústir, graf-
andi í gömlu skemmubroti og leitandi að gömlum minj-
um. Alltof fljótt þurftum við að snúa heim á leið hlaðin
rekaspýtum, netakúlum, sólbruna og minningum.
Júlí 1975 — Stefanía Hjartardóttir.
þáttur um íslensk skip
Áin er ekki djúp en hún rann í þröngum farvegi og
virtist frekar straumhörð. Pabbi fór að bisa við að bera
stóran stein út í ána en einhvern veginn hefur hann víst
9leymt að sleppa steininum því við vissum ekki fyrr til en
hann lá kylliflatur í ánni. Það hefur líklega haft mjög
hæssandi áhrif á hann að fá svona ískalt bað, því hann
Þeyttist upp og áður en við vissum af stóð hann á bakk-
anum hinum megin og veifaði til okkar sigri hrósandi. Þá
var um aö gera að reyna að koma sér yfir. Mamma tók
Þessu létt og hálf sveif yfir ána án þess að henni yrði
meint af. En við sem eftir vorum hjálpuðumst að og fet-
uðum okkur stein af steini. Og þó við bleyttum okkur í
t®rnar og fengjum nokkrar gusur yfir okkur leið okkur
samt alveg stórkostlega. Hitinn var svo mikill að við vor-
Um að leka niður. Og smám saman urðum við fáklæddari
°9 fáklæddari og þá komu nærskyrturnar hans pabba
Ser vel því ómögulegt var að vera í þykkum peysum í svo
9eysilegum hita.
umsjón Guðmundar Sæmundssonar.