Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1976, Qupperneq 18

Æskan - 01.10.1976, Qupperneq 18
 Um tíma var það svo, að Jóakim frændi heim- sótti Ömmu Önd næstum á hverjum degi. Þetta stafaði af því, að Jóakim hafði mikinn áhuga á að kaupa sveitabæinn hennar Ömmu fyrir ,,spott-prís“ eða með öðrum orðum, fyrir lítinn pening. Þá var það einu sinni, þegar Jóakim var staddur hjá Ömmu þessara erinda, að hann sat í gamla ruggu- stólnum hennar og reyndi enn einu sinni §ið fá keypta jörðina hennar. „Ég gæti grætt vel á þessum sveita- bæ, ef þú seldir mér hann, og ég mundi láta þig fá 11/2% af gróðanum, þegar ég væri búinn að selja bæinn þinn gamla undir hús og sumarbústaði," og Jóakim ruggaði sér makindalega í gamla stólnum. Amma Önd hélt áfram að prjóna af sama ákafan- um og áður. „Æi, vertu nú ekki að þessu nuddi,“ sagði hún. „Ætli ég búi ekki að minnsta kosti næstu tíu árin hérna, og hananú. Láttu m'g ekki heyra þetta kvabb framar." „Þú ert þrá eins og gamali asni,“ sagði Jóakim og tók að rugga sér í gríð og erg. Það brakaði í ruggustólnum undir honum. „Passaðu þig! Þetta er gamall stóll,“ sagði Amma. En, ó, það var of seint sagt, stóllinn hrundi niður undan frænda og stóð hann síðan stynjandi á fætur. „Það eru svei mér góð húsgögnin hjá þér, Amma sæl!“ sagði Jóakim. „Já, þetta var gamli stóllinn, sem skipstjórinn, vin- ur minn, gaf mér eitt sinn í gamla daga,“ sagði Amma. „Hann hét að mig minnir Antoníus Önd. „Já, hann var líka frændi minn.“ Jóakim frændi leit á stólhræið og brosti. „Ja, það verð ég að segja, að ekki undrar mig, þótt þessi stólgarmur dytti sund- ur. Sjáðu Amma, mér sýnist hann allur holur að inn- an af fúa. Þegar Jóakim kom heim, tók hann að blaða í gamalli ættartölubók og leitaði að upplýsingum um Antoníus skipstjóra. — Jú, þarna var hann. Þar stóð meðal annars: „Anton:us skipstjóri sigldi í mörg ár til Austurlanda og var orðinn vellauðugur maður. Þeg- ar hann dó fannst þó enginn peningur eftir hann og er það trú manna, að skipstjórinn hafi falið auð sinn einhvers staðar, enginn veit hvar.“ Jóakim hugsaði málið. Þá fékk hann allt í einu hugdettu: Jú, hvar ætti þessi skipstjóri frekar að geyma leyndarmál sín og fjársjóði en einmitt í uppá- halds stólnum sínum, sem auk þess virtist meira og minna vera með hola fætur. „Þetta þarf ég að athuga betur,“ hugsaði Jóakim með sér og ennþá einu sinni renndi bíll Jóakims frænda heim í hlað til Ömmu Andar. „Nú er það gamli, brotni ruggustóllinn, sem ég vil kaupa, ég vil borga heilar 50 krónur fyrir hann.“ Jóakim gat ekki ímyndað sér annað en að Amma yrði upp til handa og fóta, þegar svona vel vseri boðið í stólbrotin. En Amma hló bara að honum. „Þú kemur of seint ég er nýlega búin að selja stólruslið fyrir 20 krón- ur,“ sagði hún. „Og hverjum seldir þú hann og hvar er hann núna?“ spurði Jóakim frændi. „O, það var nú einn af þessum fornsölum, sem fékk stólgarminn. Hann var í grænum sendiferðabíl og hann ók víst til suðurs." Amma hafði lúmskt gam- an af að stríða frænda og ekki stansaði hún prjóna- skapinn. Hálfum tíma síðar hafði Jóakim haft upp á forn- salanum, en stólinn átti hann ekki lengur. „Ég seldi hann smið nokkrum, sem ég hitti af tH" viljun á förnum vegi,“ sagði fornsalinn. Og svona gekk það. Jóakim kom ávallt of seint til þess að klófesta stólinn. Að síðustu tók hann Þa® til bragðs, að leigja sér einkalögregluþjón til þess að hafa upp á stólnum. Leitin stóð lengi og varð mjö9 dýr fyrir Jóakim, en þó fór það loks svo, að aðstoðar- maðurinn kom með þá frétt, að nú væri loksins víst, hvar stóllinn væri niðurkominn. Hann væri núna ' ÆSKAN - Fastur þáttur meö myndum um starf Unglingareglunnar' 16

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.