Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1976, Side 21

Æskan - 01.10.1976, Side 21
Hin aldna sænska kona, Anna Mat- hilde Johansson, hefur í rauninni aldrei orðiö alvarlega veik, þrátt fyrir sinn hundrað og níu ára aldur. Eitt af því, sem hún á það að þakka, er að hún hefur ávallt reynt að borða heil- næman mat og hafa næga hreyfingu. Segir hún, að þegar aldurinn færist yfir hafi það reynst sér besta vegar- nestið. — En við og við finnst mér ég vera dálítið þreytt, bætir gamla konan við. — Ég er hundrað og níu ára, og ég verð að viðurkenna, að stundum verð ég dálítið þreytt. Oft hef ég verið spurð að því, hvernig mér hafi tekist að ná þessum aldri. Ég býst við að ' M. nokkuð af svarinu hljóti að verða það, að ég hef verið svo heppin að verða aldrei alvarlega veik. Aðeins fengið kvef einstaka sinnum. Anne Mathilde Johansson býr út af fyrir sig í litlu hús í Varberg í Svíþjóð. Hún annast blómin sín í garðinum og drekkur ókjörin öll af kaffi. Anne Mathilde hefur unnið hörðum höndum allt sitt líf við að strauja tau fyrir aðra. — Enginn hefur veitt mér sérstaka athygli fyrr, en nú er farið að Þá leit ég fram á sjóinn, sem var nokkuð úfinn, og Þá sá ég, að báran bylti einhverju fram og aftur. Ég stóð þarna og starði á þetta, og sá þá, að þetta var mannslíkami. Ég gat ekki hreyft mig, var eins og stirðnuð. Ég var aðeins 15 ára krakki, var hér ein á ferð í myrkri langt frá bænum. Ég vissi, að það hafði tekið mann út af báti á Djúpinu fyrir nokkrum dögum, og þetta hlaut að vera •■k hans, sem rekið hafði inn fjörðinn. Ég fór nú að teyna að hugsa, hvað ég ætti að gera. Ég varð að þinda líkið við stein í fjcrunni, svo sjórinn tæki það ekki út aftur. Ég signdi mig og las allar bænir, sem ég kunni, svo fór ég að feta mig nær sjónum, og bað fyrir þeim dána. Ég ákvað að binda snærið um hand- le9ginn á líkinu, og festa því við stein. Lengi var ég að komast fram fjöruna, ég ætlaði að hafa aftur augun á meðan ég hnýtti snærið um handlegginn. Ég óð út í sjóinn, veðrið hafði lægt töluvert, svo það var ekki eins mikil bára og áður. Ég sá ekki glöggt frá mér, því það höfðu læðst nokkur tár fram ' augun, sem gerðu allt óskýrara fyrir mér. Ég rakti ' sundur snærið og stakk.hendinni niður í sjóinn og 9teip um höndina. Ég hrökk við, og sleppti taktnu, því þetta sem ég hafði haldið að væri mannslík, ÆSKAN - Fastur skrifa mér, aðeins af því ég hef náð svona háum aldri. Einkennilegt. En sannast að segja fæ ég ekki skilið hvernig á því stendur að ég er orðin 109 ára. En þó held ég að eitt af því nauðsynlegasta sé að borða ekki of fitandi mat, þegar aldurinn færist yfir. Ég byrja daginn með því að fá mér hafraseyði, og seinna léttan morgun- verð, fiskstykki eða kjötbita og svolítið af kartöflum. Svo reyni ég alltaf að hafa dálitla hreyfingu. Margt eldra fólk liggur alltof mikið fyrir. Anne Mathilde Johansson á ekki sjónvarp, því sjón hennar er farin að dofna. En aftur á móti hlustar hún talsvert á útvarpið. Fyrir ári síðan heimsótti gömlu konuna í Varberg hópur, sem rann- sakaði gamalt fólk. En hvorki rúss- neskir né bandarískir vísindamenn gátu skýrt henni frá, hvers vegna hún hefði náð svona háum aldri. — Þeir spurðu mig um bernsku mína, þroskaárin og heilsufar. En ég gat aðeins sagt þeim frá þessari smá kveflumpu, og að einstaka sinnum fengi ég dálítinn verk í annan fótinn. reyndist vera stór, dauður selur. Það var eins og mér þætti miður, að þetta var ekki það, sem ég áð- ur þóttist viss um að það væri. (Maðurinn, sem drukknaði f Djúpinu hefur aldrei fundist). Ég batt selinn við stein og tók svo sprettinn áleiðis heim — upp bakkana — út hjallana fyrir ofan hvalstöðina og niður árgljúfrið, óð út í ána, datt ekki nema einu sinni í henni, sem ekkert gerði til, því ég var renn- blaut hvort sem var eftir buslið við selinn. Þegar ég kom heim var bærinn opinn. Ég hljóp inn ganginn, upp stigann, reif opna hurðina á her- berginu, sem fólkið sat í við vinnu og sögulestur, fleygði mér í gólfið og fór allt í einu að háskæla. Ég heyrði mömmu segja: „Guð hjálpi mér, hvað hefur komið fyrir barnið?“ Mér var nú hjálpað úr blautu og náði ég mér furðu fljótt og fór að segja ferðasöguna. Selurinn var sóttur um kvöldið og hirt af honum húðin. Fimm ár eru síðan ég fór síðast heim, og þá var allt svipað og áður. En nú er öllu breytt. Þar sem ég fór á klárnum áður og fyrr meir, er nú orð- inn hluti af þeim fræga hringvegi og farið þar um á stórum vöruflutningabílum milli Reykjavíkur og ísafjarðar. Það eru alltaf að gerast kraftaverk. þáttur um íslensk skip n umsjón Guðmundar Sæmundssonar. 19

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.