Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1976, Side 32

Æskan - 01.10.1976, Side 32
mjw HH Gæslumaður Siðsemdar, Sigrún Oddsdóttir, veitir verðlaun fyrir vel unnln stört. Ég ætla að skrifa nokkrar línur um bindindisstarf og segja hvernig ég hef varist áfengi og tóbaki. Þegar ég var á sjöunda ári gekk ég í barnastúkuna Siðsemd no. 14 í Garði. Voru margir krakkar sem gengu í stúkuna þá. Mér fannst ákaf- lega gaman á stúkufundum, því þá voru alltaf sýnd leikrit og alls konar leikir, sungið og talað saman og margt fleira. Ég mun aldrei sjá eftir því að hafa veriö í stúku, því að ég hef aldrei og ætla mér aldrei að byrja að drekka áfengi og reykja tóbak, því það er mjög óhollt, þó aðallega börnum og unglingum. Af því að ég er á annað borð farin að skrifa um bindindisstarf þá verð ég að láta koma fram að það er alltof mikil áfengis- og tóbaksneysla á meðal ungl- inga, og ég held að það stafi af því að þessir unglingar skammist sín fyrir sjálfa sig eða séu með minnimáttar- kennd og fari að reykja og drekka, því þau halda að þau verði svakalega frökk og segja: Iss, þetta er allt í lagi ég er hætt(ur) að vera feiminn, eða eitthvað á þann veginn. Svona lagað skeður því miður allt of oft. Unglingar halda að þau séu eitthvað stærri þegar þau drekka. Eins og ég sagði áðan um ástæðuna hvers vegna unglingarnir fara út í þessa vitleysu, þá finnst mér að það ætti aö vera skylda í skólum að hafa minnsta kosti 1 tíma í viku til þess að láta krakkana tjá sig, segja sögur og margt fleira. Svo að síðustu ætla ég að þakka gæslumanni stúkunnar Siðsemd nr. 14, henni Sigrúnu Oddsdóttur, fyrir mjög gott starf í þágu stúk- unnar og vona aö Unglinga- reglan geti starfað vel áfrah1 og að unglingavandamália minnki á næstu árum og Þa helst sem fyrst. Ég held að það sé best að byrjað verði að tala um slíka hluti við börnin sem allra fyrst. Það er alveg margsannað að þær mann- eskjur, sem hvorki neyta áfengis né tóbaks eru mikln hraustari og heilbrigðari held- ur en þeir sem neyta þess- Til þess að þetta lagist allt saman með árunum tel ég að allir foreldrar eigi að senda börnin sín í barnastúku °g vekja áhuga hjá þeim í starf' inu. Hvernig væri þá að tak- ast í hendur og byrja að berj' ast gegn áfengi og tóbakii Þvl fyrr því betra. Ingibjörg Þ. Eyjólfsdóttir. Skólabraot 7 Gerðum, Garði- Það hefur komið mikið af íslenskum hljómplötum á markaðinn að undan- förnu. Það sem skarar fram úr að áliti undirritaðs eru hljómplöturnar með Engilbert Jensen og Halla og Ladda ásamt Kaffibrúsaköllunum. Þessar hljómplötur skara fram úr þó ekki væri nema vegna þess að þeir kunna að tala og syngja á íslensku, en það er spursmál hvort Paradís kann það, en ég skal segja ykkur það aö þegar ég var staddur í höfuðborg Frakklands var ég farinn að tala upp úr svefninum á ensku. Já Paradís, ég veit að hann Pétur Kristjánsson er ekkert leiðinlegur og ég hef talað viö hann á íslensku. Reyndar söng hann inn á íslenska hljómplötu í gamla daga, það voru lög eftir Einar Vilberg og eitt laganna hét: „Blómið sem dó“. Síðan hefur Pétri farið mikið fram í söngnum, en ég tel hann vera að piata sjálfan sig með því að syngja á máli, sem þið skiljið ekki, því þið eruð til líka og viljið gjarnan eiga plötu með Pétri og Paradís. Það kann að vera að það sé eitt- hvað um rangt mál á íslenskum plötum, en það er erfitt að gera svo öllum líki. Nú eru gömlu popstjörnurnar a skjóta upp kollinum á ný eins og t- Neil Sedaka, Perry Como og PaU Anka. Þetta á einnig við gömlu 9°^ pophetjurnar hér á landi en sérstak- lega um Rúnar Gunnarsson, en hano er sem kunnugt er látinn því miður’ voga ég mér að segja, því Rúnar var besti popsöngvari okkar samtíðar. samdi þar að auki góð lög eins °9 „Gvendur á eyrinni". Rúnar naut sín engan veginn’ þegar hann söng á ensku, en þegar hann söng á móðurmálinu þá kor11 þessi blæbrigðaríki hljómur í röddinn1 skýrt fram. 30

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.