Æskan - 01.10.1976, Page 34
Löggiltar iðngreinar, sem eru um 60
talsins, skiptast þannig:
Bókiðnaður (grafisk fög): Bók-
bandsiðn, Ijósmyndaiðn, offsetiðn,
prentiðn og prentmyndaiðn (náms-
tími 4 ár).
Byggingariðnaður: Húsasmíði, mál-
araiðn, múraraiðn, pípulagnir, stein-
smíði og veggfóðrun (4 ár). Skrúð-
garðyrkja (3 ár).
Fata-, skinn- og leðuriðnaður: Feld-
skeraiðn, klæðskurður karla,
reiðtygja- og aktygjasmíði, sútaraiðn
(4 ár).
Hattasaumur, kjólasaumur, klæða-
skurður kvenna, netagerð, reiða- og
seglasaumur, skósmíðaiðn, viðgerð
og smíði (3 ár).
Matvælaiðnaður: Bakaraiðn, kjötiðn,
matreiðsla, mjólkuriðn, kökugerð (4
ár).
Málmiðnaður: Flugvélavirkjun (5 ár).
Bifreiðasmíði, bifvélavirkjun, bíla-
málun, blikksmíði, eirsmíði, gull- og
silfursmíði, járnsmíði, ketil- og plötu-
smíði, leturgröftur, málmsteypa, móta-
smíði, rennismíði, skipa- og báta-
smíði, vélvirkjun og úrsmíði (4 ár).
Rafmagnsiðnaður: Rafvélavirkjun
rafvirkjun, skriftvélavirkjun, útvarps-
virkjun (4 ár).
Tréiðnaður: Beykisiðn, hljóðfæra-
smíði, húsgagnabólstrun, húsgagna-
smíði, myndskurður, vagnasmíöi (4
ár).
Þjónustuiðnaður: Framreiðsluiðn,
hárgreiðsiuiön (3 ár).
Annar iðnaður: Glerslípun og spegla-
gerð, leirkerasmíði, tágariðn, tann-
smíði (4 ár).
Iðnskólinn
Skilyrði fyrir því að mega hefja iðn-
nám er 15 ára aldur og að hafa lokið
miðskólaprófi (3. bekkur gagnfræða-
skóla). Þegar meistari eða iðnfyrir-
tæki tekur nema til náms er gerður
skriflegur námssamningur. Náms-
tíminn er eins og að framan er getið.
Til greina kemur stytting á náms-
tímanum vegna sérstarfa eða skóla-
göngu, sem gæti stytt iðnskólanámið.
Þegar námstíðinn er a enda, og að
loknu fullnaðarprófi úr iðnskóla, skal
neminn inna af hendi verk sem sýnir,
að hann er fullnuma í iðn sinni, bæði
hvað snertir kunnáttu, handlagni og
hraða. Þetta próf nefnist sveinspróf
og gefur atvinnuréttindi.
Að loknu sveinsprófi og tilskildri
starfsreynslu getur iðnsveinn öðlast
meistararéttindi, sem fela í sér að
mega taka nema til náms í iðngrein
sinni, en réttur til að taka að sér verk
er háður mismunandi kröfum eftif
iðngreinum.
lönskólarnir starfa ( þrem áföngum
og er hver áfangi 4 mánuðir. í 1-
áfanga eru kenndar þær almennu
námsgreinar sem svara til 4. bekkjar a
gagnfræðastigi (íslenska, danska,
enska, stærðfræði, efna- og eðlisfr..
bókfærsla og félagsfræði. I 2. áfanga
er námsefni skipt milli almenns bók-
náms sem svarar til framhaldsdeilda
gagnfræðaskólans, og sérnáms til
undirbúningsfagnámi iðngreina.
2. Verknámsskóli iðnaðarins
Inntökuskilyrði eru að nemandi ha i
staðist landspróf með lágmarks-
einkunnina 5 að meðaltali eða ga9n
fræðapróf með lágmark 5 að meðal
tali og minnst 16 samtals í íslensku,
reikningi, ensku og dönsku.
Við innritun
undirritað af
nafnskírteini
ekki að vera fyrir hendi.
Þær deildir Verknámsskólans, serT1
hér um ræðir, eru:
Almennar
upplýsingar
um iðnnám