Æskan - 01.10.1976, Page 49
|Galdrakarlinn góði 16 J
skriðu inn um þakglugga. Þá kannaóist Pétur
við, að það var heima hjá honum sem
hreiðrið var.
3. „I kvöld er sannarlega veður til þess
að fara í leikhúsið," sagði galdrakarlinn.
Vindurinn hvein úti og regnið buldi á rúð-
unum, alveg eins og það væri vetrarkvöld.
Og skyndilega stóð Pétur fyrir utan brúðu-
leikhúsið.
2. Daginn eftir, þegar fólkið hafði allt
lagt sig eftir miðdegisverðinn, náði Pétur
sér í stiga og fetaði sig upþ í storkshreiðrið.
Og þar lá kafbáturinn. Þetta hafði þá ekki
allt verið draumur.
4. „Brúðurnar ætla að hafa leiksýningu
í kvöld," sagði karlinn. „Þær gera það okk-
ur til heiðurs." Og samstundis var tjaldið
dregið frá leiksviðinu. Það var yndislegur
leikur með kóngsdætrum og kóngssonum,
vondum risum og skessum.
ÆSKAN- Þáttur Spurningar og svör. Þar fást svör viö flestu.