Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 10

Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 10
ov Fór I gönguferðir með Matthíasi Jochumssyni Valgerður Sigurðardóttir Austmar er móðuramma okkar, fædd 17. nóv- ember 1909 á Húsavík. Hún átti að- eins heima þar í tvö ár en þá fluttist hún til Akureyrar og ólst þar upp. Foreldrar hennar hétu Svanfríður Jónasdóttir Austmar og Sigurður Helgi Frímann Jónsson Austmar. Móðir ömmu tók mikinn þátt í fé- lagsmálum. Hún var einnig mikil handavinnukona og saumaði m. a. altarisdúk sem hún gaf kirkjunni á Akureyri. Faðir ömmu vann hjá Eimskip á Akureyri og sá um mest allan rekstur fyrir félagið þar á þeim árum. Amma átti 8 systkin, 5 bræður og 3 systur. Þegar amma var að alast upp á Akureyri var ýmislegt skemmtilegt um að vera. Amma var m. a. í barna- og unglingakór Akureyrar og ungtemplarareglunni og segir hún það hafa veitt sér mikla ánægju. Einnig var mjög mikið sungið heima hjá henni. Og á amma sér alltaf sitt eftirlætisskáld. Það skáld heitir Matt- hías Jochumsson. En hann var meira en eftirlætisskáld ömmu, því að hann var góður heimilisvinur og tíður gest- ur heimilisins. Amma minnist þess að hún fór oft í gönguferðir með Matthíasi þegar hún var lítil stelpa, og voru þær bæði skemmtilegar, hressandi og fróðleiksríkar. Rætt við Valgerði Sigurðardóttur Austmar, 75 ára Af því að amma ólst nú upp á Akureyri þá datt okkur í hug að spyrja hana hvernig haldið var upp á öskudaginn þar? „Á öskudaginn var ýmislegt um að vera. Við krakkarnir vöknuðum klukkan 6 eða jafnvel fyrr og þá drifum við í því að mála okkur og klæðast hinum og þessum furðuföt- um. Ég var t. d. eitt sinn kerling og drottning. Og svo var farið á kreik klukkan 7. Kötturinn var þá sleginn úr tunnunni, söngröddin hituð upp og þrammað af stað í búðirnar og sungið og fengið sælgæti fyrir söng- inn. En það var nú ekki bara sungið fyrir sælgæti í búðunum heldur líka til ánægjuauka á spítalanum á Akur- eyri.“ Árið 1928 fór amma til Reykjavík- ur í fyrsta skipti og var þar á meðan hún var í Kvennaskólanum en hún lauk prófi úr honum árið 1930. Þá fór amma aftur heim til Akureyrar. Árið sem hún kom heim úr skólan- um fór hún á Alþingishátíðina og gleymir aldrei hvað það var margt fólk þar því að meiri hlutinn varð að standa allan daginn vegna fjöldans. Og svo bætti ekki úr skák að það gerði mjög vont veður um kvöldið, með roki og mikilli rigningu. Nú, amma kom heim af Alþingishátíð- inni og átti heima á Akureyri fram til ársins 1937 en þá fluttist hún alfarið til Reykjavíkur og var hennar fyrsta heimili í höfuðborginni við Lauga- veginn. Amma var tvígift og var seinni maður hennar afi okkar, Sigurgeir 10 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.