Æskan - 01.02.1985, Page 13
ÆSKUNNAR
Enn á ný bjóða Flugleiðir og Æskan
lesendum blaðsins til verðlaunaget-
raunar. Verðlaunin eru ekki af verri
endanum, ferð til Salzburg í Austur-
ríki og þriggja daga dvöl. Verð-
launagetraunin sem birtist hér í blað-
inu er að flestra dómi aðgengileg og
létt og án efa verður þátttakan einnig
góð.
Borgin Salzburg er í samnefndum
hluta Austurríkis sem liggur að Vest-
ur-Þýskalandi, nánar tiltekið þýska
ríkinu Bæjaralandi. Salzburg og um-
hverfi eru rómuð fyrir fegurð. í
suður frá borginni eru austurrísku
Alparnir, víða um 3000 metra háir,
og um borgina rennur áin Salzach.
Talið er að Rómverjar hafi fyrst
reist Salzburg og hún þá verið eitt af
virkjum þeirra í mið Evrópu. Víst er
að um árið 700 var þar sett á stofn
biskupssetur og hundrað árum síðar
erkibiskupsstóll. Eins og gefur að
skilja státar slík borg af mörgum
fornum og frægum byggingum. Þar
eru margar gamlar kirkjur og hallir
ásamt nýrri húsum. Þar er líka Moz-
art-safnið. Wolfgang Amadeus Moz-
art, tónskáldið ástsæla, fæddist í
Salzburg.
Enda þótt landbúnaður, iðnaður
og fleira slíkt séu aðalatvinnuvegir í
Salzburg má þó ekki gleyma þeirri
atvinnugrein sem hvað mest hefur
vaxið á undanförnum árum en það er
móttaka ferðamanna, bæði inn-
lendra og erlendra. I Salzburg er ár-
lega haldin tónlistarhátíð. Hún hefst
í ágústmánuði og sækir hana mikill
fjöldi fólks víðsvegar að úr heimin-
um. Venjulega stendur tón-
listarhátíðin í Salzburg í sex vikur.
Austurríki er mjög fagurt land og
Austurríkismenn góðir heim að
sækja. Höfuðborg Austurríkis, Vín-
arborg, liggur norðaustur frá Salz-
burg við Dóná. Flestir kannast við
valsinn eftir Jóhann Strauss yngri
„Dóná svo blá“ eða „Sögur úr Vínar-
skógi“. Sígild verk eftir hann eru óp-
eretturnar „Sígunabaróninn", „Leð-
urblakan" og mörg fleiri. í Vínar-
borg sátu keisarar af Habsborgarætt
um langan aldur en nú er Austurríki
lýðveldi.
í vor byrja Flugleiðir áætlunarflug
til Salzburg. Flogið verður einu sinni
í viku með viðkomu í Frankfurt am
Main í báðum leiðum. Þota af gerð-
inni Boeing 727 200 verður notuð til
þessara ferða. Nýlega var þessi nýja
flugáætlun Flugleiða kynnt í Salz-
burg og nágrenni. Óhætt er að segja
að þeir aðiljar, sem Flugleiðamenn
höfðu samband við, hafi tekið ís-
lenska flugfélaginu vel og vonast
bæði Flugleiðir og ferðamálafrömuð-
ir í Austurríki eftir góðri samvinnu í
framtíðinni.
Æskan og Flugleiðir hafa í mörg
undanfarin ár starfað saman að
kynningu ýmissa landa og borga og
ungir lesendur blaðsins átt þess kost
að sjá með eigin augum fjarlæga
staði. Þeir sem ekki hafa verið eins
heppnir og verðlaunahafarnir fara þó
ekki alls á mis því að ferðasögur
þeirra sem flugu með Flugleiðum til
Kaupmannahafnar, Chicago, París-
ar, Stokkhólms og New York, svo
aðeins nokkrir þeirra staða séu nefnd-
ir sem verðlaunahafar heimsóttu —
birtust hér í blaðinu ásamt myndum.
Sama verður einnig í ár. Við hvetjum
lesendur Æskunnar til þess að útfylla
verðlaunagetraunaseðilinn og senda
hann til Æskunnar fyrir 1. maí nœst-
komandi.
ÆSKAN 13
o r