Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 20

Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 20
BRÉF ÚR A-HÚNA- VATNSSÝSLU Hæ, ómissandi Æskupóstur. Þið eruð að hvetja lesendur til að skrifa fréttir frá heimabyggð sinni svo að ég læt verða af því. Ég á heima í Austur-Húnavatnssýslu og geng í Húnavallaskóla. Félagslífið er sæmilegt, t. d. er alltaf haldið árlegt diskótek fyrir 6—9. bekk. Þá eru kos- in herra og ungfrú Húnavallaskóla. Einnig er haldin árshátíð. Það er mjög gaman að eiga heima hér. Að lokum bið ég ykkur að taka til athugunar hvort hægt sé að birta veggmynd af Wham og Cyndi Lauper. Ég þakka svo fyrir allar veggmyndirnar sem þið hafið birt til þessa. Æskan er mjög gott blað. S. G. HJÁ RAKARANUM Hæ, kæra Æska. Mig langaði til að senda þér þenn- an brandara. Hann nefnist: Hjá rakaranum. Strákur nokkur þurfti að fá klipp- ingu og rakarinn spurði: „Hvernig viltu hafa hárið?“ „Alveg eins og bróðir minn,“ svar- aði strákurinn. „Og hvernig hefur hann það?“ „Jú, þakka þér fyrir. Hann hefur það ágætt.“ Bæ, Bæ. Elín Björk Magnúsdóttir 9 ára, Hraunbæ 72, 110 Reykjavík. BRÉF FRÁ GARÐABÆ Hæ, Æskupóstur. Hér kemur stutt lýsing á heimabæ mínum, Garðabæ. Bærinn fer alltaf stækkandi en núna búa hér u. þ. b. 4500 manns. Hér eru 4 skólar auk félagsmiðstöðvar. Ég er í 5. bekk Flataskóla sem er annar barna- skólanna. Hér er einnig gagnfræða- skóli, fjölbrautaskóli og svo má ekki gleyma tónlistarskólanum. í íþróttahúsinu gengst íþróttafé- lagið Stjarnan fyrir ýmisskonar æf- ingum, t. d. í handbolta, fótbolta, blaki og karate. Að lokum vil ég þakka gott blað. Birta mætti fleiri veggmyndir. K. T. KYNNINGAR Á HLJÓMSVEITUM Kæra Æska. Fyrst vil ég þakka fyrir ágætt blað. Mig langar til að koma með tillögu um efni í blaðið. Hvernig væri að birta kynningar á hljómsveit eða tónlistarmanni í hverju blaði; þá á ég við ýtarlegar kynningar? Einnig væri gaman ef hægt væri að birta texta. Með von um svar og góðar und- irtektir. Bogga. Svar: Við erum þegar farin af stað með kynningu í svipuðum dúr og þú stingur uppá. I þessu blaði, eins og þú hefur ef til vill tekið eftir, er fyrsti hluti kynn- ingar á hljómsveitinni Duran Duran og hún mun halda áfram í næstu blöðum. LÆKNIR OG GRÁTUR Ágæta Æska. Hér færðu tvo brandara til birtingar: Læknirinn: Þér skuluð taka eina teskeið af þessu meðali, nákvæmlega korteri áður en þér finnið fyrir verkj- unum. Konan: Af hverju græturðu svona, drengur minn? Drengurinn: Ég get víst ekki grát- ið öðruvísi. Frá Fanneyju Dröfn Guðmundsdótt- ur, Hafnarfirði. VIÐTAL VIÐ KRIST- JÁN ARASON Kæra Æska. Ég er hér ein frá Petreksfirði. Mig langar að spyrja hvort hægt sé að birta viðtal við Kristján Arason handboltahetju í Æskunni. Myndir af honum mættu alveg fylgja með. Bæ, Bæ, Björg, Patreksfirði. Svar: í 2. tbl. 1984 var tekið opnu- viðtal við Kristján. Einnig voru birtar myndir af honum. 20 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.