Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 22

Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 22
r^o ENN SIGRA BUBBI OG RAGNHILDUR - nú ásamt Das Kapítal, Wham, Duran Duran og Cindy Lauper Það kemur kannski ekki mörgum á óvart að Bubbi Morthens og Ragnhildur Gísladóttir skuli sigra í vinsældavali Æsk- unnar árið 1984. Bubbi hefur bókstaf- lega átt þetta árlega vinsældaval frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 1980. Síðustu tvö árin hefur Ragnhildur keppt við hann og jafnframt sigrað í liðunum um vinsælustu söngkonuna. Hljómsveitir þeirra Bubba og Ragn- hildar, Das Kapítal og Stuðmenn, sigra einnig í sínum riðlum. Sú niðurstaða er í samræmi við þá staðreynd að þessar hljómsveitir áttu söluhæstu poppplötur ársins. Auk þess setti Das Kapítal víða aðsóknarmet á tónleikaferð sinni um landið í haust og vetur. Sigurvegararnir í erlendum hluta vin- sældavalsins eru að sjálfsögðu piltarnir í Wham og Duran Duran. Spurningin var bara hvorir myndu sigra í hvaða riðlum. Líklega hefur mesta óvissan ríkt um liðinn „vinsælasta erlenda söngkonan". Cindy Lauper hafði þó vinninginn að lokum eftir harða baráttu við Nenu. Margir létu athugasemdir um popp- þáttinn fylgja með kosningaseðli sínum. Við munum ræða þessar athugasemdir nánar í næsta þætti. Eins og vanalega drógum við nöfn þriggja kjósenda út og sendum þeim verðlaun. í þetta skipti koma verðlaunin í hlut Birnu Þorbjörnsdóttur (14 ára) Sporði, Víðidal, 531 Hvammstangi; Valgeirs Sveinssonar (13 ára), Baugsvegi 5, 710 Seyðisfjörður, og Kristínar M. Jóhannsdóttur (15 ára), l>verholti 8, 600 Akureyri. Við þökkum þeim og öllum hinum fyrir góða þátttöku. 22 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.