Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 22
r^o
ENN SIGRA BUBBI
OG RAGNHILDUR
- nú ásamt Das Kapítal,
Wham, Duran Duran og Cindy Lauper
Það kemur kannski ekki mörgum á
óvart að Bubbi Morthens og Ragnhildur
Gísladóttir skuli sigra í vinsældavali Æsk-
unnar árið 1984. Bubbi hefur bókstaf-
lega átt þetta árlega vinsældaval frá því
hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 1980.
Síðustu tvö árin hefur Ragnhildur keppt
við hann og jafnframt sigrað í liðunum
um vinsælustu söngkonuna.
Hljómsveitir þeirra Bubba og Ragn-
hildar, Das Kapítal og Stuðmenn, sigra
einnig í sínum riðlum. Sú niðurstaða er í
samræmi við þá staðreynd að þessar
hljómsveitir áttu söluhæstu poppplötur
ársins. Auk þess setti Das Kapítal víða
aðsóknarmet á tónleikaferð sinni um
landið í haust og vetur.
Sigurvegararnir í erlendum hluta vin-
sældavalsins eru að sjálfsögðu piltarnir í
Wham og Duran Duran. Spurningin var
bara hvorir myndu sigra í hvaða riðlum.
Líklega hefur mesta óvissan ríkt um
liðinn „vinsælasta erlenda söngkonan".
Cindy Lauper hafði þó vinninginn að
lokum eftir harða baráttu við Nenu.
Margir létu athugasemdir um popp-
þáttinn fylgja með kosningaseðli sínum.
Við munum ræða þessar athugasemdir
nánar í næsta þætti.
Eins og vanalega drógum við nöfn
þriggja kjósenda út og sendum þeim
verðlaun. í þetta skipti koma verðlaunin
í hlut Birnu Þorbjörnsdóttur (14 ára)
Sporði, Víðidal, 531 Hvammstangi;
Valgeirs Sveinssonar (13 ára), Baugsvegi
5, 710 Seyðisfjörður, og Kristínar M.
Jóhannsdóttur (15 ára), l>verholti 8, 600
Akureyri.
Við þökkum þeim og öllum hinum
fyrir góða þátttöku.
22 ÆSKAN