Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 29
Hálfdan Helgason
o
Söfnun frímerkja
Því hefur stundum verið líkt við
það að læra að synda að hefja söfnun
frímerkja. Maður fikrar sig varlega
út í grynnri endann og æfir sundtökin
áður en lengra er haldið. Því örugg-
ari sem sundtökin verða og áræðið
vex því lengra hættir maður sér út á
djúpið og fyrr en varir er hann farinn
að stinga sér í dýpri enda laugarinn-
ar. Þeir sem ekki eru þegar búnir að
gera það upp við sig hverju og hvern-
ig þeir ætla að safna ættu að byrja á
að „æfa sundtökin“ svolítið. Ég tel
að það sé best gert með því að kaupa
pakka í frímerkjaverslun með frí-
merkjum frá öllum heiminum. Slíka
pakka er hægt að fá mismunandi
stóra en skynsamlegast er að kaupa
eins stóran pakka og fjárhagurinn
leyfir, t. d. með 500-1000 frímerkj-
um. Það er nefnilega svo að sé byrj-
að á því að kaupa lítinn pakka, 200—
300 frímerki og síðan annan í viðbót,
þá fær maður nánast sams konar
merki aftur og ekki stækkar safnið
við það.
Nú er ég hér farinn að tala um
peninga og það er rétt að þið gerið
ykkur grein fyrir því strax í upphafi
að flestallt tómstundastarf kostar
einhverja peninga. Það er bara um
að gera aö hafa taumhald á útgjöld-
unum og vera nokkurn veginn viss
um að það sem keypt er veiti þá
ánægju sem til er ætlast. Einn kostur-
inn við frímerkjasöfnun er sá að hægt
er að haga henni algjörlega með til-
liti til fjárhags hvers og eins.
Hjálpartæki
Fáein hjálpartæki er þó óhjá-
kvæmilegt að eignast og nefni ég hér
í byrjun töng sem nauðsynlegt er að
nota í hvert sinn sem föndrað er við
frímerkin. Það er ófært að notast við
fingurna eingöngu. Jafnvel hreinir
fingur skilja eftir húðfitu á merkjun-
um og alltaf er hættara við skemmd-
FRÍMERKJAGETRAUN
140 3AMRE OSTERREICHISCHE EISENBAHNEN
REPUBLIK OSTERREICH
Þegar þessar línur eru skrifaðar er
ekki vitað um undirtektir lesenda við
frímerkjagetraun 1. þáttar. Vonandi
senda margir lausnir og verða nöfn
vinningshafa birt í næsta þætti. Hér
kemur svo önnur getraunin og er hún
fólgin í því, eins og í fyrra skiptið, að
þekkja frímerkin sem hér eru sýnd.
Skrifið því á blað í réttri röð hvaðan
þessi frímerki eru og sendið þættin-
um fyrir 15. apríl. Dregin verða út 5
nöfn sem rétt svör senda og fá þau að
launum frímerkjapakka með 1000
mismunandi frímerkjum. Verið öll
dugleg að senda þættinum lausn á
þessari auðveldu getraun og munið
að utanáskrift þáttarins er:
FRÍMERKJ AÞÁTTUR
ÆSKUNNAR,
Pósthólf 11055 131 Reykjavík.
um ef töng er ekki notuð. Best er að
endi tangarinnar sé flatur og spaða-
myndaður og ekki má hann vera
hrufóttur að innanverðu. Þá er nauð-
synlegt að fá sér bók til að setja
merkin í og í fyrstu er innstungubók
heppilegust. Síður innstungubókar-
innar eru með plastræmum sem
mynda nokkurs konar vasa, sem auð-
velt er að setja merkin í. Auðvelt er
líka að færa merkin til, bæta í vasana
eða raða merkjunum eins og þú vilt
hafa þau á albúmsblöðum. Mundu
bara að vera varkár þegar þú setur
merkin í vasana eða tekur þau úr
innstungubókinni. Notaðu alltaf
frímerkjatöng.
Flokkun merkjanna
Nú er að taka pakkann og flokka
merkin. Þeirn má raða eftir löndum
eða eftir mótífum. Mótíf er annað
orð yfir myndefni merkjanna og mik-
ið notað. Þegar flokkuninni er lokið
er hægt að eiga margar ánægjustund-
ir yfir frímerkjunum og það fer varla
hjá því að smám saman, eftir því sem
fjöldi merkjanna eykst, verða sum
lönd áhugaverðari en önnur eða að
safnarinn finnur efni sem fellur að
áhugamálum hans. Sundtökin eru
sem sé að verða öruggari en fyrst og
safnarinn fer að gera það upp við sig
hvernig hann ætlar að takmarka
söfnunina. Takmörkunin er auðvitað
háð því hversu auðvelt það verður
safnaranum að bæta í safnið og það
er Ijóst að auðveldast er að safna
frímerkjum frá eigin landi. fsland er
skemmtilegt frímerkjaland. Undan-
tekningalítið tengist myndefni
merkjanna landinu, menningu þess
og þjóðlífi. Útgáfur eru tiltölulega
fáar á ári og vandað er til myndgerð-
ar þeirra og prentunar. í sumum til-
vikum hefur verið leitað til
heimsfrægra listamanna til að tryggja
það að árangurinn verði sem allra
bestur.
ÆSKAN 29