Æskan - 01.02.1985, Side 31
o
maðurinn
Smásaga eftir
Eyrúnu Ólafsdóttur og
Hrafnhildi Tryggvadóttur
Dularfull
Einu sinni voru hjón. Þau hétu
Gísli og Guðfinna. Þau áttu eina
stelpu sem hét Ásdís og var 14 ára.
Þau áttu heima á sveitabæ sem hét
Dalsel. Dalsel var mjög fallegur bær.
Hann stóð við sjóinn. Fallegur garð-
ur var í kringum húsið með trjám og
blómum. Á bænum voru mörg dýr,
11 hestar, 48 hænur, 27 kýr og 56
kindur.
Eitt sinn þegar Ásdís var að taka
til í garðinum sá hún hvar maður
kom gangandi eftir ströndinni. Ás-
dísi þótti maðurinn mjög grunsam-
legur. Honum virtist brugðið þegar
hann sá hana og það var eins og hann
væri að reyna að fela sig á bak við
stórgrýtið í fjörunni. Allt í einu sneri
maðurinn við og Ásdís tók þá það
ráð að elta hann. Hún batt hundinn
sinn, Kol, við girðingarstaur svo að
hann kæmi ekki upp um hana.
Ásdís gætti sín á því að vera alltaf
100 metrum á eftir ókunna mannin-
um og láta hann ekki sjá sig. Hún elti
hann í langan tíma. Þrem stundum
síðar komu þau að skógi. Þar settist
maðurinn á stein. Ásdís sá að hann
fór ofan í vasa sinn og tók upp
brauðsneið og mjólkurflösku en
einnig kom demantshálsfesti upp úr
vasa hans. Hann flýtti sér að láta
hana í vasann aftur og leit flóttalega í
kringum sig. Ekkert benti til þess að
hann hefði séð hana. Hún virti
manninn betur fyrir sér. Hann var
með dökkar augnabrúnir og svart
hár og grimmdarlegur á svipinn. Hún
trúði honum til alls ills. Hún þóttist
viss um að hann hefði stolið hálsfest-
inni.
Þegar maðurinn hafði borðað
nægju sína lagðist hann til svefns.
Ásdís var líka orðin syfjuð og þreytt
eftir alla gönguna og henni rann
fljótlega í brjóst.
Víkur nú sögunni heim að Dalseli.
Þegar líða tók á daginn fór Kolur að
gerast órólegur. Hann tók að gelta
hástöfum. Gísli og Guðfinna komu
út og leystu hann. Þá tóku þaU eftir
því að Ásdís var hvergi sjáanleg og
urðu hrædd. Kolur hljóp fram og
aftur en staðnæmdist öðru hverju og
horfði í þá átt sem Ásdís hafði gengið
í. Hjónin horfðu hvort á annað og
ákváðu að elta Kol. Þau grunaði að
hann gæti rakið slóð Ásdísar. „Kol-
ur, finndu Ásdísi,“ skipaði Gísli og
Kolur tók strax á rás. Þau fylgdu
honum eftir.
Eftir langa göngu komu þau að
skógi. Kolur hljóp inn á milli trjánna
og eftir litla stund hafði hann fundið
Ásdísi. Hún lá í roti en rankaði fljót-
lega við sér. Það blæddi dálítið úr
handlegg hennar og höfði. Pabbi
hennar hljóp að næsta bæ og hringdi
á sjúkrabíl en mamma og Kolur biðu
hjá henni. Sjúkrabíllinn kom von
bráðar. Ásdís var sett á börur og
borin dálítinn spöl því að sjúkrabíll-
inn komst ekki inn í skóginn.
Mannna fór með henni á sjúkrahúsið
en pabbi fór heim til að mjólka kýrn-
ar og hugsa um skepnurnar.
Næsta morgun vaknaði Ásdís með
svolítinn verk í handleggnum og
höfðinu. Mamma sat hjá henni og
stytti henni stundir. Ásdís sagði
henni alla sólarsöguna og mömmu
varð mikið um og hringdi strax á
lögregluna. Eftir símtalið sagði
mamma að lögreglan hefði sagt að
það væri einmitt nýlega búið að stela
verðmætri hálsfesti frá ríkri,
heimsþekktri konu. Hún sagði að
lögreglumaður kæmi fljótlega nieð
myndir af grunuðum mönnum til að
athuga hvort Ásdís þekkti hann aftur
þar.
Lögreglumaðurinn koni með
myndirnar og hann hafði ekki flett
albúminu lengi er Ásdís þekkti
manninn aftur.
Lögreglan flýtti sér að lýsa eftir
manninum í útvarpi, sjónvarpi og
blöðum og það leið ekki á löngu þar
til hún fékk upplýsingar sem leiddu
til handtöku hans.
Ásdís fór af spítalanum daginn eft-
ir og fékk sérstaka viðurkenningu frá
lögreglunni fyrir að hafa komið
henni á sporið.
ÆSKAN 31