Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1985, Side 32

Æskan - 01.02.1985, Side 32
o r Litla systir mín var afar hrifin af garðhúsinu hans afa. Hún skoðaði allt gaumgæfilega. — Hvað er þetta í blómapottinum? spurði hún áhuga- söm. — Það er hrossatað, svaraði afi. — Ha, sagði hún yfir sig undrandi. Hvernig komst þú hesti hingað inn? ^ Magga Frændi minn var ósköp vesældar- legur þegar ég sá hann á sjúkrahús- inu. Hann hafði dottið og brákað fótlegg. - Hvað er að? spurði ég. - Ég vildi að Páll væri hérna, kveinaði hann. • — Nú, sagði ég, ég hélt að þið væruð ekki lengur vinir. - Einmitt, sagði hann, þess vegna viidi ég að hann væri hér í minn stað. Palli Vissir þú þad? Fjöldi dýra leggst í dvala um vetur. Með því er átt við að þau falla í svo djúpan svefn að þau nánast hætta að anda. A vorin vakna þau svo aftur. Fisktegund nokkur í Afríku, nefnd lungnafiskur, getur legið þannig í dvala allt að fjórum árum. Okkur grunar að þá sé fisk fari að svengja! Þar sem börnin eru keypt Þegar ég tók systur mína tveggja ára í fyrsta sinn með mér í stórmark- aðinn vakti hún óneitanlega tals- verða athygli. Við fórum í biðröðina við kassana og þá sá hún að nokkrar konur báru börnin sín í burðarpok- um framan á sér. - Keypti mamma mig hér þegar ég var smábarn eins og þessar konur voru að gera? spurði hún hávær. Það brostu margir út undir eyru í kringum okkur. Binna. Litli bróðir minn situr oft sem límdur við sjónvarpið. Þegar mamma kom heim úr vinnu um dag- inn sá hún að hann hafði sest fyrir framan það án þess að hafa fyrir að þvo sér eftir útileiki. — Þú hefur víst ekki séð sápu og vatn í dag, vinur minn, sagði hún. - Nei, mamma, svaraði strákur, hvenær átti sá þáttur að vera? Villi. Hundur er horfinn Bróðir vinkonu minnar varð miður sín þegar hundurinn þeirra týndist. — Þetta verður allt í lagi, sagði vinkona mín. Við setjum bara auglýsingu í blað, þá kemur hann í leitirnar. — Láttu ekki svona, Systa, sagði hann, Fido getur ekki lesið. En það var sannarlega bót í máli fyrir hann að fólkið, sem fann Fido, kunni þá list að lesa! Stína. ÞÚ RÆÐUR HVORT ÞÚ TRÚIR ÞVÍ! • Georg I. Englandskonungur kunni ekki stakt orð í ensku. Hann var fæddur í Hannover og átti lengst af heima þar. • í þrumuveðri, sem kom í Lapleau í Frakklandi, sló eldingu niður í fjár- rétt. Drap hún allar svörtu kindurnar í réttinni, en þær hvítu sakaði ekki. • Zoraster, hinn nafnkunni löggjafi Persa, nærðist ekki á neinu nema osti í þrjátíu ár. • James Lanvier í Edinborg hnerr- aði 690 sinnum í röð árið 1927. • Dóttir Shakespeares kunni hvorki að lesa né skrifa. • 17. júní var merkisdagur í lífi Jan Sobieski, sem var Pólverjakonungur á 17. öld. Hann fæddist 17. júní, var krýndur 17. júní, giftist 17. júní og dó 17. júní. • Henrich Laufer í Dusseldorff hélt öðru auganu Iokuðu í 90 daga. • Minnsta kirkja í heimi er í Laton- ia í Kentucky. Þar eru aðeins 3 sæti. • Joseph Conrad, hinn ágæti stílsnillingur enskrar tungu, kunni ekki stakt orð í ensku þegar hann var 25 ára. • Themistokles þekkti alla 20.000 íbúa Aþenuborgar og gat ávarpað þá með fornafni. • Kyros Persakonungur þekkti hvern einasta mann í her sínum og gat nefnt hann með nafni. Smælki — Halló, er það hjá „Býflugna- blaðinu". Ég ætlaði að auglýsa býflugnatorfu til sölu. 32 ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.