Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 37

Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 37
N / / Mig langaði til að vera með þegar ég heyrði Gagnvegina nefnda og að þar ætti að taka viðtöl við ganialt fólk. En satt að segja vissi ég ekki við hvern ég gæti rætt því að ég þekkti fáa sem gátu komið til greina. Mér datt þó um síðir í hug að tala við álfkonuna í Túnklöpp. Hún var þó altjent nógu gömul því að hún var orðin það þegar langamma mín var hérna á Arnarstöðum í Eyjafirði ung Álfkonan íTún klöpp stúlka á aldur við mig. Það varð því úr að ég gekk hérna í suðurátt og upp að Túnklöppinni og átti eftirfarandi viðtal við gömlu huldukonuna sem þar býr. Ég spurði hana fyrst hvað hún væri gömul. Það vildi hún ekki segja. Kannski hefur hún ekki vitað það. Síðan spurði ég á hverju hún lifði. Hún vildi ekki heldur segja mér það. Henni hefur líklega fundist að mér kæmi það ekki við. Þá spurði ég hana um einhverjar endurminningar frá fyrri árum. Hún sagði að þær væru nú margar. Hún sagðist til dæmis muna eftir því þegar fólkið hérna á Arnarstöðum var með ærnar sínar í kvíum - þá hefði verið ólíkt félags- legra og skemmtilegra en nú væri. Hún hafði alltaf félagsskap af fólkinu sem hérna bjó. Þá var það í meiri nálægð við hana með búsmala sinn, kindur, kýr og hesta. Og þó að fólkið á bænum sæi hana ekki vissi það um hana og oft fann það hvort henni líkaði betur eða verr ýmislegt sem það gerði. Alfkonan sagði mér að samkomu- lagið hefði oftast verið gott og hún hefði stundum gert fólkinu greiða. en fyrir kom að hún varð gröm við það, sérstaklega ef henni þótti kind- urnar of nærgöngular í túnið hjá sér. Þá rak hún þær sjálf í burtu. Einnig fóru krakkkarnir oft yfir túnið og bældu grasið og það líkaði henni illa. Þegar henni gramdist svona nokkuð gerði hún fólkinu grikki eins og til dæmis að einu sinni tók hún eina kvíaána og faldi hana í nokkra daga. Þá setti hún á hana huliðshjálm svo að fólkið fann hana hvergi. Það leitaði og leitaði upp um allt fjall. Það leitaði uppi í Skál, suður hjá Vothömrum og suður um alla hjalla en fann hvergi ána. En svo skilaði álfkonan henni aftur, tók af henni huliðshjálminn þegar ærin stóð rétt við kvíavegginn og þá þótti henni gaman að sjá hvað fólkið var undr- andi. Ærin stóð þarna allt í einu eins og hún hefði komið upp úr jörðinni og það var ekki einu sinni hart á henni júgrað. „Því að auðvitað lét ég ekki mjólkina standa í blessaðri skepnunni," sagði álfkonan „því að ég var ekki að kenna henni dálitla lexíu heldur fólkinu. Nú er þetta allt breytt frá því sem áður var. Kvíarnar eru hrundar og uppgrónar, engar kvíaær eru lengur til. Nú horfi ég bara undrandi á fólkið þegar það er að heyja með öllum þessum traktor- um og vélum og skil ekkert í hvað allt gengur hratt.“ Ég þakkaði nú gömlu álfkonunni fyrir spjallið og óskaði henni alls góðs. Hún kvaðst ekki getað skrifað undir viðtalið því að sjónin væri orð- in ansi léleg. Hún bað mig um að skila kveðju í mannheim með von um að friður héldist um langa fram- tíð milli manna og álfa. Sunna Vilborg, 12 ára Arnarfelli 2, Eyjafirði. ÆSKAN 37 OA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.