Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1985, Side 38

Æskan - 01.02.1985, Side 38
r Galdrahringurinn Tókstu eftir því? í þessari skemmtilegu sögu eftir hinn ágæta höfund, Þorstein Marelsson, urðu mistök við umbrot. Endir sög- unnar var fluttur fram. Við létum þó vera að lagfæra það því að með þessu gafst tækifæri til þess að kanna með hve mikilli athygli efni blaðsins væri lesið. Á bls. 27 spyrjum við því: Fannst þér eitthvað athugavert við lok sögunnar? Vertu svo góð(ur) að svara af hreinskilni. Sögur eru stundum látnar enda á þennan hátt, þ.e. að á eftir sögulok- um komi vangaveltur þess er segir frá. Það merkir því alls ekki að þú hafir lesið söguna illa þó að þér hafi ekki fundist neitt athugavert. En svona eru rétt sögulok frá hendi höfundar: Þegar ég sá að Skúli var hortinn varð ég fyrst vondur út í Dóra og þennan bjánalega galdrahring hans. En vonskan vék strax fyrir hræðsl- unni. Ég var svo hræddur að ég vissi ekki hvað ég átti að gera. - Hann er farinn, sagði Dóri og horfði á mig undrandi á svipinn. Við stóðum þarna og horfðumst í augu dágóða stund. - Við verðum að finna hann áður en hann fer sér að voða, sagði ég. Mér var skapi næst að leggjast niður og öskra. Dóri hrópaði nafn Skúla nokkrum sinnum, en það heyrðist ekkert frá honum. — Við verðum að finna hann, endurtók ég. Kannski er best að láta lögregluna vita. Dóri hristi höfuðið. - Þá vita ailir hvað hefur gerst. Við finnum hann bara og segjum engum frá því að hann hafi týnst. Við leituðum um allt, hlupum nið- ur að á og upp á sma hól sem er rétt hjá staðnum þar sem við skildum Skúla eftir. Við kölluðum eins hátt og við gátum. V ______________________ — Hann gæti líka hafa dottið í ána, svaraði ég. Dóri svaraði ekki. Ég fór að hugsa um hvað ég væri hræðilegur drengur að skilja litla bróður minn svona eftir einan og yfirgefinn. Ég sá fyrir mér hóp manna að leita að honum með hnus- andi hunda og alla svo alvarlega. Allt var þetta mér að kenna vegna þess að ég nennti ekki að gæta bróður míns. Og það væri ekki víst að hann fyndist nokkurn tíma. — Ef við finnum hann ætla ég að vera svo dtiglegur að passa hann, ég skal ekki líta af honum eitt augna- blik, ég lofa því. - Hvað ertu að segja? Ég hrökk við. Ég hafði víst hugsað upphátt. - Við skulum fara heim og láta vita að hann er týndur, sagði ég. Á leiðinni heim var ég alltaf að hugsa um Skúla. Þegar á allt var litið var hann alls ekki leiðinlegur. Hann var meira að segja stundum skemmtileg- ur. Og hann var skelfing góður, það vantaði ekki. En nú var ekki víst að ég ætti eftir að sjá hann framar. - Það verða áreiðanlega voðaleg læti þegar pabbi þinn og mamma frétta að Skúli er týndur, sagði Dóri. Ég svaraði ekki. Ég hafði engan áhuga á að hugsa um það. — Það er ekki víst að þú verðir skammaður mikið, hélt Dóri áfram. Þetta er svo alvarlegt að það má enginn vera aö því að skamma þig. - Það varst þú sem stakkst upp á því að skilja hann eftir, svaraði ég. - Ég? Dóri stoppaði og horfði á mig. Það ert þú sem áttir að passa hann, ekki ég. Ég svaraði engu en hélt áfram. — Þú varst að passa hann, endur- tók Dóri. Ég skal lemja þig ef þú ferð að kenna mér um þetta. — Hlustaðu, svaraði ég. Ég heyrði eitthvað. - Heyrðir hvað? - Grát. Við stóðum kyrrir, en ekkert heyrðist. — Ég er viss um að ég heyrði grát, sagði ég. - Köllum, svaraði Dóri. Við köll- uðum: - Skúli, Skúli. Við biðum í ofvæni. Ég þorði ekki að draga andann. Mér fannst líða margir klukkutímar þar til við heyrð- um grát í fjarska. Við hlupum af stað. - Þetta er hann, ég er viss um það, sagði ég. Bara að hann væri nú ekki meiddur, gráturinn var svo veik- ur, ekki þessi hávæ/ frekjugrátur sem ég þekkti svo vel. Loksins kom ég auga á Skúla. Hann sat í moldar- flagi, svo lítill og umkomulaus og grét. Hann var með svo mikinn ekka að hann gat varla grátið. Hann sat þarna rauðeygður og þrútinn í fram- an af grátinum og skítugur upp fyrir haus. En ég hef aldrei á ævinni séð jafnfallegt barn. Ég tók hann í fangið og þrýsti honum að mér. Á þessari stundu hefði ég getað dansað og sungið. Ég var svo ánægður og fannst lífið og allt svo dásamlegt. En í stað- inn fór ég að grenja eins og smá- krakki. — Ertu líka farinn að grenja, spurði Dóri. Ég hafði alveg gleymt honum. Ég hristi höfuðið og reyndi að harka af mér. - Ég er að fara heim, sagði Dóri. Ég skal halda á honum fyrir þig smá- stund, hélt hann áfram. Við getum borið hann til skiptis. Mamma var komin heim. - Hvernig gekk hjá ykkur í dag? spurði hún. - Vel, svaraði ég. - Og hvað gerðuð þið? - Ekkert sérstakt, svaraði ég. 38 ÆSKAN

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.