Æskan

Volume

Æskan - 01.02.1985, Page 41

Æskan - 01.02.1985, Page 41
þegar þau sáu skrýtna blóm- ið með andlitið hans Jóa! Það kom skelfingarsvipur á þau og þau góndu á hann. — Jói, ert þetta þú? Það getur alls ekki verið! Hvað kom eiginlega fyrir? Spurningum rigndi yfir Jóa sem bara hló og hristi blómkollinn sinn og veifaði grænu handleggj- unum. — Við verðum að bjarga þér. Líður þér ekki hræði- lega illa? Dóra og Maggi töluðu bæði í einu svo að Jói komst varla að til að segja þeim að sér liði vel og hann vildi vera kyrr á rótinni til að þurfa ekki að fara í skólann. — Ég hitti víst á óskastund því að ég óskaði þess að ég væri svo rækilega fastur að enginn gæti dregið mig í óhræsis skólann. Og þá var ég allt í einu hér! J ÆSKAN 41

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.